Hissa

Björn Valur Gíslason alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar er hissa á forseta Íslands.

Björn Valur ætti að vita að Ólafur R. Grímsson gegnir stöðunni ennþá og þarf því ekki að vera hissa. 


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hárrétt hjá þér.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Auðvitað er ekkert undarlegt við a Grísinn taki sér tíma til að íhuga, þó mig gruni að hann þori ekki annað en að setja stafi sína undir IceSave. En um Björn Val vil ég segja það að ég á ekki orð yfir manninn (sem ég að vísu þekki ekki neitt); sem að mér skilst, er fyrrverandi sjósóknari, að hann skuli hafa komið því á koppinn sem nú er orðið staðreynd, en það er afnám sjómannaafsláttarins! Ég er netasjómaður úr Keflavík til 10 ára og mér finnst það koma úr hörðustu átt frá þessum kóna. Hann á að skammast sín! Sjómannastéttin hefur skömm á svona fírum! Ég ætla ekki að segja meira að sinni, því mér er svo mikið niðri fyrir!

Kristinn Rúnar Karlsson, 2.1.2010 kl. 19:20

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Valur er auðmjúkur þjónn Allaballanna í ríkisstjórn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2010 kl. 19:29

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Forsetinn er raunsær maður og veit að höfnun hans á undirskrift kallar meiri tafir á uppbyggingarstarfi yfir þjóðina og það er ekki það sem hún þarf núna. Hann mun skrifa undir lögin og gera það á virkum degi svo helgargleði landans breytist ekki í götubardaga. Þegar búið er að spana fólk upp með þeim hætti sem gert hefur verið er vandasamt að velja tíma fyrir lokapuntinn. Þetta mál er svo langt frá því að vera slíkt stórmál að það hálfa væri nóg. Hér er stjórnarandstaðan einfaldlega að reyna til þrautar að koma ríkisstjórninni frá. Ekki með hag þjóðarinnar í huga heldur til að bjarga sínum eigin valda og peningaklíkum. Veðbankar erlendis telja líka að forsetinn skrifi undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2010 kl. 21:02

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú þykir mér týra Hólmfríður Bjarna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2010 kl. 21:12

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og það er meira að segja ljós á týrunni minni og logar vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 02:32

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki vil ég að stjórnin fari strax frá, en hún má að ósekju hafa mál á borðum og taka tillit til þjóðarinnar og hlusta á vilja hennar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 11:34

8 Smámynd: Landfari

Má ekki alveg eins spyrja Hómfríður til hvers að vera að hefja endurreisn þjóðfélags sem hrynur svo eftir sjö ár þega kemur að skuldadögum?

Málið er einmitt það stórt að það hálfa væri nóg þegar það kemur til viðbótar öðrum skuldbindingum ríkisins sem nota bene eru óumdeildar.

Hvað hefurðu  fyrir þér í að þetta sé ekki stórmál? Veistu eitthvað um hvað þú ert að tala?

Hefurðu eitthvað kynnt þér hvaða forsendur er á bakvið þá spá sem segir að við ráum við þetta?

Landfari, 3.1.2010 kl. 15:07

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hólmfríður er norðlensk og þekkir innviði mála ríkisstjórnarinnar sem er lengst til vinstri allra ríkisstjórna þjóðarinnar..

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1031751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband