Til varnar Davíð

Guðlaugur Þór Þórðarson ritar ákaflega athyglisverða færslu í dag:
„Kostnaðurinn við Davíð
Það er öllum ljóst að Davíð Oddsson er mjög umdeildur á meðal þjóðarinnar. Ef að hann tjáir sig á opinberum vettvangi þá eru margir tilbúnir að ráðast á hann og gagnrýna harkalega. Vafalaust á hann það oft skilið og ég er sammála Geir Haarde að það var ekki maklegt að gagnrýna Vilhjálm Egilsson og Endurreisnarnefndina eins og hann gerði í ræðu á Landsfundi.

Það er hinsvegar athyglisvert að enginn fjölmiðill tekur efnislega fyrir þá gagnrýni sem að hann viðhafði í ræðunni. Það hlýtur að vera skoðunar virði þegar að fyrrverandi seðlabankastjóri heldur því fram að nýr seðlabankastóri og fjármálaeftirlitið hafi gert mikil mistök í tengslum við Straum, SPRON og Sparisjóðabankann. Mistök sem geti kostað íslenska ríkið mikla fjármuni en Davíð sagði:

„Ég tel ekki útilokað að þarna hafi verið um vanþekkingu aðkomu mannsins að kenna, auk þess sem fjármálaeftirlitið var höfuðlaus her eftir stórkostleg afglöp viðskiptaráðherra," sagði Davíð sem ekki telur útilokað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir hafi verið teknar af aðila sem alls ekki var fær til þess að taka.

„Það sama á við um SPRON og Sparisjóðabankann."

Einnig gagnrýndi hann Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að hafa stöðvað Seðlabankann í að bjóða út krónustöður jöklabréfaeigandanna og leysa þar með þann gríðarstóra vanda.

Hvað sem því líður þá hefur krónan verið í frjálsu falli síðan að Davíð fór úr bankanum og hér er í töflu þróunin frá því að hann yfirgaf bankann.

Milljarðar króna

Erlendar skuldir þjóðarinnar árslok 2008 13,124

Gengisvísitala krónunnar 26 feb (Davíð hættir) 190

Gengisvísital krónunnar í dag 31. mars 2009 212

Breyting 12%

Hækkun erlendra skulda eftir að Davíð hætti 1,552

Erlendar eignir þjóðarinnar í árslok 2008 9,557

Breyting 1,130

Nettó skuldir um áramót 3,567

Nettó skuldir nú (31 mars 2009) 3,989

Hækkun á nettó skuldum þjóðarbúsins 422

Hækkun á nettó skuldum þjóðarbúsins samsvarar öllum tekjum íslenska ríkisins árið 2009.

Spurningin er hvert sendum við reikninginn?

Er einhver með heimilisfangið hjá Norska Verkamannaflokknum? “


mbl.is Herða á gjaldeyrishöftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers vegna í ósköpunum ættu fjölmiðlar að taka fyrir þessa ræðu efnislega? Þú veist vel að á íslenskum fjölmiðlum er enginn maður hæfur til að fjalla um annað en yfirborð hlutanna. Manstu þegar þeir löptu lygina úr Jóni Ásgeiri gagnrýnislaust: Stærsta bankarán sögunnar!

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Heidi Strand


Mér blöskraði hvernig hann talaði um aðra meðal annars forsætisráðherra Íslands og Noregs og salurinn hló.

Heidi Strand, 31.3.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flott hvernig hann skellti þessum norska kratastrák og álfurinn úr hólnum gleymist seint!

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Íslenskir fjölmiðlar eru svo ótrúlega yfirborðssleikjandi og bara lélegir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það er nú sorglegt að menn skuli verja endalaust DO en það er réttur alla að hafa skoðun her sem hún er .

En nú hefur komið fram að útfutningsaðilar hafa stundar að fara framhjá gjaldeyrishöftum og varla hægt að sjá stakt orð um það hér á blogginu . 

Kanski má útskyra fall krónu að hluta til með því að sumir telji sig undarþegna lögum ???

En hitt er stóra spurningin hvaða stjórnmála maður hefur kjark til að koma með niðurskurðaáætlun sína það vita jú allir að það þarf að skera niður til að hagræða . Þess vegna óska ég eftir að stjórnálamenn minki kostingarloforð sín og kynni frekar hvar til standi að skera niður svo við getum gert upp hug okkar í samræmi við raunveruleikan .

Jón Rúnar Ipsen, 1.4.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kveðja Silla.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.4.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Heimir ! Þetta er eins og ef  konan mín drægi fyrir gluggann hjá okkur að deginun til , um kvöldið , þegar væri komið myrkur , þá segði ég við hana ; "Þér var skammar nær að draga fyrir kerling" - , ég meina Heimir það er öllum morgunljóst , þ.e.a.s. þeim er það vilja vita hvert stefnir , nú ef þú veist annað , þá verði þér að góðu - ég hef ekki höfuðvöxt í slíka vitneskju og vil ekki hafa hana ;)

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 17:16

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðiðlega páska kæri Heimir - og takk fyrir bloggvináttu þína.

Njóttu hátíðanna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband