Bréf til Ingibjargar frænku minnar í Kaupmannahöfn.

 Kæra Ingibjörg, þér finnst ég ekki eigi að kvarta yfir sífréttaflutningi af kjarabaráttu heilbrigðisstétta  hér á frjósömu Fróni, ég eigi þess í stað að þakka fyrir að verið sé að tala í síbylju um heilbrigðisstéttir okkar landsmanna í stað grænmetis eins og plagsiður var þegar garðyrkjubændur fleygðu gúrkum og tómötum í tonnatali á haugana til að knýja á um hærra verð fyrir afurðir sínar.
Í morgun hef ég hlustað á fjóra fréttatíma. Allir voru með fréttir af kjaradeilu ljósmæðra. Það er eins og himinn og jörð sé að farast. Enginn þessara ljósvakafréttamiðla sagði frá kaupum "ríkra" Suðurnesjamanna sem "keyptu" hlut í Sparisjóði Keflavíkur fyrir lánsfé frá Icebank upp á svona tvo og hálfan milljarð króna, en þess ber að geta að enginn aðspurðra man fjárhæðina. Það þarf ekki að orðlengja það að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur SpK. tapað meira en tíu milljörðum króna og fjárfestingin ekki eins aðlaðandi fyrir bragðið.Fjárfestarnir, hinir ríku Suðurnesjamenn neita að greiða skuld sína við Icebank og komast upp með það bótalaust. Icebank afskrifar 2.5 milljarða króna athugasemdalítið og fréttatímar ljósvakamiðlanna segja frá kjaradeilu ljósmæðra og vaktastríði lækna á LSH.Ég veit að þú sérð samhengið mín kæra frænka Ingibjörg Hrefna í Kaupmannahöfn.Mætti ég þá frekar horfa upp á fjárglæframenn leika listir sínar í skjóli gúrkna og tómata en í vari ljósmæðra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031771

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband