Happafengurinn Stefán Logi


stefanlogi.jpg"Ég held að það sé óhætt að fullyrða að Stefán Logi hafi hitt naglann á höfuðið í viðtali við fótbolta.net nú á dögunum. Það er ánægjulegt þegar menn tala jafnvel um klúbbinn og Stefán Logi enda hefur hann unnið hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins og þá ekki bara vegna frammistöðu sinnar á vellinum. Við fáum hér að láni hluta viðtalsins og birtum hann hér á síðunni. Það er óhætt að segja að það sé aðeins einn Stefán Logi!

“Fyrst og fremst þá er ég gríðarlega stoltur yfir því að vera Íslendingur og KR-ingur, ekki bara vegna þess að félagið er staðsett í vestur hluta Reykjavíkur og stofnað 1899, heldur vegna þess að það er svo stór hluti af íslenku íþróttamannlífi hvort sem um er að ræða fótbolta, borðtennis, handbolta, körfubolta, keilu, pílu, badminton, taekwondo, sund, skíði, glímu eða einhverja aðrar íþróttir sem kunna að vera starfræktar innann félagsins.

Á tímum eins og nú blasa við okkur Íslendingum er gott að hugsa til þess að vera hluti af einhverju þar sem félagsskapur, samheldni, vinátta, metnaður og gagnkvæm virðing myndast og viðhelst. Miðað við flest það sem ég hef upplifað hjá KR, þar með talið fólkið sem kemur að félaginu og ekki má gleyma sögunni sem KR á að baki, þá finnst mér gott að vita að ég er partur af þeirri sterku heild sem er og kemur til með að vera í Vesturbænum um komandi ár í gegnum súrt og sætt.

Öll íþróttafélög, meðlimir þeirra sem og bara allir Íslendingar þurfa nú að standa sem ein heild og reyna vinna meira saman að því halda einhverri ákveðinni stefnu lengur en í örfáa mánuði í senn svo það skili tilsettum árangri. En auðvitað gerast góðir hlutir hægt og því þarf smá þolimæði.”"

Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér greinarstúf af KR Reykjavík.is og vona að mér fyrurgefist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1031737

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband