Draumsýn auðjöfurs

Ekkert óeðlilegt að bankinn veðji áfram á auðjöfurinn og eftirlaunaþegann Jóhannes Jónsson og son hans segir sá fyrrnefndi. Baugur tapaði 319 milljörðum króna sem er meira en Seðlabankinn tapaði á að reyna að bjarga bönkunum sem þeir feðgar léku grátt. Jóhannes talar oft um þann fjölda manna sem starfa við fyrirtækin og að verið sé að valda þeim óþægindum. Hverjir valda þeirri áreitni aðrir en meintir eigendur? Ekki er verið að pönkast á starfsfólki Kaupáss sem m.a. rekur Krónuna og Nóatún. Það er draumsýn Jóhannesar að hann geti haldið fram í friði fyrir almenningi eins og hann hefur leikið fjárhag hans.
mbl.is Jóhannes Jónsson: Ekkert óeðlilegt við samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Öll sú hugmyndafræði og hógværu markmið sem að Jóhannes setti sér í upphafi eru gleymd og grafinn. Maðurinn sem sagði að 20% markaðshlutdeild væri meira en nóg og enginn ætti að verða of "stór" á markaðum. Þetta er allt gleymt og grafið hjá honum. Hann lifir á hræsninni í dag.  Er fólk virkilega svo vitlaust að það veit ekki að það er sama fyrirtæki Aðföng sem kaupir inn á sama verði vörur fyrir Bónus og Hagkaup en selur á sitthvoru verðinu. Þú verslar ´"ódýrt" í Bónus en mismunurinn er hirtur af þér í Hagkaup og lengi vel í 10-11 líka.

Bónus er ein stór blekking með mikla starfsmannaveltu þannig að ekki er starfsfólk Bónus ofalið. Af hverju gátu feðgarnir ekki látið sér nægja að græða miljarða innanlands ?

Ekkert sem að Jóhannes stóð fyrir í upphafi stendur í dag, og nú leikur hann píslarvott.

Egill Þorfinnsson, 4.11.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég man eftir einu viðtali við auðjöfurinn þar sem hann talaði um að hámarks markaðshlutdeild væri 10-12%. Bónus malar gull. Hann kom okkur kaupmönnunum á horninu á hausinn og setti á fót 10-11 á hornunum í staðinn sem eru dýrustu verslanir í sögu þjóðarinnar. O.fl., o.fl.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Hef sjálfur fengið "nasaþef" af vinnubrögðum þeirra.  T.d kaupa vörur af framleiðendum.   Kaupa orðið meirihluta af framleiðslunni. Síðan er framleiðenda tilkynnt, annaðhvort lækkar þú vöruna eða við hættum viðskiptum við þig.

Framleiðandi verður að lækka vöruna til að forðast gjaldþrot en það hefur ekki öllum tekist. Hið lága verð í Bónus er ekki alltaf byggt á manngæsku einni saman. Heldur fólk virkilega þegar að þeir voru að selja mjólkurlítirinn á krónu að þeir hafi verið að gefa okkur þetta.

Nei þetta var hirt af okkur annarsstaðar. Ekki bera allir kartöflubændur Bónus fallega sögu. 

Er á meðan er hjá Bónus, en hvað lengi ?

Egill Þorfinnsson, 4.11.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég fullyrði að feðgarnir eru mestu viðskiptasóðar í sögu þjóðarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Egill Þorfinnsson

SAMMÁLA !

Egill Þorfinnsson, 4.11.2009 kl. 15:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki annað að sjá en það sé þokkalega snyrtilegt hjá þeim þarna á myndinni?

Boðskapurinn var að þeir stunduðu ekki neitt lánasukk. Ágæt regla það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hressir og heilbrigðir......ennþá......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031852

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband