Dópdelar taki sína refsingu út.

Það hefur lengi verið ábatasamur "atvinnuvegur" að selja fíkniefni. Síðan kvarta salarnir hástöfum yfir refsingum og dómum sem þeir fá og "kellingar"  þjóðarinnar (af báðum kynjum) taka undir.

Fólk myndi hugsa sinn gang að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar áður en það lætur út úr sér vorkunnsemi með þessum delum, ef það á náinn ættingja sem hafa lent í klóm þeirra. Ég tala ekki um ef þeir hafa misst ættingja af völdum dópdelanna. 

 


mbl.is Dómur yfir Íslendingi í Færeyjum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú ættir að gæta orða þinna vinur. Ég þekki þennan dreng vel sem er verið að dæma og hann er sannkallaður prýðispiltur, en ég gekk í skóla með honum fyrir ekki löngu síðan. Biggi hefur aldrei verið hið minnsta glæpahneigður, nema síður sé. Hann hefur aldrei verið við fíkniefni kenndur en því miður þá þekkir hann bara rangt fólk. Hann lætur auðveldlega hafa áhrif á sig, má segja að hann sé pínu einfaldur akkúrat á þann hátt. Hann gerði stór mistök, klárt mál. En ég tel að refsing hans sé nú þegar orðin svo grimmileg að nóg sé komið. Þær aðstæður sem hann lenti í (kynntu þér málið) gætu svo margir aðrir lent í og ef þú átt börn þá á það við um þau líka. Þetta er mjög sorglegt mál (það sem snýr að Bigga, hinum vorkenni ég ekkert) og verður enn sorglegra þegar fólk sem ekki þekkir til leggur sleggjudóma fram í fjölmiðlum.

Þórður Már (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:09

2 identicon

Stríðið gegn fíkniefni á alltaf eftir að beinast gegn saklausu fólki líka.

Ef fólk drepst af völdum dópdelanna er alveg eins hægt að segja að ÁTVR og bónusvídeo séu ábyrgir fyrir því ef ég fæ lungnakrabbamein þar sem ég versla tóbakið mitt þar.

Ég held að fólk mundi hætta að verja þessa dóma ef einhver nákominn þeim mundi lenda saklaus í fangelsi í 10ár.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Biggi hefur aldrei verið hið minnsta glæpahneigður, nema síður sé." segir þórður Már.

Hvað ætlaði Biggi að gera við tvö kíló af dópi sem hann hélt eftir?

Ef Stebbi vill líkja starfsemi fíkniefnasala við Bónusvídeó, þá er mér brugðið svo ekki sé meira sagt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samkvæmt fréttum í morgun virðist vinur vor ekki jafn saklaus og haldið hefur verið fram. Hvað sem því lýður þá er meðferðin á honum, vinum okkar í Fjáreyjum ekki til sóma og harkan langt umfram þörf.

Ég hef áður greint á blogginu frá kynnum mínum og mínu fólki af þessum óþverrum sem flytja inn eitur í æðar barnanna okkar. Þeim ber enga vægð að sýna. Ég vona að hann fái þann dóm sem hans broti hæfir.

Er ég einn um það að sjá ákveðið munstur í þeim stjórnvaldsaðgerðum undanfarinna ára sem snúa að vörnum gegn þessu eiturlyfja pakki. Það virðist regla að ef lögreglan nær afgerandi árangri er boðaður niðurskurður fjármagns til lögreglunar eða kerfisbreytingar sem ekki er sjáanlegt  að skili öðru en lakari skilvirkni.

Samanber síðustu hugljómun dómsmálaráðuneytisins um að breyta og margkljúfa það kerfi sem nýbúið var að koma á á Suðurnesjum og var virkilega farið að skila árangri.  

Hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Ekki hagsmunum almennings og fórnarlamba þessara óþverra, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 13:59

5 identicon

Starfsemin hjá fíkniefnasölum virkar öðruvísi þar sem hún er ólögleg. Hún á hinsvegar aldrei eftir að verða stöðvuð þannig að eini árangurinn með svona aðgerðum er að læsa fleira fólk í fangelsi, hækka verðið á efnunum og auka þar með vændi, glæpi og meiri hörku við innheimtuaðgerðir.. Á meðan fíkniefnamarkaðurinn er alltaf nógu stór fyrir neytendurna þá hefur þetta ekki áhrif á neyslu þeirra.

ÁTVR, bónusvideo og dópsalar selja hættuleg fíkniefni, og ég get ekki séð mikinn mun á efnunum þar sem það deyja mun fleiri af völdum löglegra fíkniefna en ólöglegra (þá er áfengi og tóbak ekki talið með). Ég nota hinsvegar hvorki áfengi né fíkniefni þar sem ég er á móti hugbreytandi efnum. En ef ég gerði það þá væri það ekki smyglaranum, dópsalanum eða neinum öðrum að kenna þar sem sú ákvörðun er algjörlega undir mér komin.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:11

6 identicon

"Það virðist regla að ef lögreglan nær afgerandi árangri er boðaður niðurskurður fjármagns til lögreglunar eða kerfisbreytingar sem ekki er sjáanlegt  að skili öðru en lakari skilvirkni. "

Hvað kallar þú árangur ? Finnst þér árangur að neysla á hörðum fíkniefnum hefur gjöraukist ? Finnst þér árangur að það sé búið að handtaka alla þessa dópsala en samt hafa alltaf komið fleiri nýjir inn í staðinn ? Eða eru það glæpirnir og glæpastarfsemirnar sem hafa myndast hérna árangurinn ?

Það verður seint sagt að það hafi borið árangur að fara í stríð gegn fíkniefnum.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta hafði netútgáfa Færeyska blaðsins Socilalurinn um málið að segja rétt áðan:

"Lokkaði sín besta vin óføri

Ein ungur maður, sum nú er í vanda fyri at verða dømdur í fleiri ára fongsul, er ongantíð revsaður fyrr. Ákærin sigur, at hann var eitt hent amboð hjá tveimum stórmuglarum, tí hann var púra ókendur í narkotikaumhvørvinum, men fyri tað er hann líka sekur sum hinir smuglararnir. Verjin sigur, at tað gingu fleiri dagar, áðrenn hann visti nakað sum helst"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 14:33

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stebbi, 

Það er að sjá að þú þekkir lausnina til árangurs. Er hún að splundra lögreglunni, tollgæslunni og hefta starfsgetu hennar? Það næðist þá væntanlega hámarksárangur með því að senda lögguna heim og loka tollgæslunni?

Ertu ekki í raun sammála að stórauka þurfi varnirnar í samræmi við aukna ásókn? Eða telurðu stríðið tapað og  vilt lögleiða draslið?

Ertu í lagi? Áttu ættingja í neyslu? Ertu sali?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 15:31

9 identicon

Nei ég vill ekki splundra lögreglunni þar sem ég vill treysta henni til að halda hinum almenna borgara öruggum. Ég hef samt ekki séð fíkniefnalöggjöfina veita neitt öryggi.

Ég hef átt ættingja í neyslu já, og þekki marga sem hafa komið mjög illa úr henni. Fíkniefnabannið hefur hins ekki gert gott fyrir neinn sem ég þekki. Fíkniefnamarkaðurinn er orðinn óstöðvandi þannig að stríðið er tapað að mínu mati já.

Ég tel að besta leiðin til að halda fíkniefnum frá börnunum okkar sé að taka út dópsalana. Eina leiðin til þess er lögleiðing. Glæpamaður er mun líklegri til að selja barni fíkniefni en læknir. Fíklar þyrftu ekki lengur að skaffa sér morðfjár (sem þeir gera alltaf, alveg sama hvað þarf) fyrir skammtinum sínum og mundu fá hann hjá lækni.

Þú spyrð hvort ég sé sali. Ef ég væri fíkniefnasali þá mundi ég alveg pottþétt vilja harða fíkniefnalöggjöf því það mundi þýða meiri peningar fyrir mig. Þannig það væri ólíklegt að ég mundi vilja lögleiða fíkniefni og útrýma dópsölum ef ég væri einn af þeim. 

Fíkniefnavandinn er orðinn stór á Íslandi, og ég er orðinn skíthræddur við hann. Ég tel bara að við séum á rangri leið til að takast á við þann vanda.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:39

10 Smámynd: corvus corax

Það eðlilegt að árangur yfirvalda sé ekki meiri en raun ber vitni því í langflestum stærri fíkniefnamálum virðist sem höfuðpaurinn eða höfuðpaurarnir komi aldrei við sögu öðruvísi en með því að þeir sem gripnir eru halda því fram að þeir séu bara verkfæri, burðardýr, vinnumenn, þrælar, eða hvað þeir kalla það fyrir aðra ónafngreinda sem séu aðalmennirnir. Og ekki segja þeir frá af ótta við refsingar að eigin sögn. Fyrst þeir geta ekki bent á raunverulega höfuðpaura (ef þeir eru þá til) á að sjálfsögðu að dæma þá sem höfuðpaura því þessi höfuðpauraþvæla er bara goðsögn til að reyna að fá mildari dóma. Varðandi drenginn þarna í Færeyjum virðist af fréttum eins og hann hafi blandast í málið fyrir duttlunga örlaganna og sé því ekki með í aðalfléttunni. Það bendir ýmislegt til þess að hann sé ekki höfuðpaurinn heldur smápeð í taflinu svo það væri fáránlegt að dæma hann til þyngstu refsingarinnar í málinu. 15 ára fangelsi er auðvitað hrein firra fyrir þann þátt sinn í málinu sem skilja má af umræðunni. Nær væri að nota svona þunga dóma á nauðgara og barnaníðinga sem oftast sleppa létt frá sínum glæpum. Fíkniefnagaurarnir eru eins og hreinir kórdrengir í samanburði við kynferðisglæpalýðinn og barnaníðingana.

corvus corax, 11.4.2008 kl. 16:57

11 identicon

Axel, hefur þú kynnt þér hina hlið málsins?

vissir þú að árið 1971 var 1,3% bandaríkjamanna háðir fíkniefnum og nú í dag 2008 eru enn 1,3% háðir fíkniefnum.

Væri ekki nær að hjálpa þeim sem eru í neyslu, (svona eins og við hjálpum alkahólistum) heldur en fangelsa og sekta?

Ef fíkniefni væri lögleg og seld af ríkinu á svipaðan hátt áfengi og sígarettur eru seldar þá væru engir fíkniefnasalar því lítið er hægt að græða á því sem er löglegt.

fíkniefnalöggjöfin takmarkar ekki aðgengi að fíkniefnum, flestir krakkar geta reddað sér fíkniefnum auðveldlega allan sólahringinn, en oft getur reynst erfiðara að fá aðila 18 ára eða eldri til að versla í ríkinu fyrir sig.

Andri (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031846

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband