Stattu þig strákur

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er líklega á réttri leið. Það hefur reynst fyrirrennurum hans yfirmáta erfitt að gera breytingar á stöðnuðu kerfi þar sem starfsmennirnir hafa staðið tryggan vörð um starfsaðstöðu sína og leiðir til sjálfskömmtunar fjár. Það er á engan hátt verið að skerða þjónustu við neytendur, aðeins verið að færa hana til.

Gangi þessar breytingar hans eftir skipar hann sér á bekk með hæfustu ráðherrum eins og Davíð Oddssyni, Geir H. Haarde (í fjármálaráðuneytinu) og Birni Bjarnasyni.

Hann stendur og fellur með þessum gjörðum sínum því samtvinnun hans við Baugsmafíuna á eftir að verða honum fjötur um fót.


mbl.is Fullur salur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Fórst þú á fundinn eða kynntir þér málin?

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Skil ekki svona yfirlýsingar hefur þú kynnt þer þann kostnað sem fellur á sjúklinga það er engin smá kostnaður að þurfa aka til Keflavíkur og sumir oft í viku . Þetta er bara einn naglinn enn í kistu Ríkisstjórna . Sannar bara það að það er ekkert að marka loforð Geirs hann lofaði í upphafi kreppu að standa vörð um heilbrigðiskeflis eins gott að hann telur ekki þörf á að gera miklar breytingar þá myndi ekki verða neitt sjúkrahús á landsbyggðin

Jón Rúnar Ipsen, 10.1.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég fór ekki á fundinn en tel mig hafa kynnt mér málið all nokkuð Hansína.

Þú verður að eiga það við þig Jón (ef þú skrifaðir í dag) hvort þú skilur eða ekki skilur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gulli er margbúinn að tala um að hann muni ekki skerða þjónustuna en þetta er alveg hrikaleg skerðing og við Hafnfirðingar erum sótrauðir af reiði. Reyndar vorum við sótrauðir fyrir en það var af pólitískum orsökum. Hvers konar della er þetta, Heimir Fjeldsted, að flytja þjónustuna úr borginni út á land?

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 19:28

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við verðum að horfast í augu við það að fátæk þjóð þarf að nýta eignir sínar sem best. Fullkomin skurðaðstaða er í Keflavík. Hjúkrunaraðstöðu vantar fyrir aldraða í Hafnarfirði og Jósef tekur hana að sér.

Þjóðin spara milljarða króna og það var tími til kominn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 20:12

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flyttu þessa fjandans skurðstofu til Hafnarfjarðar, drengur, hér eru sjúklingarnir!

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kostar peninga minn kæri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 20:32

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Onei, við Hafnfirðingar skulum flytja hana ókeypis fyrir hádegi á morgun, no problemo. Þetta er bara fyrirsláttur hjá Gulla. Þjónustan til fólksins, Heimir.

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En hvað með gamla fólkið sem faagnar ákaft hjúkrunarheimili hjá heilögum Jósef?

Hver á það að gjalda?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er til yfrið nóg af húsnæði handa því. Hvað er eiginlega langt síðan þú komst hingað í Fjörðinn? Bjóddu frúnni í bíltúr nú um miðnættið og sýndu henni Ásvellina, þar standa mörg hundruð íbúðir auðar og bíða eftir trallandi gamalmennum. Svo bara býður þú frúnni rauðvín í glas, kveikir á kertum og tekur fáein dansspor á parkettinu og nóttin er þín!

Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Það kostar líka að breyta St.jó í spítala fyrir aldraða, segðu mér ef þú hefur kynnt þér málið hvaða þjónustu hefur St.jó verið að bjóða?

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:20

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur ég fer stundum um Ásvellina og hef ekki komið auga á hjúkrunarstofnanir þar, en mikið af yfirveðsettum íbúðum. (Glögg auga gamals fasteignasala).

Segðu mér Hansína hvaða sérfræðistærðfræðiþjónustu þú hefur yfir að ráða sem tekur sérfræðingum ráðuneytanna fram.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 11:27

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæll Ævar. Gaman að sjá þig á þessum slóðum. Ég hef ekki kynnt mér nægjanlega vel ástæður flutninganna á Akureyri. Get ekki úttalað mig þess vegna. Auðvitað rennur manni til rifja að sjá óánægt gamalt fólk, eða bara fólk yfirleitt sem ekki er ánægt.

Mannúð held ég að sé til staðar í Heilbrigðisráðuneytinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031739

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband