Sendi Svanfríður fréttastofu Jóns Ásgeirs samrit sms-ins?

"Hvatti Ingibjörgu til að íhuga stjórnarslit með sms-i

mynd
Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri á Dalvík.

Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hvetur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, til að íhuga stjórnarslit og skoða með opnum hug tilboð Framsóknarflokksins um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þetta kemur fram í smáskilaboði sem bæjarstjórinn sendi í misgripum á símanúmer sem er keimlíkt númeri formannsins.

Svanfríður segir afar óheppilegt að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tali fyrir hönd Samfylkingarinnar og vísi í samtal sitt við Ingibjörgu. Geir sagði við fréttamenn í Valhöll í gær að hann hefði rætt við Ingibjörgu og formennirnir væru ekki á því að slíta stjórnarsamstarfi flokkanna.

Svanfríður sendi eftirfarandi smáskilaboð í gær:

,„Mjög óheppilegt að Geir tali fyrir okkur og vísi í samtal við formann S. Best að gefa út yfirlýsingu að þú munir gefa álit að höfðu samráði þegar þú ert komin heim. Ástandið mjög alvarlegt og staða S einnig. Skoða tilboð framsóknar jákvætt. Kveðja og knús Svanfríður."

Svanfríður staðfesti í samtali við Fréttastofu að hún hefði sent þetta sms. "

Ofangreint er orðrétt af vísi.is - nema fyrirsögnin svo því sé haldið til haga.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fyrst er það hnefinn í magann, síðan kveðja og knús. Eru því engin takmörk sett hvað þetta fólk getur verið ógeðslegt?

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: corvus corax

Sjálfstæðisflokkurinn er dauður þótt hann fatti það ekki sjálfur!

corvus corax, 22.1.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt, stjórnin er dauð en íhaldið lifir.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Ingibjörg Sólrún er í veikindafríi og hefur sett inn varamann í sinn stað, ansi lélegt að geta ekki virt það, þarna er nú bara framsóknar restin að rembast við að komast í umræðuna, þetta eru eins og rjúpur sem bundnar hafa verið við staur.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 22.1.2009 kl. 17:14

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það mæðir meira á ISG en æskilegt er. Innanhússátökin ru meiri en nokkur utanaðkomandi átti von á og Samfylkingin er rúin trausti.

26. eða 27. Dóri?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

26.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 22.1.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband