Brandarinn í meirihluta í Reykjavík-Spaugstofan í stjórnarráðið-fleiri flýja land

Brandari Jóns Gnarrs og félaga hefur snúist upp í andhverfu sína. Frábært spaug getur endað á skelfilegan hátt. Þarna er samansafn af fólki sem hefur ekki hundsvit á störfum í sveitarstjórn. Kann hreinlega ekkert til verka.

Þó svo að fólk sé óánægt með styrkjadindlana sem þáðu margföld árslaun verkafólks til að auglýsa sjálft sig og eigið ágæti, má það ekki gerast að brandarakarlarnir og kerlingarnar verði kosin til næstu fjögurra ára. Þvílík skömm og hneisa fyrir íbúa Reykjavíkur.

Það verða fleiri en ég sem íhuga alvarlega að flytjast úr landi. 


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og maðurinn er ekki einu sinn fyndinn!  Ég er kanski svona húmörslaus.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta verður fróðlegt -

Eitt ætti fólk að hafa í huga - það er ekki hægt að kjósa aftur fyrr en eftir 4 ár þannig að það er eins gott að brandarinn súrni ekki á þeim tíma..

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.5.2010 kl. 09:26

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er sammála Rafni, mér finnst hann ekki fyndinn..En það er með ólíkindum ef fólk ætlar að kjósa spaug! Og það á einum alvarlegustu tímum sem við höfum lifað. Ungri var mér kennt að bera virðingu fyrir þeim mannréttindum að ganga að kjörborði og kjósa. Þess vegna er mér þetta óskiljanlegt. Mín kynslóð hefur greinilega ekki gætt að sér í uppeldinu á þessu sviði. Við skulum vona Heimir að þetta verði ekki niðurstaða kosninganna og fólk geti unað sæmilega sátt í landinu sínu. Það eru nógu margir sem ég persónulega hef horft á eftir nú þegar:(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég ætla að kjósa X-Æ.

Afhverju ætti Besti flokkurinn ekki að geta staðið sig jafn vel og hinir flokkarnir ? Þetta er heiðarlegt fólk sem hefur náð árangri ,á sínu sviði, að eigin verðleikum. Venjulegt fólk sem er komið með leið á þessu endalausa framapoti pólitíkusa landsins.

Í aðgerðar áætlun Besta flokksins stendur :

"Hjá Reykjavíkurborg vinnur fullt af góðu og hæfu fólki. Við viljum leyfa því að sinna sinni vinnu án truflunar frá stjórnmálamönnum. Drögum skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála. Stöðvum pólitískar ráðningar, fáum fólk sem hefur vit, reynslu og áhuga."

Þetta eitt og sér segir mér að þau vilja,fyrst og fremst, það Besta fyrir borgina.

Ég mæli með því að þið lesið Aðgerðaráætlunina, hún er hér :

http://bestiflokkurinn.is/um-flokkinn/aegerearaaetlun-besta-flokksins-allskonar-fyrir-reykjavik

kv,

Birgir Hrafn

PS: Það skiptir engu máli hvort fólki finnst hann fyndinn eða ekki, það eru engin rök fyrir því að kjósa hann eða ekki.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 22.5.2010 kl. 12:08

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað hefurðu fyrir þér í að þau kunni ekki til verka? hafa atvinnupólitíkusarnir tekið einhver námskeið?

þarf fólk að kunna eitthvað sérstaklega til verka annað en að vera hluti af samfélaginu til að vera bært til að taka þátt í að móta samfélag sitt?

Brjánn Guðjónsson, 22.5.2010 kl. 12:24

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fyndinn eða ekki..Það skiptir ekki máli! En hefur ekki forystumaðurinn lýst yfir að hann sé að fara í borgarstjórn til að fá gott kaup og ráða vini sína í vinnu. Allt á að vera frítt og hvergi á að taka peningana. Það er náttúrulega grafalvarlegt ef fólki finnst þetta í lagi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 12:25

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er ekki kjósandi í Reykjavík en mér finnst sjálfsagt að hafa skoðun á því hvernig höfuðborg minni vegnar. Hvernig henni er stjórnað!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 13:00

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki kjósandi í Reykjavík eins og þú veist Heimir en væri ég það myndi ég kjósa X-Æ.  Hér í Grindavík er enginn X-Æ flokkur eða sambærilegur, bara gamla fúla tóbakið.

Ég hugsa að ég bæti Æ-inu við kjörseðilinn og krossi við það. Atkvæðinu verður þá ekki sóað á sukkið.

Umræðan á blogginu er að verða dálítið undarleg. Þeir sem ekki geta hugsað út fyrir kassann sinn reyna að færa rök, hver fyrir sínum kassa, en hafa ekkert annað fram að færa annað en þeirra spilling sé miklu betri en annarra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 14:15

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón Gnarr = Sylvía Nótt - hún klúðraði Eurovision - hann mun klúðra borginni fái hann færi á því -

Eurovision var bara smádæmi - 4 ára kjörtímabil er grafalvarlegt mál.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.5.2010 kl. 15:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Klúðra hverju Ólafur? Er einhverju óklúðrað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2010 kl. 15:19

11 Smámynd: Benedikta E

Heimir - Úr því að Jóhanna er ekki búin að hrekja þig úr landi fyrir löngu síðan - þá ertu nú ekkert á förum.

Láttu ekki "Besta"halda fyrir þér vöku - Jón setur borgarstjórastólinn í fangið á Hönnu Birnu - vona að hún nái kjöri.

Svona til hugarhæðar fyrir þig Heimir þá er ég búin að auglýsa eftir - KJÓSENDUM - fyrir okkur............

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 23:55

12 identicon

Hann er búinn að gefa það út að hann ætli að hafa einkabílstjóra, en ætlar sjálfur að keyra, bílstjórinn verður í farþegasætinu, bara til að hafa félagsskap af.

Það er ekki hægt að treysta svona fígúrum eins og honum Jóni Gnarr og félögum fyrir borginni. Nóg er nú komið af ruglinu í íslensku þjóðfélagi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband