Bók sem erfitt er að leggja frá sér

Að undanförnu hefur svo mikið verið rætt og ritað um málefni sem afskaplega fáir eru færir um, en margir gert að mig hefur sett hljóðan í marga daga. Ég hef ekki treyst mér til að bæta um betur og segja neitt af viti svo að ég hef kosið að sitja með hendur í skauti. Í kvöld hóf ég lestur a nýjustu bókinni sem ég fann í Úlfarsfelli um daginn en það er bókin " Hafskip í skotlínu". Bókin er eins og spennandi sakamálasaga (sem hún er) og er sauðargærunni flett af mörgum embættismanninum sem ennþá eru í fullu opinberu starfi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er þar meðal manna sem ekki komu hreint fram og beinlínis talaði á Alþingi Íslendinga til þjóðarinnar gegn betri vitund. Margur annar sem nú lætur ljós sitt óspart skína eins og Jóhannes Nordal hefur ekki heldur verið þjakaður af sannleiksbyrðinni á þessum tíma svo ekki sé nú talað um fyrrverandi ríkislögmann Gunnlaug Claessen.
Þetta er bók sem erfitt er að leggja frá sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Heimir

Hafskipsmálið verður líklega seint krufið til fulls frekar en það sem nú er að gerast. Eins og nú þá voru menn ekki að koma heiðarlega fram, og alltaf treysta menn því að auðurinn og innstreymi hans sé óendanlegt. Í mínum huga fannst mér þetta alltaf lykta af því að verið væri að ryðja óæskilegum keppinaut úr vegi óskabarnsins, en sjáðu nú hvernig komið er fyrir óskabarninu og flestum þeim sem þarna komu að máli. Það munu víst einhverjir þeirra koma við sögu í atburðum dagsins í dag.

Bestu kv Sigurbrandur

Sigurbrandur Jakobsson, 28.10.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband