Lík í lestinni

Besti flokkurinn fengi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur væri kosið í dag. Sem betur fer eru enn nokkrir dagar til kosninga og von til þess að kjósendur taki sönsum.

Gömlu flokkarnir eru allir með lík í lestinni, minn flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er ekki undanskilinn, hvorki í landsmálapólitíkinni né í borgarstjórnarhópnum.

Þessir menn vita hvað til þeirrar friðar heyrir og mega skammast sín fyrir að draga flokkinn niður í spillingarsvaðið með sér.

Eini frambjóðandinn sem getur gagnast Reykvíkingum sem borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir á það ekki skilið að samflokksmenn hennar verði þess valdandi að hún verði óbreyttur borgarfulltrúi.

Þið sem þáðuð stóru styrkina hafið valdið óbreyttum flokksmönnum vonbrigðum. 


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heimir, þarna er ég sammála þér. Það er verulega ósanngjarnt að hæfasti borgarfulltrúinn og/eða borgarstjóraefnið þurfi að gjalda landsmálanna. En eins og þú segir; flokknum hennar var nær!

Kolbrún Hilmars, 21.5.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Held að Hanna Birna sé ágætis manneskja, en hún tilheyrir þjófa-spillingar-flokki.

Ef hún vill eiga möguleika verður hún að yfirgefa ráns-flokkinn S.

Þannig er það með unga fólkið sem lendir í slæmum félags-skap. Þeir verða að yfirgefa slæma klíku-félags-skapinn ef þeir eiga að hafa einhverja viðreisnar-von? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Anna Sigríður. Það dæmast allir þessir 4-flokkar jafnt..Sé ekki nákvæmlega af hverju við þurfum að skipta um stafi! Eigum við bara ekki að vera dómbær um fólkið sem býður sig fram í dag.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.5.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þú reytir af þér brandarana Heimir - Hanna BIrna !

    En ég er þér þó sammála um FL - flokkinn og alla hina sem þáðu sponsurnar "smáu", þeir þurfa að fá ráðningu - sem kallast RASSSKELLING .

Hörður B Hjartarson, 22.5.2010 kl. 00:18

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Vertu velkominn í gleðina og ljósið Heimir, kíktu við í kaffi og kökur kl 13 á morgunn í Aðalstræti 9 og sjáu hvort við séum ekki bara ágætisgrey sem nú stöndum í þessari baráttu allt að því peningalaus og á kraftinum einum saman...ég var að klár að baka himneskar brownie súkkulaðikökur....góða nótt

Einhver Ágúst, 22.5.2010 kl. 02:56

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sylvía Nótt í Eurovision er Jón Gnarr kosninganna - hefst með stæl og endar með hruni - en þetta hrun mun vara í 4 ár.

Eurovision gerði það ekki. Við urðum aðhlátursefni þá - góðlátlegt grín enda ekki mikið í húfi - - alvaran er hinsvegar núna -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.5.2010 kl. 09:36

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Mér finnst nú svo traustvekjandi hvað við erum að nota brot af þeim peningum sem hinir flokkarnir hafa til ráðstöfunar, gefur það ykkur ekki hugmynd um ráðdeild í peningamálum og kraftmikið fólk sem framkvæmir?

Einhver Ágúst, 22.5.2010 kl. 10:19

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Ágúst..Gott hjá ykkur að bruðla ekki eins og svona 2007..En fyrr eða síðar kemur að því að fólk vill laun fyrir vinnu sína! Líka þið skemmtarar! Það lifa fáir á loftinu. Verið þið bara heiðarlegir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 21:50

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er það eina sem við höfum, heiðarleika, vinnusemi og húmor. Takk Sigurbjörg og þið öll. Ég er þreyttur núna...góða nótt.

Einhver Ágúst, 23.5.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031764

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband