Eftir meirihlutaskiptin í stjórn borgarinnar má reiknað með að mýkra viðmót mæti starfsmönnum hjá Strætó.

Mikil vinna bíður verðandi trúnaðarmanna hjá Strætó bs. næstu tvö árin. Það er ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi nýs kjarasamnings sem rennur út að ári. Núverandi samningur er hriplekur á mörgum sviðum og þarf að ráða bót á því. Starfsmannastefna er orðin tóm, nema að það sé stefna að hlusta ekki á starfsmenn sem koma til yfirmanns að létta á sér. Það er engan veginn boðlegt á 21. öldinni að vísa mönnum á dyr sem bera upp óþægileg erindi við "bossinn". A.m.k. þrjár ráðningar hafa farið fram (reyndar fjórar) á undanförnum misserum í störf sem ekki voru auglýst eins og kveðið er á um í kjarasamningi. Svona vinnubrögð heyra liðinni tíð til og verðandi trúnaðarmenn verða að mótmæla svo skiljist.
Ég tel mikla þörf á að áfram verði reyndir menn kjörnir fulltrúar/trúnaðarmenn og hef ég Úlf Einarsson þá í huga. Það er beinlínis nauðsynlegt að hann verði áfram fyrst hann er tilleiðanlegur til þess. Þá þarf að virkja stjórn fyrirtækisins þegar annað þrýtur. Eftir meirihlutaskiptin í stjórn borgarinnar má reiknað með að mýkra viðmót mæti starfsmönnum hjá Strætó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1031772

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband