Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

SANNLEIKUR SAGNA BESTUR

Það sannast enn einu sinni að sannleikurinn er sagna bestur.
Ég hélt að forystumenn Samfylkingarinnar hefðu lært af biturri reynslu að það kemur í bakið á fólki að segja ósatt, hvort heldur er í stjórnmálum eða annarsstaðar á vígvelli daglegs lífs.
Þeir heiðarlegu standa alltaf uppi sem sigurvegarar þótt þrönga gatan geti verið tafsöm.
mbl.is Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of snemmt að fagna.

Gott gengi í prófkjörum getur verið fallvallt. Það kennir reynslan okkur Sjálfstæðismönnum.
Þegar svo vel gengur sem um þessar mundir er mikil hætta á að við verðum værukær og höldum að þetta sé komið.
Því er áríðandi að við lítum á stöðu okkar sem tíu prósentustigum lakari en hún er og vinnum samkvæmt því.
Sjaldan eða aldrei höfum við svo góðan málstað að verja og hvergi er veikan blett að finna fyrir andstæðinga okkar, enda ljúka þeir hver á fætur öðrum lofsyrðum á góð tök Sjálfstæðisflokksins á stjórnartaumunum og þeim málaflokkum sem við höfum með að gera.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr framkvæmdastjóri hjá Strætó.

Reynir Jónsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Strætó bs. Hann kom til starfa í dag og fór vítt um fyrirtækið og kynnti sér starfsemina og kynnti sig fyrir starsfólkinu.
Hann ku bjóða af sér góðan þokka, yfirlætislaus og blátt áfram.
Starfsmenn fagna komu hans og vænta mikils af honum við endurreisn starfsmannastefnu, starfsmannaviðtala og annars þess er tíðkast í nútíma fyrirtæki sem vill láta taka sig alvarlega og metur mannauð til verðmæta.

Sjálfstæðisflokkur - fyrirgreiðsluflokkur?

Ég hjó eftir því s.l. föstudag í þætti Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar að þeir töldu að kjósendur Sjálfstæðisflokksins væru að tryggja sér forgang og fyrirgreiðslu í kerfinu. Nánari útfærslu skorti hjá þeim kumpánum fyrir okkur sjálfstæðismenn.

Ég hygg að enginn flokkur fái jafn mikinn frið fyrir slíku kvabbi og Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég minnist þó þriggja skipta sem ég hef slegið á þráðinn til forystumanna flokksins og óskað aðstoðar:

Hið fyrsta sinni var 1979 að ég bað Friðjón Þórðarson alþingismann og bankaráðsmann í Búnaðarbanka Íslands að liðka fyrir víxilkaupum bankans til að brúa erfitt tímabil í fasteignasölu sem ég rak þá.

Annað sinnið var árið 2000 að ég bað Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra að tala við ákveðinn mann í Búnaðarbanka Íslands vegna álíka máls en þá rak ég matvöruverslun og áhrif Baugs voru farin að ná inn í bankana og í þessu tilviki náðu áhrif Baugs eyrum útibússtýruna sem ég skipti við.
Símtal Davíðs hafði áhrif, en of seint.

Þriðja skiptið bað ég Kjartan Gunnarsson s.l. sumar um greiða sem þáverandi framkvæmdastjóri flokksins m.a., en hann svaraði mér aldrei.

Þótt ég hafi n.k. haust starfað í fimmtíu ár fyrir flokkinn, en ég byrjaði tæpra tólf vetra að sendast með dýrmætar upplýsingar úr Miðbæjarskóla í Breiðfirðingabúð á kjördegi, hefur ekki hvarflað oftar að mér að óska eftir "fyrirgreiðslu".


mbl.is Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar á/í Sögu.

Var svo heppinn að geta hlustað á snillingana Guðmund Ólafsson og Sigurð G. Tómasson á Sögu, en þættinum var að ljúka.
Þótti mér einkar vænt um að þeir viku varla leiðinlegu orði að nokkrum manni nema einna helst fjármálaráðherra. Þá heyrði ég engan lofsöng um Baug og eru það tíðindi. Að vísu missti ég af fyrsta hluta fyrri hálfleiks, en batnandi mönnum er best að lifa.

Þeir félagar eru báðir yfirburðamenn í framsetningu fræðsluefnis á skemmtilegan og eftirtektarverðan hátt og mega bara ekki gengisfella sig á smásmugulegu níði og náhirðarsögum.


Aulaálag í ríkissjóð.

Vernd gegn misvitrum stjórnmálamönnum.

Er það ekki Landsbankinn sem auglýsir launavernd?
Sem þýðir að ef þú veikist getur þú haldið launum þínum í vissan tíma sem þú hefur áunnið þér með greiðslu iðgjalda til bankans.

Nú er ámóta tækifæri fyrir banka og eða tryggingafélög. þ.e. að bjóða stjórnmálamannavernd.

Það myndi felast í því að verðir þú fyrir launaskerðingu hjá opinberu fyrirtæki sem rekja má til afskipta stjórnmálamanna af rekstri viðkomandi fyrirtækis fáir þú bætur í samræmi við greidd iðgjöld þín til viðkomandi banka eða tryggingafélags.

Auðvitað verða tryggingaiðgjöldin há þar sem áhættan er mikil og meiri eftir því sem stjórnmálamaðurinn er yngri og hefur verið lengi á opinberu framfæri í skóla, ráðuneyti eða álíka.

Við sem höfum kostað skólagöngu viðkomandi stjórnmálamanns og jafnvel verið svo heimsk að kjósa hann til opinberra starfa eigum auðvitað að greiða sérstakt aulaálag sem færi beint í ríkissjóð og auglýst árlega hverjir hafa greitt álagið öðrum til viðvörunar.


mbl.is Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var.

Það hefur verið einn af mínusunum stóru við réttarkerfið okkar að kynferðisafbrot gegn börnum skuli hafa verið fyrnanleg.
Í dag hefur Alþingi rekið af sér slyðruorð svo um munar.
Mínar bestu þakkir.
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn að skipta sér af rekstri fyrirtækja. Aldrei aftur kauphækkun.

Ég á varla nógu sterk lýsingarorð yfir stjórnvisku yfirmanna minna hjá Strætó bs. Þeir hafa það erfiða hlutverk með höndum að sinna þörfum almennings fyrir samgöngur á öllu höfuðborgarsvæðinu svo að sem flestum líki og þeir hafa líka með höndum að útlagður kostnaður sveitarfélaganna sem eiga og reka fyrirtækið verði sem minnstur.
Þetta er oft á tíðum erfitt að samhæfa ekki síst vegna þess að aðalkostnaðarliður fyrirtækisins er launagreiðslur til vagnstjóra.

Nú er ég alveg að komast að kjarna þessara hugleiðinga minna í dag.

Í ársbyrjun 2006 gerðu Strætó bs. og Starfsmannafélag Reyjavíkurborgar með sér nýjan kjarasamning sem meðal annars fól í sér um 20% launahækkun svo til strax.
Við starfsmenn fögnuðum ógurlega (flestir) enda hafði slíkt ekki gerst í elstu manna minnum.

Ég sem fyrrverandi stjórnandi fyrirtækja sá að við svo búið yrði ekki látið standa. Stjórnendur hlytu að gera einhverjar þær ráðstafanir sem dygðu til að draga sem mest úr hækkuninni annað hvort með því að draga úr þjónustunni eða þá líka úr launagreiðslum.
Ég viðraði þessar skoðanir mínar við þáverandi stjórnarformann fyrirtækisins Björk Vilhelmsdóttur. Hún taldi það af og frá að Strætó bs. myndi gera nokkurn skapaðan hlut til að taka af okkur hækkunina.

Núna um daginn þegar ég var að ganga frá skattframtalinu mínu sá ég svo ekki verður um villst hversu launalækkunin var mikil í stað hækkunarinnar.

Ég LÆKKAÐI sem sagt í launum um kr. 108.000 eftir um 20% launahækkun.

Hugur sveitarélaganna til mín birtist á þennan hátt og er mjög skýr.

Ég hefði átt að hækka í launum um u.þ.b. 600.000 krónur en lækkaði um 108.000 krónur. Þannig að ég mátti sjá á eftir um 700.000 krónum á einu ári.

Bón mín til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er því að semja aldrei aftur um launahækkun meðan ég er launaþiggjandi hjá Strætó bs. ég hef bara ekki efni á því.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að þessa dagana séu starfsmenn fyrirtækisins að vinna að enn frekari hagræðingu á minn kostnað.
Ég læt þá vita þegar ég hef ekki lengur efni á að vinna hjá þeim og nýju stjórn fyrirtækisins sem er stýrt af flokksélögum mínum.
Þá verða þeir að spara á annan hátt.


mbl.is Stefnt á að ljúka Alþingi í björtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei aftur kauphækkun!

Ég á varla nógu sterk lýsingarorð yfir stjórnvisku yfirmanna minna hjá Strætó bs. Þeir hafa það erfiða hlutverk með höndum að sinna þörfum almennings fyrir samgöngur á öllu höfuðborgarsvæðinu svo að sem flestum líki og þeir hafa líka með höndum að útlagður kostnaður sveitarfélaganna sem eiga og reka fyrirtækið kosti sem minnst.
Þetta er oft á tíðum erfitt að samhæfa ekki síst vegna þess að aðalkostnaðarliður fyrirtækisins er launagreiðslur til vagnstjóra.

Nú er ég alveg að komast að kjarna þessara hugleiðinga minna í dag.

Í ársbyrjun 2006 gerðu Strætó bs. og Starfsmannafélag Reyjavíkurborgar með sér nýjan kjarasamning sem meðal annars fól í sér um 20% launahækkun svo til strax.
Við starfsmenn fögnuðum ógurlega (flestir) enda hafði slíkt ekki gerst í elstu manna minnum.

Ég sem fyrrverandi stjórnandi fyrirtækja sá að við svo búið yrði ekki látið standa. Stjórnendur hlytu að gera einhverjar þær ráðstafanir sem dygðu til að draga sem mest úr hækkuninni annað hvort með því að draga úr þjónustunni eða þá líka úr launagreiðslum.
Ég viðraði þessar skoðanir mínar við þáverandi stjórnarformann fyrirtækisins Björk Vilhelmsdóttur. Hún taldi það af og frá að Strætó bs. myndi gera nokkurn skapaðan hlut til að taka af okkur hækkunina.

Núna um daginn þegar ég var að ganga frá skattframtalinu mínu sá ég svo ekki verður um villst hversu launalækkunin var mikil í stað hækkunarinnar.

Ég LÆKKAÐI sem sagt í launum um kr. 108.000 eftir um 20% launahækkun.

Hugur sveitarélaganna til mín birtist á þennan hátt og er mjög skýr.

Ég hefði átt að hækka í launum um u.þ.b. 600.000 krónur en lækkaði um 108.000 krónur. Þannig að ég mátti sjá á eftir um 700.000 krónum á einu ári.

Bón mín til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er því að semja aldrei aftur um launahækkun meðan ég er launaþiggjandi hjá Strætó bs. ég hef bara ekki efni á því.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að þessa dagana séu starfsmenn fyrirtækisins að vinna að enn frekari hagræðingu á minn kostnað.
Ég læt þá vita þegar ég hef ekki lengur efni á að vinna hjá þeim og nýju stjórn fyrirtækisins sem er stýrt af flokksélögum mínum.
Þá verða þeir að spara á annan hátt.


Kemur hún aftur?

Mona Sahlin tekur vonandi það vel á móti íslenska krataforingjanum að hú sjái ekki ástæðu til að yfirgefa samkvæmið í bráð.............
mbl.is Ingibjörgu Sólrúnu boðið á landsfund sænska Jafnaðarmannafloksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband