Nýir vendir sópa best - Kristinn í VR og Óli Björn á þing

Vonandi verður VR það til góða að nýr formaður sest í stólinn í næsta mánuði. Annars er ég viss um að Gunnar Páll var leiksopuur örlaganna og er söknuður að honum fyrir VR félaga.

Á Alþingi verður mikil endurnýjun ef að líkum lætur. Óli Björn Kárason er  maður sem ég vildi gjarna sjá á þingi næstu fjögur árin eða svo. Hann gerði fyrir nokkrum misserum eftirfarandi verkefnalista sem mér sýnist að gildi um margt enn:

 "Ég var einn þeirra sem hafði efasemdir um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir kosningarnar 2007. Eftir því sem leið á stjórnarsamstarfið urðu efasemdir mínar að fullvissu.

En þrátt fyrir efann þá fylgdu góðar óskir og 17. maí 2007 birti ég yfirlit yfir nokkur verkefni sem ég taldi að ríkisstjórnin ætti að sinna. Verkefnalistinn á því miður erindi til næstu ríkisstjórnar, enda náðist lítill árangur í þeim efnum í samsteypunni með Samfylkingunni. Ég er að birta listann að gefnu tilefni:

"Ég bíð og vona að eftirtalin verkefni verði í málefnaskránni:

1. Landbúnaðarmál. Hafist verði handa við að innleiða samkeppni í landbúnaði og innflutningur gefinn frjáls í ákveðnum skrefum á næstu fjórum árum.

2. Samgöngu- og fjarskiptamál: Gert verði stórátak í samgöngumálum til að tryggja öruggar samgöngur milli landshluta. Allir aðalþjóðvegir landsins verði breikkaðir og allar brýr verði tvíbreiðar. Ný samgönguáætlun kynnt til átta ára þar sem verkinu er hrint í framkvæmt. Fjarskipti verði tryggð á landinu öllu og öll íbúðarhús í sveitum og þéttbýli verði nettengd á næstu fimm árum. Líklega mun fátt efla samkeppnisstöðu landsbyggðarinnar en góðar samgöngur og góð fjarskipti.

3. Uppskurður í heilbrigðiskerfinu: Einkarekstur verði hafinn til vegs og virðingar í heilbrigðiskerfinu með sama glæsilega hætti og gert hefur verið á undanförnum árum í íslenska háskólasamfélaginu.

4. Greiðum skuldina: Gæti verið yfirskrift í átaki til að bæta kjör aldraðra. Stór hluti þeirra sem nú hafa látið af störfum, er án lífeyrisréttinda, (ólíkt þeim kynslóðum sem koma á eftir), þetta tímabundna ástand verður að brúa og tryggja öllum viðunandi ævilífeyri. Með kerfisbreytingu í heilbrigðismálum og í samstarfi við sveitarfélög og einkaaðila er hægt á örskömmum tíma og tryggja öllum öldruðum það húsnæði og þjónustu, sem þeim er nauðsynleg.

5. Álver við Húsavík: Niðurstaða fáist strax hvort álver verði reist við Húsavík.

6. Skattar á fyrirtæki verði lækkaðir í 15% vegna ársins 2008.

7. Tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður um 1% á hverju ári út kjörtímabilið.

8. Virðisaukaskattur á matvæli felldur niður fyrir lok árs 2009.

Og að lokum verða Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde að gefa út eftirfarandi loforð:

Systurnar, Óstjórn og Óráðsía, fá ekki sæti í ríkisstjórninni."

 


mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband