Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kvíði sest að borgarbúum.

Orðinn smá spenntur vegna borgarstjórnakosninganna. Líka áhyggjufullur því líkur eru á sama glundroðanum aftur ef D-listinn fær ekki hreinan meirihluta.
Segjum að D fái bara sjö menn kjörna. Þá horfir svo við að Framsókn, Frjálslyndir, Vinstri Grænir og Samfylking myndi meirihluta og þeim tekst áreiðanlega að koma sér saman um það en það verður þá annað þess sem þeir koma sér saman um. Borgin verður þá áfram stjórnlaus næstu fjögur árin því hitt sem þeir sameinast um verður að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum, sama hvað á gengur. Í rauninni er það eina límið sem að gagni kemur í þeirra samstarfi. Hugsjónir engar. Framfaravilji enginn. Sukk og sóun.

Eyþór veikur.

Er ekki viðurkennt í þjóðfélaginu að áfengissýki sé sjúkdómur? Flestir svara þessari spurningu játandi. Er ekki einkennilegt að hæðast að sjúku fólki sem hyggst leita lækningar við sjúkdómi sínum? Eyþór Arnalds á hrós skilið fyrir einlægar játningar sínar og vilja til að bæta sig.

Vilhjálmur "Væni".

Hitti gamla konu í gær. Tókum spjall um borgarstjórnarkosningarnar sem hún sagðist bíða spennt.Gæti varla beðið eftir að losna við fólkið sem bara talaði.
Vildi fá manninn sem framkvæmdi, þennan væna og átti við Vilhjálm Þ.

og Gennemsnit (+67%)?????????

Nektarfyrirsætur betri spákaupmenn en sérfræðingarnir

Tíu fyrrum nektarfyrirsætur tímaritsins Playboy hafa sýnt meiri glöggskyggni á bandaríska hlutabréfamarkaðinn en 75% sérfróðra spákaupmanna fjárfestingafyrirtækisins Morningstar. Þetta kemur fram á fréttavef Börsen.

Í janúar fékk vefurinn Tradingmarkets.com tíu fyrirsætur til að fjárfesta á markaðnum og fimm mánuðum síðar höfðu fjórar þeirra skilað meiri hagnaði en því sem samsvarar 4,56% hækkun S&P vísitölunnar á sama tímabili.

Samanlagður hagnaður fyrirsætanna er 7,87% en mestum hagnaði skiluðu fjárfestingar Amy Sue Cooper, sem árið 2005 var kjörin leikfang Playboy á Netinu. Hagnaður hennar nam 47,9% en mest græddi hún á fjárfestingum sínum í fyrirtækinu Pacific Ethanol en hlutabréf í því hækkuðu um 214% á tímabilinu.

Cooper kveðst einungis hafa stuðst við upplýsingar sem hún fékk úr fjölmiðlum en auk fjárfestinga sinna í Pacific Ethanol fjárfesti hún í fyrirtækjunum Dril-Quip (+86%), Indevus Pharmaceuticals (-8%), Microsoft (-9), Amgen (-14%) og Gennemsnit (+67%).

Frétt af Mbl.is.
Hver skyldi hann vera þessi Gennemsnit?


mbl.is Nektarfyrirsætur betri spákaupmenn en sérfræðingarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin tík pólitíkin

Mér fannst hálf hallærisleg frammistaða Stefáns J. Hafstein hjá Ingva Hrafni í gærkvöldi. Hann talaði einhver ósköp um stjórnmál en minntist nánast ekki á sveitarstjórnarmál og alls ekki um málefni Reykjavíkurborgar.
Ég hélt að það væru borgarstjórnarkosningar 27. maí og borgarfulltrúinn talar bara um veðrið eða á annan hátt út í hött. Er kjarkurinn ekki meiri eða er málstaðurinn að hans mati svona vonlaus?


Hver er sinnar gæfu smiður

líka Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus. Var að lesa pistil Jóhannesar í Mogganum áðan og hann lætur eins og Styrmir Gunnarsson sé undirrót alls þess illa sem hann sjálfur hefur gert sér. Auðvitað hvarflar það ekki að mér að Jóhannes hafi gerst sekur um fjárdrátt úr almenningshlutafélagi, svikið hundruð milljóna króna undan skatti, þverbrotið samkeppnislög og tollalög, bolað kaupmönnum á hornum samfélagsins úr starfi og sett upp miklu dýrari hverfaverslanir í staðinn. Ekki eitt einasta augnablik dettur mér þetta í hug. Auðvitað átti ég að hætta rekstri strax og Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus hóf sína útþenslustefnu. Því hver er sinnar gæfu smiður.

« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband