Styrinn um Strætó

Leiðindamál er í gangi hjá starfsmönnum Strætó bs. enn einn ganginn. Reynir Jónsson framkvæmdastjóri sem kom til starfa fyrr á þessu ári hefur tekið upp stjórnunarstíl sem ekki hefur verið við líði áður hjá fyrirtækinu a.m.k. ekki lengi og kunna starfsmenn ekki að meta hann.
Svo er komið að allt logar í innbyrðis deilum og slá sumir millistjórnendur ekki slöku við frekar en fyrri daginn þótt þeir beiti vagnstjórunum fyrir vagninn. Það er ljótur leikur sem hefur viðgengist í áratugi hjá Strætó og forveranum SVR. Þeir starfsmenn sem ekki makka rétt eru settir til hliðar og þeim býðst ekki aukavinna sem er nauðsynleg til að draga fram lífið og eru í raun lagðir í einelti. Þetta er því miður látið óátalið af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins.
Reynir Jónsson á ekki marga kosti í stöðunni þegar menn leggjast á eitt með að koma honum frá störfum ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. Hann hefur þann kostinn auðvitað að segja upp störfum og viðurkenna þar með að þessir fáu millistjórnendur stýra fyrirtækinu í raun. Hann hefur líka þann kost að fara hvergi og keyra sína starfsmannastefnu áfram af hörku og ná fullum yfirráðum. Hætt er við að margir hverfi þá úr starfi og erfitt verði að manna vagnana á álagstímum.
Ég hygg að báðir málsaðilar þurfi að slaka á ítrustu kröfum sínum og standa þá teinréttir eftir heldur en að vera svo ósveigjanlegir að þeir brotni. Í svona rimmu getur hvorugur aðilinn sigrað. Þeir tapa báðir og mest tapa viðskiptavinir Strætó bs.
Ég vil að lokum benda fyrrverandi starfsfélögum mínum á að ég tel að vonin um endurvakningu SVR dofni með hverri öfgafullri aðgerðinni og líkurnar á einkarekstri aukist að sama skapi.
Valdataka varðstjóra er ekki tímabær.
Ekki trúi ég að stjórnmálamenn nenni að horfa upp á síendurteknar tilraunir vagnstjóra að fæla stjórnendur frá og grípi því til viðeigandi ráðstafana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband