Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hættið að svívirða Árna Johnsen.

Árni Johnsen hefur tekið út sína refsingu og þrátt fyrir "tæknileg mistök" þegar hann ætlaði að gera lítið úr afbrotum sínum á hann rétt á uppreist æru.
Árni á eftir að reynast listanum firnasterkur á Suðurlandi og flokkurinn á eftir að njóta góðs af. Listinn í heild er gífurlega sterkur og ekkert nema "tæknileg mistök" geta komið í veg fyrir glæstan sigur í komandi kosningum.
mbl.is Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki afskrifa Framsóknarflokkinn.

Það er alls ekki ósennilegt að ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Framsókn á eftir að bæta við sig ef að líkum lætur. Það hefur gerst við undanfarnar kosningar að framsóknarmenn koma inn frá gegningum hvort heldur það er í sveitum eða bæjum landsins og kjósa sinn flokk. Jón Sigurðsson á örugglega eftir að gefa í þegar nær dregur kosningum og hann hefur vanist fjölmiðlaljósinnu betur. Einnig hefu Valgerður átt fína spretti sem og Guðni. Reyndar er óvíst hvaða skarð Kristinn H. skilur eftir sig, en það mun verða bætt upp á öðrum vígstöðvum.
mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi bruðlar.

Mikið þykir mér sorglegt að horfa upp á atburðina á Alþingi síðustu daga. Þar kemur hver alþingismaðurinn á fætur öðrum og þylur upp af blöðum brot úr gömlum ræðum og skýrslum, spjalla við þingmenn úti í sal og eyða mörgum Byrgisstyrkjum á degi hverjum.
Hvað skyldi dagur hjá Alþingi kosta í mannahaldi?
Eru ekki um eitt hundrað starfsmenn á launum við Alþingi fyrir utan þingmennina?
Er hægt að bjóða okkur láglaunafólki og öðrum skattgreiðendum upp á svona vitleysis vinnubrögð?
Það væri eitthvað sagt ef einhver annar opinber rekstur væri með þessum hætti.
Stjórnarandstaðan skipar sér sess í sögunni með heimskulegum vinnubrögðum sem áþján er á að hlusta.
mbl.is Helgarhlé á umræðu um Ríkisútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýsluúttektin HVARF

Mig rak í rogastans þegar ég leit eftirfarandi augum úr stjórnsýsluúttektinni. Þar segir m.a. að forstöðumaður rekstrarsviðs sé Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri en ekki Einar Kristjánsson eins og okkur starfsmönnum hefur verið kynnt.
Fáum við starfsmenn ekki sömu upplýsingar og könnuðir Deloitte um yfirmenn okkar?

Annars á ég eftir að lesa skýrsluna betur en fljótt á litið sýnist mér afar dökkt yfir kaflanum um allar framkvæmdir sem farið hefir verið í s.l. fimmtán til sextán mánuði og er það í samræmi við hugmyndir okkar starfsmanna.

Eftir að ég skrifaði þetta hvarf fréttin af mbl.is og ekkert var minnst á skýrsluna í réttum RÚV-sjónvarp og NFS.
Hvað er að gerast?


Stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. HORFIN!

Mig rak í rogastans þegar ég leit eftirfarandi augum úr stjórnsýsluúttektinni. Þar segir m.a. að forstöðumaður rekstrarsviðs sé Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri en ekki Einar Kristjánsson eins og okkur starfsmönnum hefur verið kynnt.
Fáum við starfsmenn ekki sömu upplýsingar og könnuðir Deloitte um yfirmenn okkar?

Annars á ég eftir að lesa skýrsluna betur en fljótt á litið sýnist mér afar dökkt yfir kaflanum um allar framkvæmdir sem farið hefir verið í s.l. fimmtán til sextán mánuði og er það í samræmi við hugmyndir okkar starfsmanna.

Eftir að ég skrifaði þetta hvarf fréttin af mbl.is og ekkert var minnst á skýrsluna í réttum RÚV-sjónvarp og NFS.
Hvað er að gerast?

"1. Starfsemi og starfsumhverfi
Starfsmenn i%u0301 daglegri framkvæmdastjo%u0301rn Stræto%u0301bs.
Framkvæmdastjo%u0301ri
%u2013 A%u0301sgeir Eiri%u0301ksson, Framkvæmdastjo%u0301ri
Aðstoðarframkvæmdastjo%u0301rar
%u2013 Ho%u0308rður Gi%u0301slason
%u2013 Pe%u0301tur U. Fenger
Gæðaeftirlit
%u2013 Guðmundur Guðnason
Starfsmannahald
%u2013 Guðmundur Sigurjo%u0301nsson, Launafulltru%u0301
Farþegaþjo%u0301nustudeild
%u2013 Þo%u0301rhallur P. Halldo%u0301rsson, Deildarstjo%u0301ri
Skrifstofa
%u2013 A%u0301slaug Kristinsdo%u0301ttir
%u2013 Mari%u0301a Olgeirsdo%u0301ttir
%u2013 Ragnheiður Ingado%u0301ttir, Aðalbo%u0301kari
Tækni-og innkaupadeild
%u2013 Jan Jansen
Akstursdeild
%u2013 Einar Kristja%u0301nsson, Forsto%u0308ðumaður
%u2013 Steindo%u0301r Steinþo%u0301rsson, Deildarstjo%u0301ri
Stjo%u0301rn Stræto%u0301bs.
Fja%u0301rma%u0301lasvið
Ho%u0308rður Gi%u0301slasonAðstoðarfrmkv.stj.
Framkvæmdastjo%u0301riA%u0301sgeir Eiri%u0301ksson
Þjo%u0301nustusvið
Pe%u0301tur U. FengerAðstoðarfrmkv.stj.
Rekstrarsvið
A%u0301sgeir Eiri%u0301kssonforsto%u0308ðumaður
%u2022Skrifstofa%u2022Starfsmannahald
%u2022Kjarasamningur%u2022Stærri innkaup
%u2022Fja%u0301rhagsa%u0301ætlun%u2022Eignaumsy%u0301sla
%u2022Mælingar/gæða-eftirlit
%u2022Leiðakerfi%u2022Markaðsma%u0301l
%u2022Farþegaþjo%u0301nusta/ biðsto%u0308ðvar
%u2022Samskipti við verktaka
%u2022Akstur%u2022Verkstæði
%u2022Tækni og birgða-hald"


Svíður umræðan um Strætó.

Það er erfitt að vera starfsmaður Strætós bs. um þessar mundir (hefur reyndar verið um langt skeið).

Umræðan um vandamál almenningssamgangna er lítt vitsmunaleg og er áberandi hversu illa sumir stjórnmálamenn eru að sér um málefni fyrirtækisins.

Þá skortir blaðamenn að mestu þekkingu á málefnum Strætós til að geta gert ástandinu skil.

Það versta fyrir okkur starfsmenn er óvissan um framtíð okkar því sífellt afhenda forráðamenn einkafyrirtækjum fleiri verkefni sem að sama skapi minnkar okkar vinnu og fækkar starfsmönnum Strætós.

Líðan starfsmanna er auðvitað ekki aðalatriðið, heldur óvissa viðskiptavina okkar sem spyrja kvíðnir nær daglega hvort einhverjar frekari breytingar séu í aðsigi.

Vagnstjórar sýna aðdáunarverða stillingu við þessar erfiðu aðstæður og verður þeirra þáttur seint metinn að verðleikum.

Fyrir nokkru síðan gerði Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samkomulag við Strætó bs. sem aðeins átti eftir að setja á blað, um að leið S-4 yrði ekki afhent einkaaðilum.

Handsölin voru vart kólnuð þegar Strætó sveik starfsmenn sína og afhenti Hagvögnum leiðina.

Þar fóru fimmtán störf auk afleiddra starfa.

Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri,  sagði þetta vera vilja Ármanns Kr. Ólafssonar formanns stjórnar Strætós bs. og fulltrúa Kópavogs í stjórninni.

Ármann hefur setið í stjórn byggðasamlagsins frá upphafi og hlýtur því öðrum fremur að bera ábyrgð á ástandinu.

Það gefur auga leið að ég sem starfsmaður afla mér ekki vinsælda yfirmanna minna með þessum skrifum, en samviska mín býður mér ekki að láta satt kyrrt liggja.

Fyrirtækið hefir síendurtekið brotið kjarasamninga og stendur  enn í því ódæði þessa dagana.

Þessu ástandi verður að linna svo friður fáist um starfsemina og uppbygging geti hafist sem fyrst.


mbl.is „Rangt að aðildarsveitarfélög hafi svikist um að greiða framlög til Strætó bs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að D-uga eða drepast.

Nú er ástæða til að allir sannir Sjálfstæðismenn leggi sitt af mörkum til að tryggja D-listanum sigur á laugardaginn í Reykjavík. Ekkert annað en maður á mann gildir, við erum mörg og getum áorkað miklu.
mbl.is Framsóknarflokkur nær inn manni samkvæmt nýjustu könnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún líttu þér nær.

"Valið er skýrt - sérgæska Sjálfstæðisflokksins, þar sem hver og einn verður að bjarga sér sjálfur, eða sterkt borgarsamfélag Samfylkingarinnar þar sem allir eru með."
Þessi tilvitnuðu orð úr grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Mbl. í dag segja mikið um muninn á orðum og athöfnum R-listans.
Er ekki fyrsta úrræði borgarinnar að vísa húsnæðislausum og fátækum á frjálsan leigumarkað þegar bankað er uppá hjá borginni? Fólk hefur þá etv. glatað fjárhagslegu sjálfstæði í viðskiptum eða á annan hátt og er rúið trausti hjá bönkum og hefur ekkert fjárhagslegt bolmagn til að reiða fyrirframgreiðsluna og trygginguna af hendi. Þá segir R-listinn: "Farðu á hinn almenna markað og ef það gengur ekki getur þú talað við okkur eftir svo sem þrjú ár, en mundu að halda umsókninni við". Þarna þarf "hver og einn að bjarga sér sjálfur" öfugt við það sem var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún líttu þér nær.

Venjubundið innlegg hins ópólitíska forseta.

"Og nú eru kosningar eftir nokkra daga og þá vill svo til að dúkkar upp ný rannsókn á því hvaða hópar séu nú líklegastir til að glíma við fátækt, og við kynningu skýrslunnar hitta fréttamenn fyrir tilviljun Ólaf Ragnar Grímsson sem hefur miklar áhyggjur af sárri fátækt allra í kringum sig, þó kaupmáttur hárra sem lágra hafi aukist verulega ár frá ári, eiginlega alveg frá því að alnafni forsetans, Ólafur Ragnar Grímsson, lét af embætti fjármálaráðherra eftir farsælt starf".
Tilvitnuð orð eru tekin af vefnum andriki.is.
Var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að vista þetta undir "Spil og leikir", "Vísindi og fræði" eða "Stjórnmál og samfélag" og valdi að lokum það síðast nefnda.

Mikil er trúin á Ólaf F.

Á Frjálslyndi flokkurinn virkilega þetta fylgi skilið. Hver eru afrek þeirra á liðnu kjörtímabili? Hvað heldur fólk að eins manns borgarstjórnarflokkur geti? Heldur fólk virkilega að hann fái einhverju áorkað?
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 7 menn í Reykjavík samkvæmt Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband