Sumir þurfa að þreifa til að sannfærast.

Það er magnað hvað fólkið sem kennir sig við félagshyggju getur lagst lágt þegar um innri veikindi manns eru að ræða.

Ef Ólafur hefði verið að koma aftur til starfa eftir brjósklos í baki og aðgerð þar að lútandi, hefði félagshyggjufólkið að líkindum ekki beðið hann að framvísa vottorði um heilbrigði sitt og ekki flykkst á pallana með skrílslátum til að rífa brjósklosið upp.

Eða hvað?

Þetta er einhver mesta lágkúra sem ég hef orðið vitni að í pólitískri aðför að einstaklingi. 


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kejll Magne Bodevik norski forstætisráðherrann sýndi afar gott fordæmi með því einfaldlega að gera þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum eftir að hann lagðist á sjúkrhús vegna Þunglindis - og uppskar skilning og ef einhverir hafi ekki treyst sér til að styðjha hann á eftir voru a.m.k. jafn margir nýjir stuðningsmenn sem komu í staðin.

Davíð Oddsson veiktist með allt öðrum hætti en að sjálfsögðu gerði hann þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum og uppskar ekkert nema skiling, stuðning og sammúð á móti.

Það eru mikil og alvarlega mistök hjá Ólafi F að gera borgarbúum ekki grein fyrir veikindum sínum og ímynda sér að fólk sé af illgirni að skálda uppá hann þegar það einfaldlega skortir upplýsingar en byggir umræðu á því litla sem það veit.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kejll Magne Bodevik norski forstætisráðherrann sýndi afar gott fordæmi með því einfaldlega að gera þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum eftir að hann lagðist á sjúkrhús vegna Þunglindis - og uppskar skilning og ef einhverir hafi ekki treyst sér til að styðjha hann á eftir voru a.m.k. jafn margir nýjir stuðningsmenn sem komu í staðin.

Davíð Oddsson veiktist með allt öðrum hætti en að sjálfsögðu gerði hann þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum og uppskar ekkert nema skiling, stuðning og sammúð á móti.

Það eru mikil og alvarlega mistök hjá Ólafi F að gera borgarbúum ekki grein fyrir veikindum sínum og ímynda sér að fólk sé af illgirni að skálda uppá hann þegar það einfaldlega skortir upplýsingar en byggir umræðu á því litla sem það veit.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það værit tvímælalaust öllum fyrir bestu að Ólafur gerði hreinsklinislega grein fyrir veikindum sínum og mörg fordæmi eru um að kjósendur kunna miklu betur að meta hreinskilnina en feluleikinn. Fordómarnir hjaðna aðeins með upplýsingum. ólafur gæti hinsvegar hafa skaðað sig of mikið nú þegar með því að krefjast þagnarinnar. - Vona samt ekki.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hallgerður:-)

Ég var í ósæðaraðgerð sem gekk vonum (mínum) framar. Ég hafði gert ráð fyrir að vera afsíðis að sleikja sárin í fáeinar vikur og blogga ekki, en ég saknaði hlýjunnar og velviljans frá samferðarfólkinu á Moggabloggi og fékk því "bloggvélina" senda.

Þau segja mér að ég eigi að vera vinnufær eftir 3 til 6 mánuði eða svo og ég sé enga ástæðu til að rengja þetta færa fólk sem vinnur við að lengja líf og lina þjáningar.

Ég sá sjónvarpsfréttir á spítalanum og vorkenni aumingja fólkinu sem afhjúpaði pólitíska heift sína og takmarkaða virðingu gagnvart lífi og heilsu fólks. Það sem ég þekkti af fólkinu í sjón, hefur hingað til kennt sig við félagshyggju. Mannúð og félagslegar kenndir finnum við hinsvegar í dag hjá Ólafi F. og Vilhjálmi Þ. í borgarstjórn Reykjavíkur. :-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér Hallgerður. Hugur verður líka að fylgja máli ef fólk vill rísa undir sjálfu sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031735

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband