Samfylkingin reynir að fela samband sitt við útrásaraðalinn

Það er greinilegt að Samfylkingin á erfitt með hlutskipti sitt í ríkisstjórn og getur engan veg horfst i augu við sjálfa sig og órofa feril sinn með útrásaraðlinum.

Til að drepa málum á dreif hyggst Samfylkingin slíta stjórnarsamstarfi og hlaupast undan merkjum. Samfylkingin dregur upp úr pússi sínu ágreining um Evrópusambandsaðild sem var búið að semja um að setja á ís í fjögur ár frá undirritun stjórnarsáttmálans. 

Með slíku fólki er ekki hægt að vinna. 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Kemur ekki á óvart.

Sigurbrandur Jakobsson, 4.1.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Einar Solheim

ESB umræðan hefur verið á ís af því að xD hefur ísað hana.  Ef það er ekki ástæða til að setja aðildarmál nú á oddinn, þá veit ég ekki til hvers við erum á annað borð með stjórnmálamenn.  ESB er brýnasta hagsmunamál almennings á íslandi í dag og því ekkert nema eðlilegt að mögulegt framhald brotni á því hafi xD ekki þroska til að sjá hverjar þarfir þjóðfélagsins og almennings eru í dag.

Einar Solheim, 4.1.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sitt sýnist hverjum Einar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.1.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta veslings kommalið er alltaf á einhverri eyðimerkurgöngu. Fyrst gátu þeir ekki gert upp stalíniska fortíð sína, nú geta þeir ekki gert upp útrásarfortíðina. Mikið vildi ég að þetta lið hætti bara í pólitík og færi að vinna.

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo ætlast bankamálaráðherra sem hefur sofið á stóli sínum að við greiðum skuldir óreiðuauðmanna

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.1.2009 kl. 18:14

6 identicon

Heimir, það eru margir sem aðhyllast þessari kenningu þinni og fréttaflutningur helgarinnar ýtir undir það.  Ég er á því að stjórnarflokkarnir hafi gert sér grein fyrir því fyrir nokkrum vikum að stjórnarsamstarfið gæti ekki gengið eftir öll ósköpin.  Þess vegna eru yfirlýsingarnar byrjaðar að streyma fram.  Að mínu mati byrjaði Sjálfstæðiflokkurinn strax í nóvember að undirbúa sig undir kosningar hvenær sem þær verða.  En mér finnst svolítið týpiskt fyrir Samfylkingu að bregða sér í stjórnarandstöðu fyrir stjórnarslit.  En það eru þekkt dæmi um það í stjórnmálasögunni að einstakir þingmenn og ráðherrar fyrrum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags byrjuðu að haga sér svona.

Steingrímur.  Þú veist ekki frekar en ég hvaða skildir eru hreinir eða drullugir. Þá má vel vera að DO sé mikill orsakavaldur en mun enginn trúa þér ef þú flytur mál þitt með þeim hætti sem þú gerir.  Þetta eru fantasíur byggðar á óskhyggju og skrifaðar í reiðikasti.  En hins vegar get ég tekið undir með þér að það er ýmislegt sem DO hefur gert og sagt sem ég skil ekki.  En kallinn á sér mörg líf.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:58

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur, mér finnst í góðu lagi að ég gagnrýni mann og annan og verji svo Davíð Oddsson sbr.: "Ég má ekkert illt heyra eða sagt um Davíð Oddsson. Hann einn hefur hreinan skjöld í fjármálahneykslinu og það á eftir að koma í ljós."

Þú skilur kerskni að ég held.

Hatur þitt á Davíð Oddssyni er ekki einleikið og erfitt við því að gera. Þú ert ágætur samt.

Einar, Samfylkingin er komin í kosningaundirbúning. Það er ljóst.

Væri ekki rétt að Geir Hilmar sliti stjórnarsamstarfinu sem ekki er samstarf lengur og leggði til við formenn allra flokka að starfsstjórn taki við í að minnsta kosti ár. Á meðan geta flokkarnir farið yfir starfsreglur sínar og ekki síður siðferðisreglurnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 10:56

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ferð á kostum Steingrímur með lokasetningunni:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1031826

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband