Færsluflokkur: Bloggar

Borgarfjörður eystra.

Ég hef lengi staðið í þeirri trú að Borgarfjörður fyrir austan heiti Borgarfjörður eystra.
Vonandi leiðrétta blaðamenn mig eða aðrir gáfumenn.
mbl.is Fjölmennt á hagyrðingamóti á Borgarfirði eystri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsendis óskylt fréttinni en.....

ég þarf að fá lestur á þennan pistil minn:

Mig dreymdi draum nýlega sem mig langar að fá ráðningu á.
Þar sem ég veit að á moggabloggi eru margir dulspakir treysti ég á að fá ráðningu draumsins sem er svona.

Ég stend í flæðarmáli við annan mann fyrir framan okkur liggur net út í sjó eða stöðuvatn og næst í netinu eru þrír litlir en ákaflega litskrúðugir fiskar með jöfnu millibili.
Nokkuð lengra frá sé ég stóran fisk fastan í netinu og í þann mund er ég vakna við að hrópa upp: "sá er stór" eða álíka sé ég hendur mannsins við hliðina á mér draga netið að landi að mér fannst fyrir mig.
Að öðru leyti sá ég manninn ekki eða af hvoru kyninu hann var.
Vill einhver vera svo góður að senda mér ráðningu.
Ég tek það fram að ég er mjög berdreyminn.


mbl.is Átti að segja að tilræðismaður væri í fríi á Íslandi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Reynir dómari Traustason.

Mannlífsdómarinn Reynir Traustason rökstyður dóm sinn og fer á kostum sem endranær.

Það gerði hann líka í hinum hlutlausa, óhlutlæga og óháða miðli Útvarpi Sögu í morgun þar sem Arnþrúður Karlsdóttir fór  mikinn í umfjöllun sinni um Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann, því hann vogaði sér að hafa skoðun á stefnu stöðvarinnar.

Sækjast sér um líkir, Arnþrúður og Reynir.


mbl.is Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöd paa Hovedbanegaarden

Það hefur greinilega verið mikið stuð á Aðaljárnbrautarstöðinni í kvöld.
Vonandi hefur þó enginn slasast alvarlega........................
mbl.is Sjö urðu fyrir rafmagnsleiðslu í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnum stæði ekki á sama.

Leit yfir Fréttablaðið í morgun og sá m.a. að fyrirsögn leiðarans er: "Finnum stæði".

Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri farið að tala um kynferðismál í leiðara blaðsins. Hneykslaðist með sjálfum mér en fletti blaðinu áfram.

Eru þeir virkilega að telja upp þau atvik og/eða kringumstæður sem vektu þau hughrif hjá finnskum karlmönnum að þeim vaknaði löngun til kvenna? Varla getur það verið tilefni til forystugreinar svo víðdreifðs blaðs sem þetta auglýsingablað er,  en kallar sig fréttablað.

Reyndar eru þeir til alls vísir á því blaði og tautaði ég við sjálfan mig og fletti hratt aftur á íþróttasíðurnar.

Smátt og smátt vaknaði ég til meðvitundar og gerði mér þá ljóst að Fréttablaðið var bara að tala um svo einfaldan og sjálfsagðan hlut sem að finna bílastæði.

Enn og aftur verð ég að taka mig á í að flana ekki að ákvörðunum.



mbl.is Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguráðherra af landsbyggðinni - bjóðum honum í strætó.

Því miður kemur nýr samgönguráðherra líka af landsbyggðinni og hefur því ef til vill ekki skilning á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil þörf er þó á því að sá skilningur sé fyrir hendi því skortur á fjármagni er aðal hindrun þess að þær geti verið með sem besta móti.
Strætó greiðir t.d. virðisaukaskatt að allri olíu og öðrum aðdráttum sem rekstrinum fylgir og hagnast því ríkið verulega á almenningssamgöngum sem sveitarfélögin greiða niður
Það eru því bara þeir skynsömu, lakast settu í þjóðfélaginu og ríkið sem græðir.

Tryggingaélögin ættu líka að sjá sér hag í bættum almenningssamgöngum og þar af leiðandi væri ekki úr vegi að þau tækju sig saman og greiddu kostnaðinn af einni eða tveimur leiðum Strætós gegn því að farþegafjöldi aukist innan tilskilins tíma.

Þá þarf nauðsynlega að efla fræðslu um almenningssamgöngur meðal almennings.
T.d. með því að fara í alla skóla og kenna börnum að lesa leiðarbækurnar og auka áhuga þeirra á vistvænum samgöngum svo dæimi sé nefnt.

Heimsækja stærri fyrirtæki og kynna leiðakerfi og bjóða fólki ókeypis ívagnana t. d. í þrjá mánuði til reynslu.
Þá má hugsa sér hverfaátak þar sem má bjóða fjölskyldum að nota vagnana t.d. í hálft ár eða lengur og halda dagbók um notkun og ekki notkun o.s.frv.

Margt fleira er hægt að gera til að ná í farþega, en verður ekki skýrt hér.

Eitt verð ég þó að geta um en það er að hafa leiðarkerfið myndrænt í hverjum vagni.
Má setja það í glugga á móti miðdyrum vagnanna þar sem eru stæði og má þá hin hliðin sem snýr að umferðinni vera með auglýsingu.
Auðseld auglýsing og gróði af framkvæmdinni.

Á tveimur fundum sem Strætó hélt á Grand í gær var nýi framkvæmdastjórinn okkar kynntur, öllu heldur kynnti hann sig sjálfur.
Hann kemur mjög vel fyrir, ákveðinn, áræðinn, fylginn sér og virðist hafa næman skilning á rekstri og tölulegum staðreyndum.
Hann er sennilega búinn að reikna út hversu miklu fé er sóað í aksturinn eftir Hverfisgötunni og framhjá ráðhúsinu og Háskólanum.

Hann upplýsti okkur um að Strætó hafi átt tvo hundruð milljónir króna við upphaf byggðasamlagsins, en skuldaði nú fimm hundruð og fimmtíu milljónir. Með öðrum orðum hefði tapað 750 miiljónum króna á fimm árum umfram það sem ráð var fyrir gert.

Leiðakerfisbreytingar hafa verið dýrar og okkur skattgreiðendum höfuðverkur.

Endurfjármögnun er því nauðsynleg því það hlýtur að vera óbærilegt að reka fyrirtækið á dýrum lánum.

Reynir Jónsson heitir hann og hann sagði okkur líka að slæmt orð færi af okkur vagnstjórum fyrirtækisins. Hann skýrði það ekki frekar; hvar hann hefði heyrt þetta, hversu slæmir við værum eða á hvern hátt, hvort við værum slæmir við viðskiptavini fyrirtækisins, forráðamenn, forstöðumann, stjórn fyrirtækisins eða eitthvað allt annað.
Eftir sitjum við hnípin því við erum öll af vilja gerð að standa okkur í starfi og reynast viðskiptavinum vel.

Þá kom fram hjá Reyni að hann vill hvorki röfl frá starfsmönnum né bjánalegar spurningar.

Þar sem ég get ekki lofað neinu í þessu sambandi ætla ég að ...............

Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður kom á fundinn og vegna tillitssemi við hann ætla ég ekki að greina meira rá þeirrri heimsókn.


mbl.is „Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að segja satt.

Stúlka frá Guatemala fær ríkisborgararétt eftir aðeins fimmtán mánaða dvöl í landinu og alþingismenn í Allsherjarnefnd koma fram fyrir alþjóð og segjast hafa samþykkt umsóknina án þess að vita um heimilisfesti hennar og hjá hvaða fólki hún býr.

Hvað ef hún hefði leigt hjá Hjálpræðishernum eða dvalið í íbúð á vegum eigenda Goldfingers?
Hún hefði að sjálfsögðu ekki fengið ríkisborgararétt nema vegna þess að hún var heimilisföst á góðu heimili og hjá fólki sem þingmennirnir treystu.

Eitt sinn var ég að aðstoða útlending sem haði búið hér í mörg ár og er frá landi sem mátti búast við að yfirvöld myndu refsa honum kæmi hann aftur til föðurlandsins.
Hann er verkfræðingur og hafði þá unnið sem slíkur allan dvalartímann ( fimm ár) og hafði úrvals meðmæli frá vinnuveitanda sínum.
Þá var hann þjálfari í jaðaríþrótt sem þá var hér á landi en er núna viðurkennd í mörgum félögum og við höfum eignast afreksmenn í henni á alþjóðlegan mælikvarða.
Hann hafði sjálfur orðið heimsmeistari í greininni og gott ef ekki Ólympíumeistari líka.
Allt kom fyrir ekki.
Hann bíður í sjö ár eins og aðrir frá þessum heimshluta og formaður nefndarinnar frú Sólveig Pétursdóttir var gallhörð á því.
Nefndin hafði þó kynnt sér öll gögn varðandi málið.

Nú fær áðurnefnd stúlka frá Guatemala ríkisborgararétt eins og forsetafrú eða fyrrum heimsmeistari í skák meðan fjölmargir aðrir fá synjun.

Tengdamóðir stúlkunnar þrætir fyrir að hún hafi talað við nefndarmenn, vinnufélaga sína og bendir á að nafn hennar sé hvergi á blaði varðandi umsóknina (nema hvað).

Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir koma af fjöllum og skilja ekki þessa tortryggni. Þau hafi verið grunlaus um tengslin!

Segi þau satt eru þau öll að bregðast umbjóðendum sínum við þær skyldur sem þeim er treyst til.

Er einhver þessara þriggja fulltrúa jafnmargra flokka að segja satt?

Eða hvað?


Geir full hógvær.

Mér hefði þótt Geir H. Haarde mega berja sér meira á brjóst í ræðu sinni og vera ekki alveg svona landsföðurlegur, þótt það fari honum líka vel. Geir hefur af svo miklu að gleðjast í góðu gengi ríkisstjórnar sinnar og stjórna Davíðs Oddssonar þar sem hann hélt um pyngjuna.
Geir er alltaf málenalegur en má að mínu mati vera eilítið "kjaftforari" og svara þar með eftirspurn frá ákveðnum hópi manna.

Þá þótii mér KR-ingurinn dóttir hans Stefáns, Framsóknarstelpan líka góð.
Hún er alltaf málefnaleg eins og hún á kyn til.


mbl.is Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar og Eistar fá lægri laun.

Ég hef verið að hlýða á umræður í Alþingi um "Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra." Þingmönnum er mikið niðri fyrir en misjafnlega þó.

Við höfum lengi haft í heiðri að greiða "sömu laun fyrir sömu vinnu", en svo er aldeilis ekki þegar kemur að strætisvagnstjórum.

Hjá einkafyrirtækjunum þremur sem annast almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu viðgengst að greiða Pólverjum og Eistum mun lægri laun en greidd eru hjá Strætó bs.

Viðsemjendur fyrir þá eru Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Efling í Reykjavík.

Ég hef vakið athygli á þessari ósvinnu áður á þessum vettvangi og skrifað grein í Mogga sem enn bíður birtingar.

Félagsmálanefnd Alþingis mætti að ósekju veita þessu ástandi athygli og taka til athugunar þegar framhald umræðna um starfskjör erlendra starfsmanna verður.

Ég mun hafa samband við alþingismenn til að vekja athygli á óréttlætinu, en efast um að þeir sem ég kaus hafi áhuga á að sinna málefninu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1033297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband