Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2007 | 18:30
Gullbarkar í Salnum í kvöld.
Ungir,efnilegir og góðir söngvarar úr Söngskólanum í Reykjavík skipa öll hlutverkin sem eru tuttugu og sjö talsins.
Með aðalhlutverkið Tinnu fer ung söngkona frá Svíþjóð Karin Björg Torbjörnsdóttir sem er hálf íslensk eins og föðurnafn hennar ber með sér. Karin Björg hóf ung að syngja í kór, aðeins átta ára gömul en hún stendur á tvítugu.
Hún hefur um tveggja ára skeið stundað söngnám hjá Kerstin Lundin-Grevelius altsöngkonu í Lundi og hefur rödd hennar náð miklum þroska á ekki lengri tíma. Aðalkennari hennar í Söngskólanum í Reykjavík er Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Óperan fjallar um unga stúlku Tinnu, sem á við geðræn vandamál að stríða. Með hjálp Hrafns ungs elskhuga hennar tekst henni að ná tökum á sjúkdómi sínu. Hlutverk Berglindar syngur Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir, með hlutverk Hrafns fer Haraldur Sveinn Eyjólfsson, hlutverk hálfbróður Tinnu fer Aron Axel Cortez og með hlutverk Þorsteins fer Jósef Lund Jósefsson.
Í stuttu máli:
Tónlist: Helgi Rafn Ingvarsson
Handrit: Árni Krisjánsson og Helgi Rafn Ingvarsson
Ljósahönnuður: Arnar Ingvarsson
Búningar: samsetning og samstarf hópsins alls
Píanóleikarar: Alexander Brian Ashworth og Hrönn Þráinsdóttir
Leikstjórn: Sibylle Köll
Hljómsveitarstjórn: Garðar Cortes.
![]() |
Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2007 | 14:13
Bætum móralinn hjá Strætó bs.
Fyrirtækið hefur því miður ekkert gert til að laga andrúmsloftið og er það miður.
Fólk sem er vansælt á vinnustað og jafnvel kvíðir því að mæta til vinnu speglar andrúmsloftið til viðskiptavinanna sem er miður.
Þetta starfsfólk fer þjakað kvíða til vinnu og úr og kemur heim til sín fullt neikvæðni og hefur allt á hornum sér, Fjölskyldan verður meðvirk og kaffistofuspjallið er komið inn í vitund barna, unglingha og fullorðinna sem þá eru orðin fórnarlömb erfiðs vinnumórals.
Þessu þarf að breyta og verða allir sem einn að líta í eigin barm og vinna að bættri líðan sinni og vinnufélaganna.
Ég er sannfærður um að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar mun gera allt sem í þess valdi stendur til að standa við bak þeirra sem verða valdir í kosningunum í næstu viku og hafa hug á að bæta andrúmsloftið.
Bloggar | Breytt 28.12.2007 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 16:31
Bráðum kemur betri tíð með fleiri krónur í vasa?
Fram kom m.a. á fundinum að hjá Reykjavíkurborg tekur starfsmatið til 440 mismunandi starfa sem StRv hefur með að gera en aðeins 40 hjá Eflingu. Þetta segir okkur að starfsfólk félagsins okkar þar að mjög vel með á nótunum eigi það að geta sett sig inn í öll þessi mismunandi störf.
Eitt er það sem stundum ber góma í kaffistofuspjalli hjá okkur strætófólki er frammistaða stéttarfélagsins okkar.
Sumir eru á því að við eigum að segja skilið við það og hoppa upp í hjá einhverjum öðrum. Ég vil eindregið vara við þeim vangaveltum, því hver segir að okkur sé betur borgið með annan bakhjarl en StRv og BSRB? Ef eitthvað er sem betur má fara, verða fulltrúar að vera á tánum og vekja athygli á vanköntunum og þrýsta á um úrbætur.
Ég hef bara kynnst vönduðum vinnubrögðum hjá starfsfólkinu.
Aftur á móti þarf næsti kjarasamningur að vera miklu skýrari og afdráttarlausari í ýmsum málum en núgildandi samningur er.
T.d. þarf afmörkun vinnutíma að vera greinarbetri sem og "meðaltalsvinnuvikan" öllu skilgreindari.
Að mínu mati eru allt of mörg óvissuatriði í samningnum.
Henni Kolbrúnu Halldórsdóttur alþm. sem var í tólfunni, brá í brún um daginn þegar ég sagði henni að vinnutíma mínum hefði lokið þremur mínútum fyrr og átti ég þá nokkuð í land að endastöð.
Hún sagði nauðsynlegt að við bentum stjórnmálamönnum á slíka agnúa svo þeir gætu veitt okkur liðsinni við úrbætur.
Öll vitum við að það getur tekið upp í 10 mínútur að ná sambandi við varðstjóra til að tilkynna kannski 3 mínútna viðbót við vinnutímann og þá gefum við fyrirtækinu þann tíma.
Glöggur maður hefur reiknað út að við séum að gefa fyrirtækinu um eina vinnuviku á ári með þessum hætti.
Strætó bs. er opinbert fyrirtæki sem á ekki að þurfa að vera á framfæri fátækra starfsmanna sinna.
Ég geri mér vonir um að fulltrúi okkar Reykvíkinga í stjórn Strætó bs. Svandís Svavarsdóttir reynist okkur betur en fráfarandi fulltrúi Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerði.
Bloggar | Breytt 28.12.2007 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 00:15
Metframboð af hamingju á Íslandi.
Bloggar | Breytt 28.12.2007 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 19:05
Á leiðinni að verða öryrki?
Ekki sagði lækninrinn mér frá neinum grunsemdum sínum, þeir eru svo tillitssamir blessaðir, en á beiðninni stendur: "Merki um eitthvað óeðlilegt".
Hvað það þýðir veit ég ekki en get spáð í það þangað til að "myndgreiningin" hefur farið fram og sérfræðingar rýnt í rúnirnar.
![]() |
Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 13:36
Hætta að taka lyfin?
Svo segja þeir bara að svo dýrt sé að láta leiðbeiningar á íslensku fylgja.
Ég sem hélt að læknarnir sem ávísa lyfjunum væru búnir að ganga vandlega úr skugga um að okkur sér óhætt með öllu að taka viðkomandi lyf.
![]() |
70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 12:56
Ég sjálfur á mitt eigið lík.....
![]() |
Vaknaði á krufningarborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 22:28
Bráðræði Gísla Marteins
Eftir tíu daga lítur enn eitt leiðakerfið dagsins ljós.
Tíðnin breytist og hugsanlega sitthvað fleira og viðskiptavinir okkar hafa áhyggjur. Þeir eru reyndar að hætta að reyna að spyrja okkur vagnstjórana um hvað framundan sé, því við ;vitum aldrei neitt.
Þeir spyrja um þýðingu nýrra staura sem settir eru upp við biðskýlin og jafnvel við hliðina á öðrum staurum sem staðið hafa misjafnlega lengi og við vitum ekki hvaða tilgangi þeir eiga að þjóna.
Viðskiptavinirnir spyrja um væntanleg heiti á biðstöðvum og við vitum ekki neitt.
Unga fólkið utan af landi og erlendir ferðamenn og spyrja hvar Hlemmur, Lækjartorg og Mjódd sé og það vitum við, en þá dettur þeim í hug að spyrja hvers vegna þessir stóru skiptistaðir séu ekki merktir, það vitum við ekki.
Margir hafa á orði að Gísli Marteinn sem virðist vera yfirmaður verklegra framkvæmda á vegum Strætó bs. sé bráðger maður að upplýsa ekki starfsmenn Strætó bs. um framkvæmdirnar áður en hann ræðst í þær.
Þvess vegna legg ég til að biðstöðin sem ég held að sé næst Melhaga hvar Gísli Marteinn býr og er við Melaskóla á Neshaga verði nefnd Bráðræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 18:03
Vissulega fyrirkvíðanlegt.
![]() |
Ferskvatnshöfrungur líklega útdauður eftir 20 milljónir ára á jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:22
Einelti er sálræn nauðgun.
Greinilega er mikil þörf á að hrista upp í þeim málum því allt of margir vinnustaðir og stéttarfélög gera sig sek um einelt með því að aðhafast ekkert í málefnum þolenda.
Eielti er sálræn nauðgun og má ekki liggja í þagnargildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1033291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar