Gúlpur - gúll.

Gúlpur á ósæð er orðinn hættulegur að sögn sérfróðra ef hann er kominn í 50 mm. Um daginn sást á sneiðmynd af mér að gúlpur/gúll hafði myndast og var orðinn nokkuð þroskaður eða 37 mm. Jón V. Högnason snillingur í læknastétt sendi mig í ómskoðun hjá Eyþóri Björgvinssyni sérfræðingi í mannslíkamanum og hitti ég hann í morgun kl. 11:20.
Þegar ég var á leiðinni heim með viðkomu í Vísi hjá honum Þóri frænda mínum Sigurbjörnssyni kaupmanni í u.þ.b. 56 ár að Laugavegi 1, kom mér í hug að orða rafbréfið til Jóns V. Högnasonar svona:

"Það setti að mér talsverða klígju,
mér tókst þó að komast hjá spýju.
Því talsvert mér brá er á skjánum ég sá
gúlp upp á fimmtíu og níu."

Ég vona að aðgerð verði ákveðin sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Heimir !

Gangi þér allt í haginn, á þessarri vandasömu vegferð. Megir þú ná þeim bata, hvern þú verðskuldar; fyllilega, með æðruleysi þínu og hugarró.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér góðar kveðjur og óskir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.12.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1031776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband