Meira en hálfur milljarður í skiptimiðavélar í strætisvögnum.

Mér er farið að óa sá kostnaður sem nýríka þjóðin eyðir í rafeindabúnað til að láta farþega fá skiptimiða sem koma í strætó.
Sá sem kaupir far og greiðir með strætómiða eða peningum á að geta fengið skiptimiða sem veitir honum heimild til að fara í aðra vagna innan 60-75 mínútna í samræmi við gjaldskrá.
Þar til fyrir nokkru voru notaðar handvirkar skiptimiðavélar sem kosta varla meira en þrjúþúsund krónur stykkið og er notuð ein slík í hvern bíl.
Nú eru komnar rafrænar skiptimiðavélar í alla vagnana og er heildarkostnaður kominn yfir fimmhundruð milljónir króna og ekki sér fyrir endann á .þeim kostnaði.
Þessar vélar gera okkur vagnstjórum kleyft að ýta bara á einn takka og afhenda svo miðann. Tíminn færist sjálkrafa fram og hver miði gildir í sextíu mínútur.
Með handvirka fyrirkomulaginu getum við stillt á sextíu til 75 mínútur eins og gjaldskrá segir til um, en ekki með rafræna fyrirkomulaginu.
Ég verð þó að geta þess að rafræna kerfið getur lesið að tveimur tegundum korta af fimm og er oft fljótt að lesa en þó ekki eins fljótt og við vagnstjórar.
Ég verð að taka fram að við tökum alltaf gömlu skiptimiðavélarnar með svona til vara, því rafrænakerfið á það til að bila og þá er dýrt að taka vagninn úr umferð til að gera við þetta litla tæki.
Mig langar að spyrja stjórn Strætó bs. hvort hugað hafi verið að frekari útfærslu hálfs milljarðs króna skiptimiðavélarinnar sem nær þó ekki þrjúþúsund króna vélinni í gæðum, eða hvort eigi að láta staðar numið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

........

Vilborg Eggertsdóttir, 22.3.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta þykir mér athyglisvert, Heimir minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.3.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jaæja Vilborg mín;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband