ÓRG verður enn á ný þjóðinni til skammar

Hvað er ÓRG að læðupokast í útlöndum og gera sig gildandi?

Hann hefur engar forsendur fyrir því að ræða utanríkismál fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við erlenda þjóðhöfðingja.

Enn verður hann landi og þjóð til skammar.

 

"Vísir, 07. júl. 2009 11:16

Forseti Íslands ræddi hugsanlega ESB aðildarumsókn við forseta Litháens

 

Forsetinn hitti Grybauskaitë nýkjörinn forseta. Litháens. Mynd/ forsetaembættið.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í morgun, þriðjudaginn 7. júlí, fundi með Valdas Adamkus forseta Litháens og nýkjörnum forseta landsins, frú Dalia Grybauskaitë sem tekur við embætti næstkomandi sunnudag.

 

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að á fundi forseta með Adamkus hafi verið rætt um samvinnu ríkjanna tveggja og tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þá hafi forsetarnir rætt um áhrif hinnar alþjóðlegu kreppu á efnahagslíf landanna og hvernig brugðist hefði verið við henni með margvíslegum aðgerðum bæði í Litháen og á Íslandi. „Adamkus forseti lýsti áhuga sínum á því að fylgjast með umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og fjallaði í nokkru um reynslu Litháa á þeim vettvangi. Forseti Íslands taldi mikilvægt að Íslendingar gætu notið góðs af reynslu Adamkus í þeim efnum í forsetatíð hans, en hann hefur sótt alla leiðtogafundi Evrópusambandsins. Þáði hann boð forseta Íslands um að koma á næstu misserum í heimsókn til Íslands og flytja opinberan fyrirlestur í boði forseta," segir í tilkynningunni.

 

Á fundi forseta Íslands með Dalia Grybauskaitë, nýkjörnum forseta Litháens, var einnig vikið að hugsanlegri umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, en Grybauskaitë gegndi um árabil forystustörfum á vettvangi sambandsins sem einn af framkvæmdastjórum þess. Í tilkynningunni kemur fram að Grybauskaitë þekkti vel til íslenskra hagsmuna og sýndi ríkan skilning á málstað Íslendinga.

 

Á báðum fundunum óskaði forseti Íslands Litháum til hamingju með hina glæsilegu þjóðhátíð sem fram fór í gær í tilefni af því að þúsund ár

eru frá upphafi þjóðarsögu þeirra. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verksvið hans er skilgreint samkvæmt stjórnarskrá og gert ráð fyrir honum beri ekki að gera neitt annað í nafni þjóðarinnar á hennar eða annarra reikning. Sennilega til að tryggja að kostnaður við embættið fari ekki fram úr hófi. Við höfum forsætisráherra á Íslandi.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1031790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband