Færsluflokkur: Íþróttir

Nú veit ég hvað stórveldi er sagði Erla Rós 5 ára.

Við fórum þrjú á völlinn; Daníel Már 11 ára, Erla Rós 5 ára og afi Heimir mikið eldri. Sátum hjá Miðjunni og enginn er ósnortinn eftir nærveru við hana.
Á leiðinni að bílnum eftir ótrúlega sætan sigur sagði sú stutta: "Nú veit ég hvað stórveldi er afi" "Jæja" svaraði afi Heimir í sigurvímu "hvað þýðir stórveldi?" "KR" savarði sú stutta hróðug.
Daníel Már hefur komið nokkuð reglulega með afa á völlinnsíðan hann var tveggja ára að horfa á Reykjavíkurstoltið og afinn og Erla Rós koma þegarDaníel Már er að keppa með Fjölni, en hann býr í Viðarrimanum og hefur varið mark Fjölnismanna að undanförnu með miklum ágætum.
mbl.is Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paris Hilton til Íslands í boði Björgólfs Thor Björgólfssonar.

Heyrst hefur að Paris Hilton hafi þegið boð Björgólfs Thor Björgólfssonar athafnamanns á heimsvísu um heglardvöl á Íslandi.
Flest er á huldu um dagskrá heimsóknarinnar, en ráðgjafar hennar hafa varað hana mjög við að skilja nærhaldið eftir vestanhafs því naprir jöklavindar hafi leikið marga stúlkuna grátt sem á ekki von á sterkum hliðarvindum íslenskum.
Eitt hefur þó kvisast en það er að skömmu eftir lendingu um kl. 19:30 á Reykjavíkurflugvelli verði þau komin á KR-völlinn í boði Björgólfs eldri, en eins og kunnugt er grípur fátt meira athygli hans en Björgólfur Takefusa dóttursonur hans.
Yngsti Björgólfurinn Takefusa hefu lofað afa sínum sigri í kvöld, ella hverfi hann frá störfum í Landsbankanum og hasli sér völl hjá aðalkeppinaut Landsbankans, nefnilega Kaupþingi.

Það eru því nokkrar spurningar sem svör fást við í kvöld um kl. 21:00:

Tefja tollverðir þau Paris og Björgólf svo að þau komast ekki fyrr en í seinni hálfleik?
Verður Paris Hilton í girt í brók?
Setur Björgólfur Takefusa tvö mörk eins og hann hefur lofað afa sínum og tryggir KR langþráðan sigur í Landsbankadeildinni?
Munu KR-ingar enn einu sinni lúta í gras og nú fyrir framan Paris Hilton?
Selur Björgólfur eldri hlut sinn í KR-sport?
Fer Björgólfur yngsti Takefusa strax á mánudag í Kaupþing?

Svörin við flestum spurningunum fást á KR-velli í kvöld.


mbl.is Paris segist vera orðin dauðleið á djamminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá tafir á velgengni KR.....

Þarna talar sannur foringi sem menn hlusta á. Fyrir höfum við frábæran þjálfara, fyrirliða og góða liðsheild af framsæknum og snjöllum knattspyrnumönnum og nái þeir að gera sitt besta er framtíðin björt.
Við fjölmennum á völlinn hér eftir sem hingað til og látum ekki augnabliks tafir á velgengninni setja okkur út af laginu.
mbl.is Staða okkar er hörmuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yngri KR-ingarnir langbestir.

Það er verst hvað maður tekur ástandið inn á sig þessa dagana. KR sér ekki enn til sólar meðan andstæðingarnir baða sig í heppni á kostnað okkar.
Eitthvað sýndist mér markverði okkar Kristjáni Finnbogasyni vera farið að leiðast og þykir mér tími til kominn að hvíla hann og leyfa ungum strák að spreyta sig.
Ungu strákarnir í bakvarðastöðunum stóðu sig firna vel og sýndu að framtíðin er björt hjá KR.
Við höldum áfram að koma á völlinn því alltaf styttist í sigurinn.
Fimmtudaginn 28. n.k. koma Framarar á Meistaravelli og verður fróðlegt að sjá hvort markmannsskiptin hafa farið fram og hvernig strákarnir standa sig í bræðraslag þeirra Teits og Ólafs Þórðarsona.
Hvað sem öllu líður var KR mun betri aðilinn á vellinum í kvöld en nýliðar HK heppnari.
mbl.is HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska Kolbeini til hamingju

Svo sannarlega er ástæða til að óska AZ Alkmaar, Kolbeini og Sissa the baker til hamingju með samninginn.
Ég hef ekki séð drenginn spila en sé hann líkur stóra bróður verður unun að horfa á hann etja kapi við KR í kvöld.
Ég spái því að flóðgáttir markaskorunar opnist í leiknum í kvöld og KR vinni sannfærandi sigur.
Hér fer á eftir niðurlag greinar Páls Kristjánssonar á KRREYKJAVIK.is í dag sem ekki er með leyfi höfundar:

"Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins í kvöld. Staðreyndin er einfaldlega sú að við megum ekki við því að tapa stigum. Við sitjum á botni deildarinnar fjórum stigum frá næst neðsta sæti. Það er gríðarlega mikilvægt að við KR-ingar fjölmennum í Kópavoginn í kvöld. Mætum öll og hvertjum okkar menn til sigur. áfram KR".

Svo mörg voru þau orð og hvet ég líka KR-inga til að mæta.
"Mótlæti er til að sigrast á" eins og KR-skáldið söng svo eftirminnilega.
ÁFRAM KR.


mbl.is Kolbeinn Sigþórsson samdi við AZ Alkmaar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnhildur Sverrisdóttir í fararbroddi þúsunda kvenna á völlinn annað kvöld.

Vonandi koma þær nú allar konurnar á völlinn sem komust ekki á landsleikinn við Frakka síðasta laugardag vegna kvennahlaupsins.
Ragnhidur Sverrisdóttir kvartaði sára yfir þeirr óskammfeilni KSÍ að setja leikinn á sama tíma og hún þurfti að lalla kvennahlaupið.

Nú er tækifæri Ragnhildur og þær þúsundir hinna sem ekki komust síðast.
Nema að bölvað sjónvarpið verði með einhvern uppáhaldsþátt :(
Þeim væri svo sem alveg trúandi til þess.


mbl.is Óbreyttur hópur Íslands gegn Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótlæti er til að sigrast á.

Ekki gaman núna.
Sex leikir, enginn sigur. Þetta kemur þótt erfiðara verði að segja það með hverju tapinu.
Ég hef á tilfinningunni að héðan í frá sé leiðin upp á við og hin liðin megi fara að biðja fyrir sér.
Teitur og strákarnir laga vörnina og skerpa sóknarleikinn þá stenst ekkert lið þeim snúning.
mbl.is KR enn án sigurs eftir tap gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur Ellert KR-ingum aftur til hjálpar í fallbaráttunni?

Ekki blæs byrlega hjá okkur KR-ingum þessa dagana. Hvað veldur er erfitt hverjum manni að segja en ástandið hlýtur að vera liðinu, þjálfara og reyndar okkur öllum óbærilegt.

Fallbaráttan er hafin þótt óvenju snemmt sé.

Ég efast ekki eitt augnablik um að við höldum okkur uppi, því Ellert Björgvinsson Schram er enn í fullu fjöri þótt villst hafi hann af leið í stjórnmálunum.


mbl.is KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teitur skuldar KR-ingum.

Teitur fer auðvitað alls ekki fyrr en hann hefur greitt skuld sína við KR.
Samt er það engin krafa frá stuðningsmönnum að hann fari þegar skuldin er greidd að fullu, heldur viljum við miklu frekar að hann verði áfram og komi í veg fyrir endurtekna skuldasöfnun.
Á síðustu leiktíð komst hann á svipuðum tíma í skuld við Reykjavíkurstoltið, en tókst með harðfylgi og hjálp leikmanna að greiða skuldina að fullu (eða næstum því).
Þá gerðum við okkur vonir um að sama sagan endurtæki sig ekki, en því miður hefur það gerst aftur.
Að mínu mati skuldar Teitur okkur svona 6-8 stig.
mbl.is Teitur Þórðarson orðaður við Motherwell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkennum vanmátt okkar og semjum við valdar erlendar þjóðir um vörn og sókn í alþjóða knattsyrnu.

Beckham ætti að hlýta ráðum sérfræðingsins og halda kyrru fyrir vestra og leyfa enskum að spreyta sig án hans.
Enginn er ómissandi og Englendingar hafa úr nægum fjölda góðra knattspyrnumanna að spila.
Það er öðruvísi farið með okkur Frónbúa.
Sökum smæðar þjóðar okkar er okkur ýmislegt ofraun í keppni við hinar stærri.
Tökum sem dæmi knattspyrnuna og er fyrirmunað að komast í hóp 70 bestu knannspyrnuþjóða veraldar.
Annað dæmi; við höfum aldrei og munum aldrei geta annast varnir landsins og höfum því ávallt eftir sjálfstæði þjóðarinnar 1944, samið við aðrar þjóðir um varnirnar.
Nú síðast erum við í samningaviðræðum við Norðmenn, Dani og Þjóðverja um varnir lands fyrir svörnum andstæðingum, hverjir svo sem það eru.
Því ekki að að hafa sama háttinn á og semja við tvær til þrjár þjóðir um að annast þáttöku okkar í alþjóðlegum knattspyrnuleikjum svo við getum einbeitt okkur enn frekar að smáþjóðaleikum hverskonar eins og stærð þjóðarinnar leyfir.
Þar getum við alltaf verið í fremstu röð eins og okkur sæmir og þýsk, sænsk og/eða dönsk landslið tækju að sér varnar- og sóknarleiki fyrir okkur eftir því sem henta þykir hverju sinni.
mbl.is Beckham varaður við hættu á blóðtappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 1033132

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband