Nafnbirting?

Er ekki tímabært að birta nöfn svona níðinga öðrum til viðvörunar.

Þetta er svipaður akstur og margir stunda á hringbrautinni, Ánanaustum og Fiskislóð kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt.

Löggæslan þarf að ná til fleiri en láta góma sig í gildrur lögreglumanna. 


mbl.is Hald lagt á sportbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Mér finnst persónulega í lagi að gera svona á bílaplönum þar sem að það er ekki almannahætta eins og í Ánanaustum og Fiskislóð. Það er best að leyfa þessu liði að gera þetta þar en taka hart á þessu þar sem þeir eru að skapa stórhættu eins og þessi var að gera. Bara láta þessa aðila í friði svo lengi sem þeir eru á stöðum sem einginn er á ferli um kvöld og nætur helgar bara á ákveðnum stöðum sem aðrir geta forðast á meðan.

Einhversstaðar þurfa hálvitanir að vera að gera misheimskulega hluti.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 25.8.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Skattborgari

Nei en eins og ég sagði einhvers staðar verða vondir að vera ég stunda svona ekki en hef oft nærri lent í árekstri við svona fífl um helgarnætur. Það þarf að leyfa þetta á ákveðnum stað og koma þessum fíflum þangað frekar en að hafa þetta út um allan bæ eins og staðan er í dag.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 25.8.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Skattborgari

Og taka hart á því ef einhverjir fara út fyrir það svæði þar sem að svona akstur verður leyfður.

Skattborgari, 25.8.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Skattborgarinn er líklega að meina á svipuðum slóðum... eins og t.d. Fiskislóð

Björn Magnús Stefánsson, 25.8.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Heidi Strand

Nafn og myndbirting.

Heidi Strand, 25.8.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við Ánanaust býr fólk og líka við Hringbraut.

Við Fiskislóð er vinnustaður margra.

Svona dellubörn eiga að sitja áfram við tölvuna sína og leika sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Pétur Eyþórsson


Þorparanir mættir á veiðar sem sagt. Hvað á síðan að gera þegar einhverjum blaðamanni verður á í messunni og byrtir t.d. ranga mynd af einhverjum níðingnum, t.d. einhverjum sem þið þekkið en er al saklaus.  Ef það eru líkur á svona mistökum þó svo það séu ekki nema 0,01% er það óafsakanlegt ef menn verða rændir ærunni  fyrir tæknileg mistök.

Pétur Eyþórsson, 25.8.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það vesta er að lögin heimila ekki að svona þroskaskertir einstaklingar séu sviptir ökuréttindum ævilangt. Mér hugnast sem svo að þessi drengur fái aldrei aftur þroska til að geta ekið bíl.

Þvílíkt dómgreindarleysi

Sigurbrandur Jakobsson, 25.8.2008 kl. 20:44

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pétur telur að rétt að aðhafast ekkert af ótta við mistök. Vertu feginn að foreldrum þínum datt slíkt ekki í hug níu mánuðum fyrir fæðingu þína;)

Sigurbrandur. Ég er sammála þér varðandi dómgreindarleysi mannanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Pétur Eyþórsson

hehe, já það var eins gott að foreldrum mínum datt það ekki í hug Heimir.

En þú ert nú svolitið að snúa út úr. Ég er að segja að þó svo að menn birti 99 réttar myndir, og 1 ranga er það óasakanlegt fyrir þennan eina.  Fynnst þér virkilega í lagi að fjölmiðlar/blaðamenn hafi svona mikil völd að þeir gæti rænt hvern sem er ærunni? Þeir hafa í gegnum tíðina ekki verið traustsins verðir. Þó svo að réttarkerfi okkar sé hundónýtt og taki allt of vægt á svona málum, þá er Dómstóll götunnar  hræðilegt fyrirbæri sem býður uppá mistnotkun og snýst fljótt upp í andhverfu sína, þetta hefur verið reynt oft áður í gegnum aldirnar með hrikalegum afleiðingum.

Pétur Eyþórsson, 25.8.2008 kl. 21:18

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ökuníðingar ræna menn lífinu þegar verst lætur.

Því ekki að taka áhættuna með nafnbirtingu. Þarf ekki að vera mynd í fysta sinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: Hvumpinn

Lögreglu ætti að vera skylt að láta fjölmiðlum í té nafn og mynd lögreglu af viðkomandi, það ætti alveg að koma í veg fyrir mistök blaðamanna. 

Hvumpinn, 25.8.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Og hvað svo.. á að láta dómstóla götunnar ráða, hafa menn ekki lært neitt á fyrri mistökum, það er búið að reyna þetta allt saman áður  það hefur ekki gefist vel.

Um leið og börn eiga í hlut fynnst fólki það hafa einhvern "rétt" á því að taka sér lögin í egin hendur. Ég er alveg sammála því að það þarf að refsa miklu harðar fyrir glæpi gegn börnum, en það er hlutverk dómstóla að taka á því ekki þorparanna með kyndlana. 

Pétur Eyþórsson, 25.8.2008 kl. 23:57

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú hlýtur að hafa rétt fyrir þér Pétur;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.8.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031794

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband