Bolabrögð Baugs.

Í fréttatímum Ríkisútvarpsins í dag hefur verið sögð sagan af viðskiptasiðferði Baugs gagnvart birgjum í matvælageiranum hér á landi. Er það ljót lýsing en sönn. Ég hef vakið máls á þessu reglulega í mörg ár, en fáir hafa lagt hlustir við. Samkeppnisyfirvöld hafa lengi vitað af ástandinu, en ekki aðhafst. Þegar lögfræðingur samkeppniseftirlits fyrrverandi Samkeppnisstofnunar fór í boðsferð Baugs til Florida og naut gistivináttu á frægri skútu, fannst fjölmiðlum ekki ástæða til að kanna málið. Þegar skýrsla Guðmundar Ólafssonar hagfræðings kom út (og er fáanleg hjá Samkeppniseftirlitinu) fyrir mörgum árum og greindi frá bolabrögðunum sá fréttastofa útvarps ekki ástæðu til að skoða málið.
Morgunblaðinu er vorkunn því á þessum tíma minnkuðu auglýsingatekjur þeirra mikið þegar Fréttablaðið hóf göngu sína og vildu Árvakursmenn því ekki styggja handhafa auðsins frekar en orðið var. Allir hinir fjölmiðlarnir að RÚV meðtöldu þögðu þunnu hljóði af skiljanlegum ástæðum og Útvarp Saga þar með. Neytendasamtökin eru vanhæf eins og allir vita.
Hagar Baugur sér allsstaðar illa?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031852

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband