Sr. Gunnar þarf að velja sér annað starf

Mér finnst ákaflega ólíklegt að sr. Gunnar Björnsson eigi sér viðreisnar von sem sálusorgari, fræðari og fyrirmynd fermingarbarna. Efinn mun naga börnin og þau eiga í raun ekki að komast í þá aðstöðu að þurfa að hlíta forsjá hans. Sr. Gunnar hefur sjálfur sáð fræum efasemdar og gert lýðum ljóst að hann er ekki fær um að sinna presstörfum ef hann þarf að sækja styrk til barna á ákaflega óviðurkvæmilegan hátt.
mbl.is Prestur boðar borgarafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágætis kall hann Gunnar, en hann bara ræður ekki við sig og hefur aldrei gert. Þetta sorglega dæmi sýnir best hvað þjóðkirkjan er lömuð stofnun. Hún er ekki einu sinni fær um að taka til í eigin húsi, því miður. Kominn tími á aðskilnað ríkis og kirkju?

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 22:59

2 identicon

Heimir: Ég er sammála þér með öllu......

En væriru svo vænn að fræða mig um hugtakið Sálusorgari  og hver merkingin er á bak við það.

Baldur. Í þessum efnum er ég sammála þér

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

ERFITT..Þetta er erfitt mál fyrir Gunnar, erfitt fyrir bæjarbúa á Selfossi og ekki síst fyrir biskup sem virðist eiga erfitt með að taka skörulega á málinu. Er ekki sálusorgari sá sem huggar?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 08:50

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sálusorgari=huggari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 11:07

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjælesorger, eins og omsorg = umhyggja, sá sem annast sálirnar

en Silla, erfið mál verða þeim mun erfiðari sem menn draga lengur að leysa þau. Þetta mál allt er þjóðkirkjunni til háborinnar skammar.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 11:33

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð greining Baldur. Það er aldrei komið að tómum kofanum hjá þér.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband