Á leiðinni að verða öryrki?

Var að koma frá lækni sem hlustaði mig og tók blóðþrýsting. Ansi hreint geðfelldur maður á Vesturgötu 7. Hann sagði mér að vera heima næstu þrjá daga a.m.k. og sendi mig með ávísun á Doxýtap frá Actavis ( Það er nú meira hvað hann BTB græðir á mér daglega ). Síðan lét hann mig fá beiðni um myndgreiningu á lungum. Það vinstra er heilbrigt (?) en það hægra er hálfgerður Lasarus og ekki svipur hjá sjón eftir brottnám krabbans fyrir tveimur og hálfu ári.
Ekki sagði lækninrinn mér frá neinum grunsemdum sínum, þeir eru svo tillitssamir blessaðir, en á beiðninni stendur: "Merki um eitthvað óeðlilegt".
Hvað það þýðir veit ég ekki en get spáð í það þangað til að "myndgreiningin" hefur farið fram og sérfræðingar rýnt í rúnirnar.
mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrir fáeinum áratugum fékk ég slæmsku í hálsinn og það ágerðist. Ég sá mér þann kost vænstan að bregða mér suður og fela sérfræðingi málið í hendur. Stefán Skaftason sendi mig í röntgenmyndun sem leiddi í ljós áberandi æxli í vélinda. Sendi mig svo heim eftir að hafa ákveðið dagsetningu á uppskurði til að fjarlægja meinið. Mér leist ekki á blikuna því mér heyrðist á Stefáni að hann byggist jafnvel við því sem hann sagði mér þó að hafa ekki of miklar áhygjur af. "Það er ekki víst að þetta sé illkynja." Maður með 8 manna fjölskyldu hefur áhyggjur. Datt í hug að skrifa Einari á Einarsstöðum bréf og leggja málið fyrir hann. Lét verða af því en bað hann ekki um svar. Heyrði ekki heldur neitt frá honum. Ákveðinn dag lagðist ég inn til uppskurðarins og fékk svæfingu eins og venja er. Vaknaði ringlaður eins og við mátti búast og þegar ég komst til sjálfs míns undraðist ég að finna engin einkenni um særindi í hálsinum. Ekki hafði ég lengi ráðrúm til að velta þessu fyrir mér. Hurðinni á stofunni var svipt upp og inn stormaði yfirlæknirinn Stefán Skaftason. Heilsaði mér glaðlega og tilkynnti mér að ekkert æxli væri að finna í mínum hálsi. "Nú skaltu drífa þig heim til þín norður Árni og syngja -Skín við sólu Skagafjörður!"

Síðan hef ég ekki fengið kverkaskít.

Vildi bara segja þér þessa sögu frændi minn og sendi með mínar bestu stuðningskveðjur. Það er margt sem við skiljum ekki en við vitum að söngurinn hefur mörgum bjargað. Vona að þú sért ekki búinn að tapa söngröddinni.

Kært kvaddur!   

Árni Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér góða og vel skrifaða athugasemd.

Það fór vissulega betur en áhorfðist hjá þér um árið. Einar á Einarsstöðum var engum líkur og margt kraftaverkið var unnið fyrir hans tilstilli. ÞAð var ánægjulegt að lesa um úrslit þíns máls.

Ég hljóp með þetta í bloggið í gær og svaf svo mjög vel í nótt. Það er gott að létta á sér þótt spurningu megi setja við svo örgeðja framkvæmd. Ég var búinn að "sjá" krabbann fyrir hér um árið, en er ekki eins viss í minni sök núna. Annars er ég alveg laus við óttann eftir að hafa sofið á þessu, sem sýnir auðvitað best hvað ég er vitlaus.

Eitthvað er eftir af söngröddinni en ég skapa mér of fá tækifæri til að gleðja sjálfan mig með söng.

Kært kvaddur frændi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031846

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband