Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Munnmök og mannorð.

"Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig."

Þetta er tilvitnun í blogg Guðbjargar Hildar Kolbeins.
Mér er til efs að klámfengnari orð hafi áður birst á blog.is of einnig að það verði langt að bíða annars eins.

Er ég sá umrædda mynd sá ég lífsglaða og hressa fermingarstúlku með bros á vör. Ekkert annað.
Áminning til okkar neytenda að fara nú að huga að fermingargjöfum. Punktur.

Hvers á fjórtán ára stúlkan að gjalda og það af hálfu virts fræðimanns við Háskóla í Reykjavík?


Fólk treystir lögreglu og ákæruvaldi.

Góð grein í Mogga í dag eftir Pál E. Winkel hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Fjallar hann um traust almennings í garð lögreglu. Páll minnir á gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar á starfsmenn lögreglunnar og ákæruvalds þegar hún fullyrti að þessir aðilar væru handbendi Sjálfstæðisflokksins og vinnubrögð í samræmi við það.

Mun Ingibjörg Sólrún einkum hafa haft Baugssvikamálið í huga.

Páll bendir á að svo alvarleg ummæli formanns stjórnmálaflokks gætu haft áhrif á skoðanir og taust almennings í garð lögreglu, en því er öðru nær.
Niðurstaða könnunar Capacent-Gallup leiðir í ljós að traust almennings á lögreglunni er mikið og stöðugt og kemur næst á eftir trausti og tiltrú almennings á Háskóla Íslands með 78%.

Er Samfylkingin ekki með 22% eða þar um bil?


100 kall í strætó og Heiðmerkuraðferðarfræði.

Mér lýst vel á tillögu Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kall í strætó í marsmánuði.
Hugsanlega mætti hafa tímabilið lengra. Svifrykið er ógnvekjandi vágestur sem verður að vísa á dyr.

Allir sem starfa við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sjá að við svo búið má ekki standa.
Árið 2005 voru framin alvarleg skemmdarverk á starfseminni með breytingum á leiðakerfinu og þótt lítillega hafi verið klórað í bakkann varðandi úrbætur er það hvergi nóg.
Þá hafa verið gerðar breytingar á vinnukerfi vagnstjóra hjá Strætó bs. sem hafa haft miður heppilegar afleiðingar í för með sér.

Mjög er gengið á kjarasamninga og túlkun þeirra á stundum eins og um hættuástand sé að ræða og undantekningarákvæði notuð dags daglega.
Um sextíu vanir vagnstjórar hafa látið af störfum og horfið til vinnuveitenda sem virða kjarasamninga refjalaust.

Þá eru menn orðnir ansi langeygir eftir breytingum sem boðaðar voru af nýjum valdhöfum.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að stjórnarformennsku hjá Strætó bs gegnir Kópavogsbúi sem alið hefur aldur sinn með Heiðmerkuraðferðarfræðingum og er haldinn starfsmannafælni.


mbl.is Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER STEMNINGIN EKKI EINGÖNGU HJÁ STJÓRNARANDSTÖÐUNNI?

Ekki hef ég heyrt um þessa bullandi stemningu úti meðal þjóðarinnar.
Þvert á móti heyri ég oft talað um að sú festa og öryggi í stjórnarathöfnun sem verið hefur undanfarin sextán ár verði, já beinlínis verði að tryggja a.m.k. næstu fjögur árin í viðbót.

Vinstri sporin hræða hvort heldur er hjá ríki eða borg.


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámfengnar samræður útlendinga á kaffihúsi.

Ég fór á kaffihús um daginn eins og svo margir gera hér á landi. Líklega verður þetta í síðasta sinn sem ég sæki þetta kaffihús því á næst næsta borði við mig, vinstra megin sátu fimm útlendingar við kaffi og koníaksdrykkju og ég get svarið það að þeir voru að klæmast.
Að vísu heyrði ég ekki vel orðaskil en heyrði þó orðið "porno" offt bera á góma hjá þeim og var enginn þessara klámfengnu útlendinga undanskilinn.

Hvað eftir annað gekk þjónustustúlkan framhjá borðinu og það gat ekki farið framhjá henni hvað þarna var á ferð, en hún aðhafðist ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut.

Nú vil ég fara þess á leit við ríkisstjórn og borgarstjórn að svo fljótt sem auðið er verði skipuð sveit eftirlitsmanna sem fari dulbúin á okkar helstu kaffihús og veitingastaði svo ekki sé talað um hótel með upptökutæki og ekki síst heimild til að handtaka hvern þann útlending sem dirfist að tala svo ógætilega hér á landi að til kláms geti talist.
Viðkomandi yrði þegar í stað hnepptur í gæsluvarðhald án dómsúrskurðar (nægjanlegt að leita álits og samþykkis Femínistafélagsins) þar til honum yrði vísað úr landi og fengi aldrei aftur leyfi til að koma hingað aftur.

Ég hef mun feiri tillögur gegn svona svívirðingu handbærar og geri ráð fyrir að mér verði falin yfirumsjón með klámpólitíinu.
Virðingarfyllst.


Ólöglegt samráð um að halda launum niðri. Verkalýðsfélög aðhafast ekki.

Byggðasamlag um almenningssamgöngur hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu um sex ára skeið. Reksturinn er í höndum Strætós bs. og rekur Strætó hluta leiðanna en þrjú önnur fyrirtæki annast hinn hlutann og er stærst þeirra Hagvagnar/Hópbílar sem hefur höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði.
Ekki eru allir vagnstjórar með sömu laun enda stéttarfélögin líklega ein þrjú sem vagnstjórarnir eru aðilar að. Vagnstjórar hjá Reykjavíkurhlutanum eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og vagnstjórar Hagvagna/Hópbíla eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf Hafnarfirði.

Vagnstjórar sem Hlíf semur fyrir eru með lægri laun en Reykjavíkurvagnstjórarnir sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar semur fyrir.

Margir vagnstjórar Hagvagna/Hópbíla hafa haft orð á því að þeir vildu koma til starfa hjá Strætó bs., en það mega þeir ekki.
Hagvagnar/Hópbílar og Strætó bs. hafa gert með sér samkomulag um að Strætó bs. ráði ekki Hagvagna/Hópbíla vagnstjóra til vinnu, nema þeir vinni annarsstaðar í millitíðinni.

Þarna hafa þessi tvö fyrirtæki með sér samráð um að halda mönnum á lægri launum og koma í veg fyrir að þeir ráði sig þar sem launin eru betri.

Annarsvegar er verktakinn Hagvagnar/Hópbílar sem er í einkaeign og hinsvegar Strætó bs. sem er í opinberri eigu sjö sveitarfélaga.

Verkalýðsfélögin; Hlíf í Hafnarfirði og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar vita af þessu en aðhafast ekki.


Níu flokkar í framboð til alþingis?

Enn eitt framboðið.
Tvö eldri manna framboð. Framtíðarlandið og hægri Sverrir Hermannsson.
Samtals fjögur ný framboð sem ýjað hefur verið að.
Fyrir eru fimm flokkar og fannst mér þar þremur ofaukið.

Auðvitað segjum við sjálfstæðismenn ekki eitt aukatekið orð meðan þau á vinstri vængnum berja hvert á öðru og glata þar með því litla trausti sem borið var til þeirra.


mbl.is Segir nýtt stjórnmálaafl að koma fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún ræðuskörungur.

Það er einlæg ósk mín að Ingibjörg Sólrún flytji sem flestar ræður og fullyrði sem mest. Stjórnarflokkarnir þurfa ekki að láta aukatekið orð frá sér, hún sér um þetta sjálf.
Haft er fyrir satt að það hlakki í svilanum.
mbl.is Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún segir að Davíð sé undirrót alls ills.

Í utandagskrárumræðum á Alþingi sem standa yfir núna er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enn við sama heygarðshornið. Undirrót alls ills í efnahagsmálum er seðlabankastjórinn Davíð Oddsson.
Davíð hefur löngum verið næring Ingibjargar Sólrúnar í ræðum og riti og hún nær sér ekki á strik nema að hún geti vitnað í þennan læriföður sinn.
Hún gangrýndi einkum þrennt: Kárahnjúkavirkjun, skattalækkanir og fasteignaverð vegna hækkunar íbúðakaupalána.
Hver voru viðbrögð hennar á alþingi þegar þessi mál voru á dagskrá Alþingis?

Nýtt afl kaupir hálfan flokk.

Guðjón Arnar vestfirðingurinn geðþekki á ekki sjö dagana sæla.
Hann gaf eftir fyrir ágangi Jóns Magnússonar og Höskuldar Höskuldssonar. Manna sem engum árangri náðu með sinn flokk Nýtt afl og ákváðu því að ganga til fjandsamlegrar yfirtöku á Frjálslynda flokknum og kljúfa hann þar með.
Ég hygg að faðmlag Guðjóns Arnars við þá NA menn verði hans pólitíski banabiti.
mbl.is Guðjón Arnar: Frekar leitt að Margrét skyldi taka þessa afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband