Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.1.2007 | 21:00
Margrét nýtur samúðar.
Að vísu munu þeir Höskuldur Höskuldsson og Jón Magnússon halda áfram að reynast henni erfiður ljár í þúfu og gæti sú framkoma viðhaldið samúðinni, en ekki lengi.
Það hlýtur að vera dæmafátt að þeir félagar sem engum árangri náðu með Nýju afli og var hafnað svo rækilega af almenningi skuli vera svo siðlausir að ráðast inn í flokk, sem að vísu logar í átökum, og beinlínis yfirtaka hann.
Það er mikill misskilningur hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni að halda að þeim verði hlíft þegar fram líða stundir og framagirni þeirra Jóns og Höskuldar brýst af alvöru út.
Guðjón Arnar segir kjördæmafélög ákveða framboðslista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2007 | 20:35
Ritari Frjálslynda flokksins?
Kosningu lokið hjá Frjálslyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2007 | 16:28
Hvað er Ingibjörg Sólrún að fara?
Af textavarpinu:
"Ingibjörg sagði einkum þrennt sýna að
ríkisstjórnin hefði farið illa með vald
sitt: Byrgis-, barnaníðings- og Baugs-
málið. Hún sagði niðurstöðuna í
Baugsmálinu mikinn áfellisdómur yfir
ákæruvaldinu".
Kennir núna ríkisstjórninni um allt sem aflaga er í þjóðfélaginu þegar hún hefur ekki Davíð Oddsson lengur til að nærast á?
26.1.2007 | 00:55
Kjarkmikil kona Ásgerður Jóna.
Ásgerður Jóna, hættu við ef þú vilt halda mannorði, heilsu og þreki.
Frjálslyndir: Ásgerður Flosadóttir býður sig fram í embætti ritara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2007 | 11:28
Af varaformanni, vegabréfi og viskípela.
Kvöldið og nóttin höfðu verið með líflegasta móti enda kosningar til Alþingis árið 2003. Ég hafði ekið leigubílnum samfellt frá því um kvöldmat fyrir hann Gísla svo til án þess að bregða mér afsíðis.
Þegar ég ók svo afsíðis við Umferðamiðstöðina sá ég axlafullan Viskípela á planinu. Ég snaraði mér út úr bílnum og sá að við hlið pelans var íslenskt vegabréf. Hvort tveggja tók ég til handargagns. Við skoðun á vegabréfinu sá ég að eigandi þess var nýkjörinn alþingismaður.
Akstrinum hélt ég svo áfram meðan eitthvað var að hafa og hélt svo heim. ann símanúmer þingmannsins nýja en hann svaraði ekki gemsanum sínum. Eftir að ég hafði sofið nokkra tíma reyndi ég á ný, en án árangurs. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir að mér tókst að násambandi við nýkjörinn þingmanninn og tjáði honum fund minn. Hann sagði að ég gæti komið með þetta niður á Alþingi. Mér þótti hann kokhraustur og lítt þakklátur mér. Sagði að bragði að hann gætikomið og sótt hina týndu muni á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.
Hann kom og sótti passann og pelann og hraðaði sér á brott án þess að þakka leigubílstjóranum eða bjóða honum greiðslu fyrir ómakið.
Síðan varð passa- og pelahandhafinn varaformaður stjórnmálaflokks og á í harðvítugri baráttu við að halda stöðunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2007 | 13:01
Stend við þá ákvörðun mína að bjóða mig ekki fram til varaformanns.
Þó svo enginn hafi ennþá skorað á mig að bjóða mig fram til varaformanns Frjálslyndaflokksins stend ég staðfastur við yfirlýsingu mína frá í morgun:
"Ég hef ákveðið að hvika hvergi frá þeim ásetningi mínum að bjóða mig ekki fram til varaformanns. Þótt svo að enginn hafi skorað á mig mun ég ekki láta af þessari ákvörðun minni. Ég mun því rólega og yfirvegað fylgjast með hjaðningarvígum hinna frambjóðendanna og líklega mun hlakka í mér yfir óförum þess sem ber sigur úr bítum.
Ég vil geta þess sérstaklega að ég mun ekki taka símann næstu klukkustundirnar, því ég mun ekki geta afborið fagnaðarlæti og hamingjuóskir óvina og vandalausra yfir þessari ákvörðun minni".
Magnús segist verða áfram í flokknum óháð úrslitum í varaformannskjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2007 | 11:59
Framboð til varaformanns.
Ég vil geta þess sérstaklega að ég mun ekki taka símann næstu klukkustundirnar, því ég mun ekki geta afborið fagnaðarlæti og hamingjuóskir óvina og vandalausra yfir þessari ákvörðun minni.
23.1.2007 | 21:16
Valinn maður í hverju rúmi.
Ég reikna nú með að þessir aðilar telji sig alla sjálfskipaða í efstu sætin í kjördæmunum í borginni og nágrenni til beggja handa.
Kemur í ljós.
Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2007 | 14:11
Steingrímur Jóhann hellir sér yfir opinbera starfsmenn.
Er ömurlegt að vita til þess að opinberir starfsmenn geti átt von á slíkum trakteringum úr ræðustóli hæstvirts Alþingis íslendinga og það af þingmanni sem stjórnar flokki sem hefur kennt sig við alþýðu manna.
Ögmundur Jónasson ætti að atyrða drenginn.
Mikill halli á rekstri Ríkisútvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2007 | 23:33
Fjallagrasa- og sölvatekjuflokkurinn VG.
Það verður ekki fyrr en á kjördegi að ljós rennur upp fyrir um 40% af þeim sem nú hyggjast kjósa VG og þeir láta af villu síns vegar.
Eftir sitja hinir sem engu tauti er komandi við og kjósa á fjórum fótum við tekjuna.
(Hvernig líst Siggu frænku á þetta?)
Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar