Færsluflokkur: Íþróttir
2.9.2007 | 11:13
Björgólfur víðsýnn.
Að vinna hjá honum á sínum tíma var fræðandi, skemmtilegt, ögrandi og spennandi. Allt þetta og mikið meira.
Þegar hann arkaði um gólf fram og til baka, tímunum saman og lagði drög að Rússlandsævintýrinu, þá var ekki viturlegt að yrða á hann.
Stórbrotinn persónuleiku Björgólfur Guðmundsson.
Eggert eins og Coca-Cola skiltið hjá West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 12:17
Kópavogur til fyrirmyndar.
Vonandi uppskera þeir eins og til er sáð............
Nýtt knatthús tekið í notkun í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 11:44
Leikmenn KR valda yfirþyrmandi vonbrigðum.
Eru launin of lág?
Er ekki borgað út á réttum tíma?
Er æfingaaðstaðan bág?
Er búningsaðstaðan léleg?
Er óeining innan liðsins?
Er aðsóknin of lítil?
Eru stuðningsmennirnir lakir?
Er álagið of mikið?
Eru kröfurnar of miklar?
Eru leikmenn orðnir þreyttir á fótbolta?
Vilja leikmenn svara þessum spurningum, hver fyrir sig og allir sem einn?
Á að birta myndir af ykkur á ljósastaurum í vesturbænum?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 15:56
Gott og nauðsynlegt framtak.
Umtal Guðjóns Þórðarsonar um góðan dómara leiks KR og ÍA um daginn er og verður honum til skammar.
Hann á að þakka fyrir jafnteflið sem Skaginn náði út úr þeim leik. KR-ingar voru miklu betrii og oft var aðeins eitt spilandi lið á vellinum meðan hitt liðið þjappaði sér innan eigin vítateigs.
Það er ekki málið, heldur hitt að Guðjón vék ómaklegum orðum að dómara leiksins.
Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 00:30
KR með alltof góða einstaklinga til að falla.
Liðin koma því margefld til leiks við KR-inga og hver andstæðingur leggur sig 150% fram.
Þjóðarstoltið verður því að leika eins og Evrópumeistarar í hverjum einasta leik ef ekki á illa að fara.
Nú er höfuðborgareftirlætið komið á beinu brautina og ekkert fær stöðvað það það sem eftir er mótsins
KR landaði sigri - toppliðin náðu aðeins stigi á heimavelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2007 | 14:51
Fjölnir hefur alla burði til að komast í undanúrslit.
Eina félagið í stærsta hverfi borgarinnar á að geta stólað á stuðning þúsunda manna í svo stórum leik sem verður prófraun fyrir liðið fyrir átökin í úrvalsdeildinni að ári.
Ég kem
Ævintýri fyrir okkur og mikil reynsla fyrir strákana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2007 | 11:17
Auðvitað tekur Eiður Smári ekki óþarfa áhættu.
En að starfa sem knattspyrnumaður er gífurlega áhættusamt líkamlega sem andlega. Líkamlegir pústrar eru auðvitað yfirgnæfandi og léleg krítik í fjölmiðlum er ekki beinlínis andlega nærandi.
Landsliðsfyrirliðinn er með langan samning við Barcelona og uppfyllir vinnuskyldu sína með viðveru á æfingum og mismunandi bekkjum Spánarsparksins, fær vel borgað og engar áhyggjur.
Ég neita því ekki að KR gæti haft not fyrir hann á lánssamningi sem litið yrði á sem styrk stórveldis við stórveldi.
Segir launakröfur Eiðs Smára háar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.8.2007 | 18:40
Getur Gílsli Marteinn bjargað KR á elleftu stundu?
Sá vissi hvar markið er.
Það leiðir hugann að stöðu okkar KR-inga í úrvalsdeildinni sem er æði bágborin og leikmönnum okkar virðist fyrirmunað að setja knöttinn.
Því vil ég að gripið verði til þess ráðs að fá KR-inginn Gísla Martein borgarfulltrúa sem er að merkja borgina með viðkomustöðum strætó, að redda okkur um skilti sem má setja yfir það mark sem KR-ingar leika á hverju sinni og á stæði einfaldlega MARK.
Framtíðin yrði bjartari.
Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 10:45
Hvað er svona merkilegt við Morgunblaðið?
Einhver undarlegasta spurning sem sett hefur verið fram í íslensku dagblaði frá öndverðu. Mín fyrirsögn er jafn vitlaus og er ætlað að sýna fáránleika spurningar Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Ég sem fyrir skömmu skoraði á hana að gefa kost á sér til þingmennsku. Þar skjöplaðist mér.
Bæði Morgunblaðið og KR eru stofnanir í þjóðfélaginu og KR er fjórtán árum eldri en Moggi. Þjóðin yrði frekar berskjölduð og menningarsnauð án þessara virtu menningarstofnana. Einfaldur sannleikur sem ætti að vera stjörnublaðamanninum Kolbrúnu Bergþórsdóttur ljós.
Hún hlessast yfir umfjöllun fjölmiðla, einkum sjónvarpsstöðvanna um þjálfaraskiptin hjá KR sem er í neðsta sæti Úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Gerir Kolbrún sér virkilega ekki grein fyrir að það er frétt og það dagleg frétt að stórveldið hefur ekki komist í gang í sumar þrátt fyrir að vera með langbesta liðið í deildinni? Reykjavíkurstoltið í neðsta sæti!
Auðvitað á að byrja alla fréttatíma á umfjöllun um KR og gengi þeirrar stofnunar.
Frúin á Blaðinu hlýtur að gera sér grein fyrir að við KR-ingar stöndum alltaf með okkar mönnum, en við erum ekki nema um 12% af þjóðinni. Hin 88 prósentin gleðjast ósegjanlega yfir ástandinu og hrakförum stórveldisins. Þessvegna á að taka fyrstu fréttamínútur frá daglega til að gleðja þorra þjóðarinnar.
Reykjavíkurstoltið sem hefur á að skipa bestu knattspyrnumönnum landsins á eftir að rísa úr öskustónni og sýna Kolbrúnu Bergþórsdóttur og öllum hinum andstæðingum okkar hversvegna KR er stórveldi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar