Björn hættir örugglega. Spurning hvenær.

Það verður fróðlegt að lesa bók Björns Bjarnasonar um hugsanlega Evrópusambandsaðild okkar, sem kemur í bókabúðir á morgun. Öll umræða er af hinu góða, en má ekki afvegaleiða okkur þessa dagana í leit að ástæðum hruns efnahagskerfis þjóðarinnar.  

amx.is birtir í dag:

Birt 11. janúar 2009 klukkan 14:05

Hættir Björn Bjarnason eftir landsfund?

Ég tel mig geta svarað spurningu amx. Þar er harla ólíklegt að Björn láti af embætti fyrir landsfund sem fer fram eftir nokkra daga. Öruggt er að Björn hættir eftir landsfund og þarf enginn að fara í grafgötur með það. 

 


mbl.is Fjallað um sjávarútveg og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessir aðilar vilja hafa völd yfir auðlindum okkar, en málið er að þeir hafa nú ekki farið svo vel að ráið sínu. Kvótakerfið er ein skelfilegasta blekking Sjálfstæðisflokksins og ég er viss um að betra hefði farið fyrir okkur ef völdin yfir kvótanum væri í Brussel en ekki hjá glæpaklíkunni í LÍÚ, þannig hefði kannski verið hægt að bjarga einhverju en staðreyndin er sú að útgerðamenn á Íslandi eru skuldum vafnir, með skuldir upp á 600-800 miljarða. Þó við gerðum ekkert annað en veiða upp í skuldir þá tæki það 6-8 ár að borga skaðann. Helvítis glæpahundar!

Valsól (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skuldir útgerðarinnar lækka með hækkandi gengi krónunnar. Tekur bara smá tíma.

Það er ljótt ef satt er að þeir sömu og kvarta undan stöðutöku gegn krónunni skuli líka kvarta undan hækkun erlendra lána. Fáránlegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ísland gangi aldrei í þetta ESB.

Það má ALDREI VERÐA, - samkvæmt mínu mati.

Í stuttu máli sagt: ALDREI AÐ EILÍFU Í "ESB".

Íslenska krónan er jafngóður gjaldmiðill og hver annar gjaldmiðill, en það sem ræður gildi gjaldmiðils í hverju landi er fjármálastjórnin í því landi, -(líka samkvæmt mínu mati). Sé stjórnunin góð, þá er gjaldmiðillinn sterkur. (Við þurfum ekki júruna, - júran er lélegur pappír, og ekki traustvekjandi gjaldmiðill.)

Festing krónunnar við dalinn, (100 kr. móti einum dal), yrði mikið gæfuspor. (Þá kemur þar næst vel til greina að taka upp nýja mynt "ÍSDALINN" - jafngildi bandaríska dalsins)

En eitt hið allra auðsynlegasta er þó það að auka framleiðslu, - og það án tafar, - og þar með gjaldeyristekjur. Gjaldeyristekjurnar þurfa ávalt að vera meiri en notkunin, ef vel á að vera, (þ.e. að mínu mati).

Besta og skjótvirkasta leiðin, - (í stöðunni eins og hún er í dag), - er að gefa færa- og línuveiðar frjálsar. Það er að mínu mati, eitt hið allra stærsta og mesta gæfuspor sem þjóðin getur stígið.

Enda er það vafalaust flestum vel ljóst, að frelsi á öllum sviðum, - frelsi til þess að framleiða vörur og verðmæti, - er undirstaða allrar velmegunar.

Ísland verður að halda sjálfstæði sínu, og frelsi til þess að ráða yfir sínu landi og hafsvæðum, - og því eins kemur aldrei til greina að ganga í ESB.

Tryggvi Helgason, 11.1.2009 kl. 18:10

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú kemur víða við Tryggvi. Ísdalur eða Pólardalur góð hugmynd. Reyndar segir góður miðill að dalurinn bandaríski sé á undanhaldi og í stað hans komi Amero sem muni gilda í suður- og norður Ameríku. Hver veit.

Að auka framleiðsluna er okku mikil nauðsyn og ekki síður að auka framleiðnina sem má bæta til muna.

Hvort markaðir fyrir færa- og línufisk séu til staðar veit ég ekki, en fisksölufyrirtækin geta sjálfsagt svarað því, þegar vinnslu- og flutningskostnaður liggur fyrir.

Ég hef ekki ennþá séð rökin fyrir inngöngu í ESB.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Einar Solheim

Heimir: Ef þú hefur ekki séð rökin fyrir inngöngu í ESB, þá ertu blindur. Málið er að þú ert með selectiva sjón - þú sérð bara það sem þú vilt sjá. Ég get með sama hætti sagt að ég hafi ekki enn heyrt eina ástæðu fyrir því af hverju við ættum ekki að ganga í ESB.

Einar Solheim, 11.1.2009 kl. 19:19

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sérðu enga annmarka Einar á inngöngu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Einar Solheim

Heimir:

Jú - ég sé annmarka. Ég mun sjá eftir krónunni. Það eru vissulega ákveðnir kostir við að hafa eigin gjaldmiðil, en það er fullreynt. Kosturinn við að taka upp Evruna eru einfaldlega allt of miklir miðað við þá mögulegu kosti við að halda krónunni. Ég hef ekki áhyggjur af sjávarútveginum og tel að hægt verði að vernda hag almennings varðandi þá auðlind ekki síður innan ESB en við gerum í dag utan.

Rök um lýðræði/sjálfstæði/fullveldi eru bara bull. Það þarf mjög mikinn vilja til að vera tilbúinn að kaupa slík rök gegn ESB. Þá er Ísland með einhvers konar öðruvísi sjálfstæði/lýðræði/fullveldi en aðrar evrópuþjóðir. Og þó svo að menn sættist á að um eitthvert framsal á völdum sé að ræða, þá hefur ESB sýnt að þeir fara vel með það vald. ESB á sér enga sögu að ráðast gegn miklum hagsmunum einstakra þjóða.

Einar Solheim, 11.1.2009 kl. 20:33

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sumir gefa Efnahagsbandalaginu fimm til sjö ár, þá riðlist allt og fari andskotans til. Þú þarft ekki að sjá eftir krónunni, hún mun lifaa, en Bónus fer veg allrar veraldar.

Eftir hvaða landsfund heldur þú að Björn hætti? Næsta?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 21:23

9 Smámynd: Einar Solheim

Ég mun sjá eftir Birni.  Hann er samviskusamur og duglegur.  Eitthvað finnst mér þó forgangsröðunin hafi brenglast hjá honum undanfarið með aukningu á fjárlögum til sérsveitar en lækkun til efnahagsbrotadeildar, en sem dómsmálaráðherra hefur hann í heildina staðið sig prýðilega. 

Ef Björn á hins vegar að víkja fyrir Bjarna frænda sínum, þá hef ég ekki áhyggjur.  Treysti Bjarna til allra góðra verka.

 
ps:  Þessir "sumir".... eru það þú og valdir félagar úr Heimssýn?

Einar Solheim, 12.1.2009 kl. 09:33

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef sumir væru við suma eins og sumir eru við suma, myndu sumir ekki vera við suma eins og sumir eru við suma. Eða þannig.....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031735

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband