Færsluflokkur: Íþróttir
30.8.2008 | 12:04
Fjölnir mætir KR í úrlitaleiknum
Fjölnir verður að teljast sigurstranglega liðið í viðureign þeirra við Fylki sem eru rúnir sjálfstrausti þessa dagana.
Leikmenn Fjölnis vita hvað til þarf og kemur reynsla eldri borgaranna í liðinu þeim til gagns á morgun.
Ég spái þeim sigri með tveimur eða jafnvel þremur mörkum.
Koma Fylkismenn fram hefndum gegn Fjölni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 21:17
Nú þykir mér týra
Zenit vann Stórbikar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 20:09
Hamingjan á sveif með Kjarra.
Það er virkilega ánægjulegt að sjá að núna gengur allt á betri veg hjá Kjartani.
Þessi hæfileikaríki fótboltamaður á það svo sannarlega skilið að hamingjuhjólið er fari að snúast með honum.
Til hamingju.
Kjartan innsiglaði sigurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 15:16
Ragnheiður KR Ragnarsdóttir mun fallegri.
Mér þykir Ragnheiður Ragnarsdóttir ólíkt fallegri en Leryn Franko frá Paragvæ.
Fallegasti ólympíukeppandinn valinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 18:48
Til hamingju KR-stelpur.
KR í úrslit í bikarkeppni kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 08:50
Valsmenn ekki vandir að virðingu sinni.
"KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kölluð fyllibytta á leiknum gegn Val á miðvikudag. Stuðningsmenn Vals sungu þessi niðrandi orð um leikmanninn, sem veit hvaða einstaklingar voru á bakvið hrópin.
Það er sorglegt að vita að leikmenn meistaraflokks karla og kvenna í handboltaliði Vals eiga upptökin að þessu. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Þeir eiga að vita sem íþróttamenn hvernig á að haga sér á leikjum og þetta á auðvitað ekki heima á fótboltaleik," sagði Hólmfríður, sem lét orðin þó sem vind um eyru þjóta og var meðal bestu leikmanna vallarins.
Þetta hafði engin áhrif, ég útilokaði þetta bara. En það er erfitt þegar tvö til þrjúhundruð manns kalla þetta í takt. Það kom mér mjög á óvart. Þetta gekk of langt. Mér finnst þetta óþroskað af fullorðnum einstaklingum. Á vellinum voru bæði krakkar úr yngri flokkum sem líta upp til mín sem og fjölskyldan mín," sagði Hólmfríður.- hþh"
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 18:11
KR fær Fram í heimsókn - mánudagur 19:15
"Fram í heimsókn - mánudagur 19:15
Skrifað af: Stefáni Karli Kristjánssyni í flokknum Óflokkað
Það er ekki spurning að við viljum þrjú stig þegar Fram sækir okkur í heimsókn í dag (mánudag) klukkan 19:15. Eftir þrjá tapleiki í röð þyrstir okkur KR-inga í sigur og alveg ljóst að við munum sækja gegn Fram-liðinu. Fram hefur hins vegar farið vel af stað og situr um stundir í 3ja sæti deildarinnar með 9 stig. Á daginn hefur hins vegar komið að í þessari deild geta öll liðin unnið hvort annað og því fleytir sigur okkur í námunda við liðin í efri kantinum.
Hvernig Logi kemur til með að stilla upp er hulin ráðgáta en við á KRreykjavik.is teljum þó að liðið verði þannig:
Stjáni Finnboga
Eggert Pétur Marteins Gretzky Mummi semidúx
Atli Jóh. Skúli Jón Jónas Guðni Óskar Örn
Viktor Bjarki
Guðjón ég vildi ég væri uppalinn í KR
Logi mun væntanlega leggja áherslun á að spila hraðan bolta og stríða hinum aldna Auðunni Helgasyni.
Framar halda upp á 100 ára afmæli sitt og vilja væntanlega gera það með stæl. Við teljum þá ekki líklega til stórafreka en þeir munu þó ekki verða í fallbaráttu. Sumarið gæti orðið langt og leiðinlegt miðjumoð fyrir stuðningsmenn þeirra.
Lykilmenn: Miklu skiptir fyrir Framara að hinn leikreyndi Auðunn Helgason nái að binda saman vörn Framara. Með tilkomu hans geta Framarar stillt upp ansi óárennilegu hafsentapari með honum og Reyni Leóssyni sem var líklega besti maður Framara á síðasta tímabili. Á miðjuna fengu Frammarar Grindjánann Paul McShane og einnig fylgdi Halldór Hermann Jónsson Þorvaldi Örlygssyni frá Fjarðarbyggð. Paul McShane hefur reynslu af úrvalsdeildarbolta á meðan Halldór er óskrifað blað þar en hefur staðið vel í fyrstu deildinni undanfarin ár og verður spennandi að sjá hvernig þeir funkera saman.
Hjálmar Þórarinsson féll örlítið í skuggann á góðu tímabili Jónasar Grana á síðasta tímabili. Hjálmar lék þó vel og skoraði sjö mörk. Nú þarf hann að leiða markaskorunina en við hlið hans í framlínunni verður Heiðar Geir Júlíusson. Heiðar kemur heim úr atvinnumennsku og er þetta sprækt framherjapar sem vill ábyggilega sanna sig í Úrvalsdeildinni til þess að eiga möguleika á að komast út aftur í atvinnumennsku. Báðir hafa þeir farið út en ekki náð að sanna sig þar og fá tækifæri til að sanna sig hér aftur til að heilla erlend lið og hafa ábyggilega áhuga á því.
Það er alveg ljóst að við megum eiga von á spennandi leik á morgun þar sem barist verður hart um stigin þrjú.
Til gamans má geta að stuðningsmenn Fram hafa samið 10 ný lög fyrir leikinn á morgun en það þýðir að allir stuðningsmenn Fram geta sungið einsöng á morgun. Ég enda þennan pistill á orðum stuðningsmanns Fram:
Ég skil hvað menn nenna endalaust að tala um stuðningsmannastemmningu hér á spjallborðinu þegar við vitum að hún er ekki til. Við verðum bara að sætta okkur við það að stuðningsmenn FRAM eru bara ekki þessar týpur sem hvetja á leikjum. Það gæti einhver horft á mann
KR-útvarpið verður auðvitað með beina útsendingu frá leiknum og KR-klúbburinn verður með veitingasölu fyrir leik. Þetta verður þó allt auglýst hér á síðunni í fyrramálið."
Tekið traustataki af krreykjavik.is og þakkað fyrir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 14:58
Leikur Selfossar!
Getur ekki einhver góðviljaður hnippt í hann Sverri á Útvarpi Sögu og kennt honum að fallbeygja Selfoss?
Ég ýfist í hvert sinn sem hann talar um leiki og leikmenn Selfossar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 20:34
Vanþróað í Grafarvogi.
Hvað er málið með fólk á vellinum?
Eftir að hafa dvalið um stund í Grafarvogsbrekku í gær þá hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðum:
1) Stórveldi er það félag sem sinnir þörfum stuðningsmanna sinna, tryggir öryggi þeirra og að þeim líði vel á vellinum.
2) Stór hluti íslenskra barna er ofdekraður, orðljótur og hreinlega leiðinlegur.
3) Ég hreint út sagt elska reykingabannið.
4) Ég er of lítill.
Á KR-vellinum eru gæslumenn raunverulegir gæslumenn. Ekki er brugðið á það ráð að búa 10 ára strákum skærlitum vestum og kalla þá gæslumenn. Það er nefnilega sama hvað maður bölvar gæslunni á KR-vellinum á stundum það verður alltaf svo að þeir sinna verkefnum sínum með sóma. KR-ingar kaupa gæslu á völlinn til að tryggja það að öryggi áhorfenda sé sinnt á bestan mögulegan hátt. Ég veit ekki til hvaða viðbragða yrði gripið ef skyndilega kæmi upp neyðarástand á Fjölnisvelli, kynnu guttarnir í gulu vestunum rétt viðbrögð. Mér er það til efs. Þá höfðu strákarnir nákvæmlega enga stjórn á áhorfendum sem voru komnir inn að vellinum löngu áður en leik lauk og þustu inn á völl að honum loknum. Það var ekki eins og þeir reyndu að hafa stjórn á áhorfendum - þeir voru að horfa á leikinn. Það er ekki gæsla.
Þar sem ég stóð á vellinum (ég stóð reyndar á nokkrum stöðum vegna vandamála við lið 4) varð mér ljóst að stór hluti íslenskra barna er fáránlega dekraður, orðljótur og hreint út sagt hundleiðinlegur. Í rándýrum merkjaklæðnaði, sum hver með stíliseraðar tískuhárgreiðslur, allir með gsm síma og vasa fulla fjár. Síðan hlustar maður á þá öskra óyrðum, skítkasti og hótunum sín á milli. Nokkur reyndu að kasta flöstum inn á völlinn að leik loknum og í aðstoðardómara. Þetta greinarkorn á ekki að fjalla um barnauppeldi en ég segi bara að ég þakka guði fyrir að kreppa nálgast. Ég eigi von um rólegri tíma þegar þessir krakkar verða ekki með sykurpeninga í vasanum. Ég man þá tíð að þegar ég eða vinir mínir höguðum okkur illa þá fengum við skell á bossann. Mikið held ég að margir þessir krakka hefðu gott af vænum smelli á le derriere.
Það er bannað að reykja í KR-stúkunni og ég kann að meta það. Hvort reykingar séu heimilar eða ekki í stúkunni í Grafarvogi þá veit ég það eitt að fnykurinn og reykurinn í gær var mig lifandi að drepa. Sumarilmurinn frá KR-vellinum síðan á laugardag drapst í skítafnyki Fjölnisvallar. Ég kann að meta reykingabannið og því á að fylgja miskunnarlaust eftir - grasilm í stað tjörunnar.
Ég er lítill og íslenska þjóðin er hávaxin. Það fer illa saman þegar áhorfendaaðstaða er skammarleg eins og í gær.
Káramenn tjái ég mig ekki um enda hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Ég vitna bara í meistara Sverri Stormsker - það er of seint að byrgja barinn þegar barnið er dottið í það.
Ofangreint er af krreykjavik.is og get ég tekið undir hvert orð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2008 | 09:05
Heppnir Fjölnismenn
Það var gaman að koma í Grafarvoginn í gærkvöld í blíðskaparveðri. Það var að sama skapi leiðinlegt að fara heim með tap á bakinu.
Ekki var fótboltinn fallegur sem spilaður var, alltof mikið um háloftaspyrnur og viðburður ef fallegar sendingar sáust á milli manna.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með mitt lið KR þrátt fyrir gott framtak einstaka manna.
Miðað við gang leiksins og tækifæri áttu KR-ingar að vera búnir að gera út um leikinn um miðjan seinni hálfleikinn.
Heppnin fylgir þeim sem gefast aldrei upp.
Eina huggunin á vellinum í gær var að sjá þrjá KR-inga í liði Fjölnis.
Gunnar tryggði Fjölni sigur gegn KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar