Sigurbjörg óhæf til starfa fyrir ríki og sveitarfélög

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur fyrirgert möguleikum sínum á að vinna fyrir opinbera aðila. Hún hefur með tvíræðu orðalagi vegið að heilbrigðisráðherra og ekki leiðrétt þótt hann lægi undir ámæli fyrir ætlaðar sakargiftir.

Verktaki sem kemur fram og umgengst sannleikann á þennan hátt verður framvegis að leita fanga annarsstaðar en hjá ríkinu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Röksemdafærsla þín er út af fyrir sig algerlega skotheld, en ég held ég verði samt að lýsa yfir efasemdum. Mér er meinilla við að hefta aðgang fólks til starfa. Hún hefur vissulega gerst ber að óheyrilegu dómgreindarleysi - og kannski dálitlum skepnuskap líka - en Heimir, verðum við ekki að leyfa konuskepnunni að vinna fyrir sér?

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingibjörg kemur frá þessu máli með fullum sóma.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Það týrir nú þokkalega á þér annars lagið Heimir.

Yngvi Högnason, 13.1.2009 kl. 19:42

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað gerði Sigurbjörg af sér? Ef þú hefur haldið að hún væri að tala um Gulla er það þitt mál. Mér datt það ekki einu sinni í hug. Hins vegar er búið að svæla varginn út.

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki gæti ég treyst Sigurbjörgu fyrir horn eftir þessa "reynslu" af henni.

Hún fær öruggleega nóg að gera í einkageiranum Baldur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 20:11

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, ég held ekki. Fólk með svona kjaftamenntun hefur ekkert að gera í einkageirann. En ríkið býr til störf fyrir það.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 20:14

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla GÞÞ og ekki ISG eftir þennan trúnaðarbrest.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 20:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hún reyndi að koma höggi á Guðlaug. Samfylkingin mun fyrirgefa henni. Jóhanna mun útvega henni eitthvað. Betra en að láta hana ráfa atvinnulausa.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað óska ég henni ekki atvinnuleysis, en dómgreind hennar er ekki upp á marga fiska.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 20:26

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eruð þið þá að meina að hún sé komin í flokk með Davíð Oddssyni sem veit af hverju Brown setti hryðjuverkalögin á Íslendinga en það er leyndó! Ég er ekki sáttur við þennan klaufaskap Sigurbjargar og ekki heldur afskipti Ingibjargar Sólrúnar af málflutningi fólks fyrirfram. Finnst nú að hún ætti að horfa fyrst í eigin barm og temja sér að bera meiri virðingu fyrir þjóðinni sem hún hefur haft hneigð til að flokka hverjir tilheyri. Ég held að Sigurbjörg hljóti að fara vel yfir málið og draga af því lærdóm að hætti valdstjórnarinnar.

Árni Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 22:22

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hohoho, "Ég held að Sigurbjörg hljóti að fara vel yfir málið og draga af því lærdóm að hætti valdstjórnarinnar"  -  Árni, þú átt ekki þinn líka!

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 22:34

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ingibjörg á heiður skilið fyrir að setja mannorð sitt í uppnám í viðleitni til forða Sigurbjörgu frá því að eyðileggja sitt faglega orðspor og möguleika til að fá vinnu hjá hinu opinbera.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2009 kl. 00:39

13 Smámynd: Katrín

Vinur er sá er til vamms segir..en Sigurbjörg hefur líklegast sleppt að lesa Hávamál á sinnu skólagöngu til stjórnsýslufræðings.

Mér finnst að hún eigi að fá uppsagnarbréf.

Ingibjörgu ætla ég að hrósa í þetta skipti og segja að vini sínum hafi hún reynst drengur góður þó vinurinn hafi reynst vera úlfur í sauðargæru

Katrín, 14.1.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1031694

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband