Bessastaðabandalagið á eftir að standa strípað

Sagan á eftir að dæma Jóhönnu Sigurðardóttur verkstjóra Bessastaðabandalagsins að verðleikum. 

Ingimundur Friðriksson, reyndur, menntaður og virtur bankamaður neyddur til afsagnar. Farinn að heilsu.

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson ætla hinsvegar að láta á brottreksturinn reyna og verja heiður sinn fyrir dómstólum.

Þá munu mörg kurl koma til grafar ef ekki öll og ekki endilega hagstæð forsprökkum Bessastaðabandalagsins. 


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ingimundur Sigfússon er örugglega vænsti maður og óska ég honum alls hins besta. Það er nú svo að þegar grípa VERÐUR til slíkra aðgerða eins og núverandi stjórn er að gera, þá getur fólk eins og Ingimundur orðið fyrir barðinu á slíku.

Jóhanna er þegar komin á spjöld sögunnar fyrir skörulega framgöngu sem fyrstu kvenforsætisráðherra á Íslandi. Það var hátíðisdagur á mínu heimili og öruggleg mörgum öðrum, þann 1. febrúar sl þegar stjórnin tók við. Nú eru þáttaskil á Íslandi og nýtt lýðveldi að fæðast.

Það er auðvitað  sárt fyrir (ykkur) Sjálfstæðismenn að nú verði farið að kroppa í valdahraukana ykkar út um allt samfélag. Það hefur ekki bara verið EINKAVINAVÆÐING í banka og fyrirtækjaeign, heldur í stjórnkerfi og stofnunum landsins þvers og kruss. Auðvitað eru SUMIR með próf upp á vasann en örugglaga ALLIR með gott flokksskýrteini.

Þar er bæði hæft og vanhæft fólk eins og gengur, en þægðin verður að vara til staðar og það skiptir öllu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað sjálfstæðismenn hugsa þröngt og eingöngu um sinn eigin hag.
Þeir líta á Davíð sem guð sem ekki megi snerta með litlaputta.

En nú hefur Davíð tækifæri til að hætta með góðu og það yrði til góðs fyrir þjóðina vegna þess að hans tími er löngu liðinn. Og auðvitað á að hafa kunnáttumenn sem Seðlabankastjóra og þeir eiga að hugsa um hag almennings í landinu...... en ekki bara hag sjálfstæðismanna.

Stefán Stefánsson, 7.2.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég gleymdi einu.... Ég hef trú á að það yrði jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef Davíð myndi hætta núna.
Það myndi hafa góð áhrif á úrslit kosninganna fyrir þá.

Stefán Stefánsson, 7.2.2009 kl. 17:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hólmfríður, ekki hélt ég að flokksskírteini hefðu svona mikla þýðingu í þínum augum og fram kemur í orðum þínum.

Silla,ég hef haft mikið álit á Jóhönnu í langan tíma og stutt hana meira en margan kann að gruna. Ef þú átt við verkstjóratitilinn sem ég nota er sá titill kominn beint frá Ingibjörgu Sólrúnu, en ef þú mín kæra telur að Jóhanna hljóti minni sæmd af, skal ég draga úr notkun hans eftir minni og mætti :)

Ég áskil mér rétt til að hafa orð á því sem ég tel að betur megi fara.

Stefán, mér finnst að ég megi hugsa þröngt þegar hagur þjóðar er í veði.

Tími Davíðs er að koma aftur;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband