Agnes og Ólafur Ragnar - brestir í sambandinu?

Það er heldur betur farið að hitna í sambandi Agnesar Bragadóttur blaðamanns og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins. Það hlaut að koma að því að samband þeirra kæmist upp á yfirborðið. Hvað Dorrit segir veit enginn ennþá en athygli vekur að til hennar hefur ekki heyrst vikum saman.
"Forseti, segðu af þér
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er enn við sama heygarðshornið. Hann veit allt best og skilur allt best. Hann talar af hroka niður til þjóðar...


Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er enn við sama heygarðshornið. Hann veit allt best og skilur allt best. Hann talar af hroka niður til þjóðarinnar, samanber yfirlýsingar hans um að hann og aðeins hann hafi þingrofsrétt; hann hafi um árabil verið prófessor í stjórnmálafræði og »þekki því vel þessi fræði«; »þessir ágætu fræðimenn eða álitsgjafar, hafa, að mínum dómi, bara alls ekki rétt fyrir sér,« sagði Bessastaðabóndinn þegar hann var spurður um þá gagnrýni fræðimanna að hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að leggja formönnum flokkanna til stefnumál fyrir verðandi ríkisstjórn.Í hvaða veröld reikar maðurinn á Bessastöðum eiginlega um?! Sambandsleysi kjörins þjóðhöfðingja, Ólafs Ragnars Grímssonar, við þjóð sína er svo æpandi, að beinlínis var vandræðalegt að horfa og hlýða á beinar útsendingar frá Bessastöðum um það sem ekkert var. Enda var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, greinilega ofboðið, þegar innihaldslaust orðskrúðið rann í stríðum straumi frá forsetanum, eftir að henni og Steingrími J. hafði verið falið að mynda ríkisstjórn. Hún réttilega nefndi samkomu forsetans »málfund«, kvaddi og gekk ásamt Steingrími J. af fundi og til verka. Flott hjá Sollu!Vitanlega glímir sá kjörni fulltrúi þjóðarinnar, sem undanfarin ár hefur haft sína helstu iðju af því að mæra auðkýfinga, smjaðra fyrir útrásarvíkingum, elta þá heimshorna á milli í einkaþotum þeirra, m.a. til Katar með þeim Kaupþingsforkólfum Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni til þess að koma á sýndarviðskiptum við sjeikinn Al-Thani og flytja öldungis ótrúlegar smjaðursræður um útrásina, samanber mæringuna frægu á Bretlandi: »You Ain't Seen Nothing Yet!«, við ákveðna tilvistarkreppu og tilgangsleysi, þegar ekki nýtur lengur við útrásarinnar »dásamlegu«.Þá er nú jafngott fyrir hinn kjörna fulltrúa þjóðarinnar að dusta rykið af gömlum pólitískum draumum, sem hann blessunarlega vegna útrásarinnar hefur að mestu leyti látið liggja í salti undanfarin ár. Allavega var haft eftir forsetanum hér í Morgunblaðinu í fyrradag, þegar hann var að svara ofangreindri gagnrýni, að eðlilegt væri að þjóðin væri upplýst um vilja forseta.Fyrirgefðu Ólafur! Það er ekkert eðlilegt að við séum upplýst um þinn vilja í efnum sem þér koma einfaldlega ekki við. Þú átt að hafa vit á því að halda þér á mottunni og láta stjórnmálamönnum eftir að rækja sitt hlutverk, án þess stöðugt að reyna að troða þér inn í umræðuna, drifinn áfram af óstjórnlegri athyglissýki og sjálfumgleði.Sem einn helsti skaðvaldur íslensks efnahagslífs undanfarin ár mættir þú líka hafa vit á því að segja af þér. Viltu nú ekki vera svo vænn að hugleiða það?! agnes@mbl.is"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Þetta er eins og skrifað úr minni hugsun. Flott hjá þér er sammála öllu sem þú segir.

Guðrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031775

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband