"Og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands - þessi frægi ,,faglegi" sem hagfræðingar tala mest um - er í tætlum."

 

Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins fellir þungan dóm yfir Jóhönnu Sigurðardóttur sem penni á pressunni. Hann gagnrýnir að krata hafi verið skipt inn á fyrir "hægri" mann og að íslensku peningamálasérfræðingarnir Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson hafi verið reknir. Jón Sigurðsson er helsti efnahagsráðgjafi sósíaldemókrata á Íslandi:

"Hvað er ,,faglegt" við þetta?

Auðvitað er það styrkur hverju samfélagi að geta leitað hæfileika, þekkingar og reynslu um heim allan til ábyrgðarmikilla embætta og verkefna. Fyrir okkur Íslendinga er þetta hluti þeirrar opnunar og hnattvæðingar sem þjóðin hefur hingað til viljað stefna að. Og þetta er um leið vottur þess að við viljum ekki liggja í heimóttarskap eða minnimáttarkennd. Þess vegna mætti fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fá virtan Norðmann til stjórnunarstarfa í Seðlabankanum.

En það er ekki fleira að fagna í málefnum Seðlabankans um þessar mundir.

Aðdragandinn að ráðningu Norðmannsins var alveg skelfilegur - og verður vonandi aldrei endurtekinn. Það er ráðgáta hvernig þetta gat átt sér stað. Og það er ráðgáta hvernig Jóhanna forsætisráðherra og Steingrímur fjármálaráðherra gátu sett sig í þessi ósköp.

Hvað gerðist ?

Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík.

Hvað er ,,faglegt" við þetta?

Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns - en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðlabankastörfum?

Segjum að Davíð hafi áður komið sér í vanda sem seðlabankastjóri með afskiptum og yfirlýsingum. Segjum að þeir Davíð, Eiríkur og Ingimundur sæti því að hrunið varð á þeirra vakt. Segjum meira að segja að þeir beri beina ábyrgð á einhverjum skilgreindum mistökum - og væri þá ágætt að þjóðin fengi að heyra eitthvað um það. En hvernig í ósköpunum á að halda því fram að ráðning Norðmannsins verði trúverðug eða geti með nokkru móti orðið trúverðug eftir þennan aðdraganda?

Allt uppnámið við Seðlabankann að undanförnu er mistök og vandræði. Heiðarleiki, einurð og góður vilji Jóhönnu verða ekki dregin í efa hér, en margt bendir til að hún hafi ógóða ráðgjafa. Hún ætti að forðast þá sem hafa hvíslað í eyru henni að undanförnu. Frumvarpið til breytinga á lögum um Seðlabankann var illa undirbúið og varla hálfkarað. Og það fjallaði alls ekki um neitt sem tengist vandræðum þjóðarinnar um þessar mundir. Skipulag bankastjórnar Seðlabankans brást alls ekki, og frumvarpið hafði ekkert fram að færa í peningamálum eða varðandi peningastefnu.

Í þokkabót lét Jóhanna blekkja sig til að skrifa bankastjórunum bréf. Upp úr þeirri sendingu varð ljóst að allt málið var pólitískt einelti. Alþingi getur hvenær sem er breytt lögum og skipulagi stofnana og látið fylgja með að stöður æðstu stjórnenda verði lagðar niður. Það er ekkert óeðlilegt eða persónulegt eða niðurlægjandi í slíku. En það varð strax ljóst að málatilbúnaðurinn þessu sinni var annar, verri og heiftúðugur.

Það eina sem hefur áunnist er að prýðilegu skipulagi hefur verið kollvarpað fyrir einhvers konar kaffiselskap þar sem verður töluð enska, mest með íslenskum og norskum hreim. Pólitískt einelti hefur verið viðurkennt í landinu. Og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands - þessi frægi ,,faglegi" sem hagfræðingar tala mest um - er í tætlum."
mbl.is Fagnar stofnun peningastefnunefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Runólfsson

Manni vöknar um augun við lestur á þessu harmavæli.

Jón Sigurðsson, hægrisinnaður nýfrjálshyggju krati lætur tilfinningarnar leiða sig á villibraut með ófaglegum skrifum sem skilja ekkert eftir sig nema loftið og biturleikan eins og hjá flestum sem brugðust trausti þjóðarinnar.

Þórður Runólfsson, 4.3.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1031742

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband