Allsendis óskylt fréttinni en.....

ég þarf að fá lestur á þennan pistil minn:

Mig dreymdi draum nýlega sem mig langar að fá ráðningu á.
Þar sem ég veit að á moggabloggi eru margir dulspakir treysti ég á að fá ráðningu draumsins sem er svona.

Ég stend í flæðarmáli við annan mann fyrir framan okkur liggur net út í sjó eða stöðuvatn og næst í netinu eru þrír litlir en ákaflega litskrúðugir fiskar með jöfnu millibili.
Nokkuð lengra frá sé ég stóran fisk fastan í netinu og í þann mund er ég vakna við að hrópa upp: "sá er stór" eða álíka sé ég hendur mannsins við hliðina á mér draga netið að landi að mér fannst fyrir mig.
Að öðru leyti sá ég manninn ekki eða af hvoru kyninu hann var.
Vill einhver vera svo góður að senda mér ráðningu.
Ég tek það fram að ég er mjög berdreyminn.


mbl.is Átti að segja að tilræðismaður væri í fríi á Íslandi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ráðningin er --- Keyptu lóttomiða í dag !

Halldór Sigurðsson, 3.8.2007 kl. 12:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vatn í draumi er oftast ímynd fyrir tilfinningar. Það skiptir máli hvort vtnið var hreint og tært eða gruggugt. lygnt eða gárótt. Ég myndi lesa þennnan draum á þann hátt að það er eitthvað að gerast í undirvitundinni sem virðist vera að vekja þig upp...eins og það sé að verða hjá þér mikil vitundarvakning og fiskar eru tákn um Krist. Núna er einmitt mikið talað um að vitundarbreyting mannsins tengist kristsvitundinni...svo það gæti passað að þú ´sert eitthvað að velta fyrir þér hvar þú stendur með sjálfan þig....þú færð góða hj´lap við að finna svörin þín sem verða þér til mikillar gæfu. Innri tilfinning og vissa að þú ert ekki einn og átt alla hjálp vísa.

Kveðja

Katrín

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Leo Pi.

Sorry með það, en ég upplifi þetta sem jarðaför.

 Vonandi reynist það ekki rétt.

Pi

Leo Pi., 3.8.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góð viðbrögð.

Katrín spyr um vatnið.

Það var spegilslétt, sem gerði að ég gat séð fiskana svo vel .

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.8.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Svar Katrínar er í rétta átt, tel ég. Fyrir mér eru fiskar í lygnu, tæru vatni skýr hugsun undirmeðvitundar, hvað þá litríkir fiskar. Kannski ert þú að hugsa um þrenna möguleika sem lausn, en láttu aðra um það sem virðist í fyrstu vera best, stóri fiskurinn. Netið er þó haft á frelsi, þannig að losa þarf um hömlur, t.d. sköpunargleðinnar eða önnur sjálfsskipuð höft. Hafðu trú á þvi til lengdar, þótt tímabundnar hömlur aftri þér.

Ívar Pálsson, 3.8.2007 kl. 13:55

6 identicon

Farðu út að labba... ég hugsa að þú sért að eyða of miklum tíma í tölvunni.

Svenni (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:39

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hitti þig kannski á göngunni ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.8.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég velti því fyrir mér hvort sá stóri hafi verið jafn litfagur og þeir litlu.  Kannski er verið að benda þér á að stundum felst gleðin í litlu hlutunum næst þér, en ekki í þeim stóru sem mikið þarf að hafa fyrir að eignast.

Bergþóra Jónsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:26

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður punktur. Sá stóri var grámuskulegur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.8.2007 kl. 05:36

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég held að einhver taki ráðin í sínar hendur og hjálpi þér með eitthvað. Fislurinn er einhver ávinningur. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.8.2007 kl. 17:19

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vonandi rétt hjá þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.8.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031735

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband