Var búið að múta ráði og rænu frá Björgvini G. Sigurðssyni og Ingibjörgu Sólrúnu?

Voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson ekki í síðustu ríkisstjórn?

Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson telja að svo hafi verið:

"Á sama hátt hljóta allir ráðherrar ásamt yfirmönnum fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og forsætisráðuneyti að hafa vitað hvað átti sér stað. Samt sem áður brást ríkisstjórnin ekki við. Hún hefði á öllum tímapunktum getað tekið ákvarðanir sem hefðu mildað endanlega niðurstöðu. Ef ríkisstjórnin hefði brugðist skynsamlega við væri hagkerfið í mun betri stöðu nú. Með því að takast ekki á við yfirvofandi fall bankakerfisins, ef til vill í þeirri von um að óstöðugleikinn myndi hverfa, verður ekki hjá því komist að líta á sem svo að íslensk yfirvöld hafi veðjað á að endurlífgun bankakerfisins myndi eiga sér stað, en tapað," segja Gylfi og Jón í skýrslunni."

Björgvin G. Sigurðsson er sá eini af fráfarandi Samfylkingarráðherrum sem kann að skammast sín.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Annað en sagt verður um sjallana. Þeir hafa ekki enn lært að skammast sín.

Af hverju

Þeir hafa ekki enn áttað sig á ástandinu 

Kristján Logason, 9.2.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Sigurbjörg

0g eins má rekja þetta til peningastefnunnar frá 2001, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.  FME og Seðlabankinn ábyrgir líka, hvað með þá?

Sigurbjörg, 9.2.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir sem misnotuð aðstæðurnar voru Jón Ásgeir, Kaupþingmennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már, Hannes Smárason og fáeinir fleiri. Þessir menn fá að vera í friði fyrir Herði Torfasyni Kristjáni Logasyni og fleiri forsprökkum mótmælanna og Vg.

Þeir ráðast svo á seðlabankastjóra til að draga athyglina frá þeim sem veittu þeimm mesta féð í prófkjörs- og kosningasjóði.

Vegur þeirra og vegsemd fara síðan eftir framkomunni þessa dagana.

Sigurbjörg, nefndir þú Framsókn í sambandi við spillingu? Nú þykir mér týra!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimir mér fannst þetta brandari. Hagfræðingar eru hluti félagsvísinda " civil workers" með meira próf og ásamt stjórnmálafræðingum þjónustu armur stjórnmálamannanna. Hagfræðingar hefa mikla hagsmuni af því Skrifræðið og ráðstjórnin dafni. Því miður gerist það ekki innan ESB því hagræðingin í kjölfarið  reiknar varla með meira en einum hagfræðing á 300.000 íbúa einingu. 

ESS samningurinn og OMX kauphöll Íslands 1985 einn af aðal viðskiptavinum Seðlabankans [óþarfa]. Það er það sem ekki má ræða?  

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

ISG er víst algör einræðisheili því að utanríkisráðuneytið er víst ekki starfhæft án hennar.

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Kristján Logason

Heimir minn þú eignar mé nú einum of mikinn heiður að vera forsprakka mótmælanna. En takk samt. Þann heiður á Hörður og aðrir þeir sem staraf hafa með honum. Ég telst duglaus með öllu þar nema hugsanlega í ræðu og riti.

Hins vegar frábið ég mér að þeir menn sem þú nefnir fái að vera í friði fyrir mér. Var farinn að spyrja ýmissa spurninga  um þá á árunum 2004 og 2005 og var þa úthrópaður. Í mínum huga eru kaupþingsmenn þjófar, enda stálu þeir frá mér og neituðu að borga.

Eins og sagt hefur verið áður þá þurfa menn að vera rólegir. Það verður tekið eitt skref í einu og þessir menn eru vonandi ekki lausir við land og lýð.

Um leið og þið sjallar róið ykkur eftir tapið. Gerið ykkur grein fyrir skaðanu sem hefur orðið og farið að vinna með og fyrir fólkið í landinu þáhefst þetta allt saman

Kristján Logason, 9.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband