Jón Ásgeir þéttir vörnina

Það fjölgar í þjónkunarliði Jóns Ásgeirs á útvarpi Sögu ef marka má frétt á vísi.is í dag.

Fyrir í þjónkunarliðinu eru fyrir utan Arnþrúði Karlsdóttur þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurður Guðmundur Tómasson.

Sjá frétt:

  

„Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjón með honum.

„Ágóðinn verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur.

Er rétt að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra verður fyrsti gestur þáttarins? „Já það er nokkuð klárt," staðfestir Eiríkur og bætir við að á meðal gesta þáttarins, sem er á dagskrá á föstudagsmorgnum milli klukkan 7 - 9 á Útvarpi Sögu, verða bankamenn, ráðherrar og útrásarvíkingar. 


mbl.is Tóku ekki stöðu gegn krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Heimir. Ég er ekki alveg að ná þessu. Hverskonar þáttur er þetta? Ég er steinhætt að hlusta á Útvarp Sögu þannig að ég hef ekki heyrt um þetta né þátt sem er að gefa af sér fé umfram auglýsingatekjur. Borga menn kannski fyrir að mæta? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta með tekjurnar til góðra málefna tel ég spaug af hálfu Eiríks Jónssonar.

Kjarni málsins er sá að Jón Ásgeir borgar í gegnum Hrein Loftsson og DV Arnþrúði töluvert fé fyrir að koma málsvörum sínum að á góðum hlustunartíma á milli klukka sjö og níu. Síðan taka æruþvottamennirnir Guðmundur Ólafsson og Sigurður G. Tómasson við frá kl. níu til ellefu.

Samtals eru þetta fjögurra klukkustunda æruþvottur Jóns Ásgeirs og veitir ekki af.

Megin þemað verður árásir Sjálfstæðisflokks og þá einkum Davíðs Oddssonar á Baug og fjölskyldu Jóhannesar Jónssonar.

Kveðja,

Heimir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Heidi Strand

Athyglisvert.

Heidi Strand, 13.1.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú það er svona. Var ekki Jóhannes líka valinn maður ársins á Útvarpi Sögu. Það hefur kannski verið árangur af þessu starfi þeirra. Annars fannst mér þeir Sigurður og Guðmundur það bitastæðasta í dagskránni meðan ég var hlustandi. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur og Sigurður G. eru frábærir útvarpsmenn og er hrein unun að hlusta á þá oftast. Síðan kemur að síbyljunni um Davíð og árásir hans á Jón Ásgeir. Þá skipti ég um stöð.

Jóhannes og fjölsk. keyptu stöðina fyrir Arnþrúði og skiljanlega launar hún þeim greiðann.

Öll munum við eftir svæsnum árásum hennar á Jónínu Ben. svo dæmi sé tekið. Við munum líka eftir því að Arnþrúður var í samkvæmi hjá Jónínu og komst í einkapóst Jónínu í tölvunni hennar. Arnþrúður sagði sjálf frá þessu í beinni útsendingu á Sögu. (Hefði betur þagað þá).

Hvort Arnþrúður áframsendi póstinn til sín og sendi síðan Baugsmafíunni hafa margir leitt líkur að en ég vil og get ekki fullyrt neitt um það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1031750

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband