Tók forseti Íslands þá í samsæri gegn ríkisstjórninni?

Fjármál Lúðvíks Bergvinssonar eru hans einkamál svo lengi sem hann leynir engu og sækist ekki eftir meiri metorðum en hann er maður fyrir. Frétt helgarinnar þykir mér hinsvegar vera grunsemdir Geirs H. Haarde fráfarandi forsætisráðherra þegar hann telur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi tekið þátt í samsæri um að fella ríkisstjórn Íslands á einum viðsjárverðustu tímum í sögu þjóðarinnar.

Ég beið eftir því að heyra í öllum fréttatímum kvöldsins að talað hefði verið við forsetann á Bessastöðum og hann spurður út í sannleiksgildi orða Geirs. Enginn spurði forsetann frekar en hann væri ekki til.

Eru fjölmiðlar hættir að taka mark á forseta lýðveldisins? 


mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Held að fjölmiðlarnir séu að nálgast meirihluta landsmanna sem varla taka mark á puntgrísnum á Bessastöðum!!

Björn Jónsson, 7.2.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Nei Heimir það eru allir hættir að taka mark á bulliniu í honum Geir Hilmari Haarde

Guðmundur Óli Scheving, 7.2.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Benedikta E

Fólk þarf ekki að veltast um með einhverjar grunsemdir varðandi aðkomu "forsetans"að stjórnarmynduninni svo augljóst var framferði "forsetans" í öllu því ferli.Hann virti ekki einu sinni sín eigin sett -  tímamörk á umboðið sem hann veitti Ingibjörgu Sólrúnu.Umboðið var veitt til hádegis fimmtudaginn 29 jan.þá átti að vera búið að mynda starfhæfa Ríkisstjórn - þar sem svo var ekki var ríkisstjórnin mynduð í umboðsleysi - og svo gróft var á lagaboði brotið að Ingibjörg Sólrún afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur umboðið til stjórnarmyndunar.Það þurfti ekki einu sinni rannsóknarfréttamennsku til að sjá þetta og  meira til.Ég bloggaði um þetta framferði forsetans á  á sínum tíma - mér fannst þetta svo furðulegt.Ríkisstjórnin var ekki mynduð fyrr en 4 dögum eftir að umboðið rann út.

Benedikta E, 8.2.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú hefur heldur betur lög að mæla Benedikta!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Benedikta E

Heimir - Augljóst - Vanhæf "ríkisstjórn" mynduð með lögbroti þeirra  Ólafs Ragnars Grímssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Vanhæf "ríkisstjórn"!!!  Lögbrota "ríkisstjórn" !!!

Benedikta E, 8.2.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1031772

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband