Skynsamleg tillaga Vg

Auðvitað ætlum við ekki máttarstólpum þessarar þjóðar það að skjóta eignum undan og axla ekki ábyrgð gjörða sinna með þjóðinni.
Þjóðin virðist það þroskuð að hún mun sætta sig við orðinn hlut og þá hljóta átrúnaðargoðin okkar að gera það líka.
mbl.is VG: Vilja kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu. Það er skrítið hvað fer lítið fyrir Spútnikum og silfurrefum landsins þessa dagana. Jón Ásgeir er sá eini sem þorir að reka höfuðið út úr greninu og sýna sig. 

Umfjöllunin um snekkju þeirra Ingibjargar og Jóns í tímariti erlendis var afar óheppileg og illa ígrunduð. Ingibjörg er sögð hafa "hannað" snekkjuna af því hún raðaði upp hægindunum og plussinu með Ísland í huga, í einhverjum ís og funastíl.

Það var lán að snekkjan var hönnuð eftir Íslandi eins og það var, en ekki eins og það er í dag. Þá hefði verið hægt að sleppa rándýrum hægindum, aðeins hefði þurft 10 centa eldspítustokk og snekkjan með það sama rjúkandi rúst í stíl við land og þjóð.

Kannski væri rétt að brenna þetta litla Ísland þeirra þarna á eyjunni, sem Jón kannaðist ekkert við. Þá gæti tímaritið birt nýjar myndir.

Svona fyrir og eftir umfjöllun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er erfitt að muna nöfnin á öllum þessum litlu eyjum;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.10.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Fríða Eyland

Ég tek undir með VG

Fríða Eyland, 24.10.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Heidi Strand

Ef það hafði verið farið meira eftir hugmyndafræði VG væri þjóðin ekki verið í
svona djúpum skít.
Ég er ansi hrædd um að þjóðin lætur bíta sig aftur.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Heidi Strand

Satt segir þú Sigurbjörg. Fyrir mér er það sama hvaðan gott kemur.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við Íslendingar eigum erfitt með að feta hinn gullna meðalveg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég held Sigurbjörg að við séum öfgaþjóð. Við erum skorpufólk og eigum erfitt með meðalhófið. Ég bjó á sínum tíma í þrjú ár við nám erlendis og tokst ekki að læra meðalhófið. Þar var sagt að hver íslendingur væri eyland. Allir litlir sjálfstæðir kóngar.

Ég er farinn að trúa því.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband