Eru konur í Frjálslyndaflokknum lausgyrtari en aðrar konur?

Mannorðsgælurnar á Útvarpi Sögu halda áfram.

Í morgun hafa þeir farið mikinn um eftirlætisumræðuefni sitt; Hannes Hólmstein Gissurarson og Davíð Oddsson.


Davíð Oddsson seðlabankastjóra sögðu þeir hafa að aðal markmiði að kvelja fólk með stýrivaxtahækkunum.

Ljótt af Davíð að hafa ekkert annað í huga með stýrivaxtahækkunum en að kvelja fólk. Hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson sagði það og þá hlýtur það að vera satt ekki síst vegna þess að Sigurður G. Tómasson tók undir orð hans.

 

Sem lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar sögðu þeir að það væri;  "bara einn maður sem þarf að losa sig við". Voru þeir nokkuð að tala um aðal seðlabankastjóra þjóðarinnar?


Þá vörðu þeir mannvinirnir góðum tíma í að rægja Hannes Hólmstein Gissurarson að vanda.


Töldu þeir félagar fjársöfnun honum til handa "glæpsamlega fjársöfnun" og annað í þeim dúr.

Að vísu sögðu þeir það "fallegt" að safna fé handa "aumingjum" og "vesalingum".

Vel að merkja, þeir voru að tala um prófessor Hannes Hólmstein Gissurarson við Háskóla Íslands.


Svona tala mannvitsbrekkurnar á Útvarpi Sögu á föstudögum milli kl. 9 og 11.

 

Líka töluðu þessir andans menn um að Guðmundur Ólafsson ætlaði að tala á súpufundi "lausgyrtra kvenna" á morgun laugardag.

Mér skilst á auglýsingum á Sögu að hann hyggist tala á fundi kvenna í Frjálslynda flokknum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heimir, var eitthvað sagt í spjalli þeirra félaga sem ekki er satt?

Eru vaxtahækkanir ekki farnar að kvelja budduna þína Heimir? Ég þarf ekki G.Ó. eða S.G.T. til að segja mér það. Ég sé það á greiðsluseðlunum mínum, sannara verður það vart.

Já þeir höfðu á orði að Davíð þyrfti að víkja því stefna hans væri sigld í strand. Heimir hefur þú ekki einmitt lagt eitthvað svipað til um menn sem hafa brugðist á öðrum vettvangi?

 Ég heyrði þá ekki rægja Hannes H. G. Hann sér um það sjálfur. Þeir fjölluðu hinsvegar um fjársöfnun fyrir Hannes. Þeir sögðu aldrei að hún væri glæpsamleg Heimir! Sögðu aðeins að ekki hefði verið farið að lögum um svona safnanir, t.d. ekki hefði verið sótt um leyfi og annað sem skylt  er. En að sjálfsögðu er það aukaatriði að brjóta lög ef málstaðurinn er góður.

Já það er satt þeir voru að tala um söfnun fyrir prófessor Hannes Hólmstein Gissurarson, sem var nýlega dæmdur þjófur í Hæstarétti!

Þetta með "lausgyrtu konurnar" virðist hafa farið framhjá mér þannig að ég þarf að hlusta á endurflutning þáttarins áður en ég tjái mig um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fleira hefur farið framhjá þér en lausgyrtar konur Axel fyrst orðið "glæpsamlegt" fór um loftið án þess að þú yrðir þess var.

Þú getur ekki verið að meina að verðbólga sé Davíð Oddssyni að kenna;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei biddu fyrir þér verðbólgan var ekki Davíð að kenna. En það er ekki hægt annað en skrifa það á Davíð, að verið er að gera verðbólguna að báli með því að bera stöðugt brenni á eldinn.

Þetta virðast flestir okkar helstu hagfræðingar og efnahagsgúrúar vera sammála um. En þar sem Davíð er "bara" lögfræðingur og tilheyrir því þeirri stétt sem okurvextir hafa átt hvað besta samleið með, hefur hann ekki, eða vill ekki hafa, skilning á  viðfangsefninu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég held Axel að Seðlabankinn starfi eftir lögum, veit það reyndar og það sem Seðlabankinn ákvarðar sé eingöngu samkvæmt þeim.

Svo er annað mál hvort DO fer í taugarnar á fólki eins og þér og Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi.

Allt annað mál;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 14:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað starfar Seðlabankinn eftir lögum Heimir.   En þú veist eins vel og ég að þau lög ráða ekki vaxtaákvörðunum bankans frá degi til dags.  Þvílík forskrift ef svo væri.

Óhæfir starfsmenn hvar sem er, fara ætíð í taugarnar á mér hvar sem þeirra mislukkuðu og ótæku gerðir koma fram. Þannig verkmenn verða ekki langlífir í starfi. Þetta veist þú eins vel og ég, með þína reynslu af rekstri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veit ég vel Axel, en ertu svolítið pólitískur núna eins og æruníðingarnir á Sögu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En þú?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 16:17

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég stend alltaf með Davíð Oddssyni.

Afburðamaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband