Ég vil breyta rétt en get ekki vegna reglna Moggabloggsins

Eftirfarandi tilkynningu fékk ég kl. 12:03: 
"Birting ábyrgðarmanns

Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Heimir L Fjeldsted. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.

Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.

Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund."

Ég hef alltaf bloggað undir fullu nafni utan hvað ég hef stytt nafn föður míns Lárusar í L. eins og algengt er þegar ættarnafn er notað.  

Að auki birtist mynd af mér við hverja færslu og hverja athugasemd sem ég geri hjá öðrum bloggurum.

Bloggheiti mitt er hlf.blog.is sem ég get ekki breytt miðað við núverandi stillingu sem ég get ekki breytt. Ég sem svo gjarnan vil breyta rétt.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hélt það Hippó minn kæri bloggvinur, en vegir Guðs og Moggans eru órannsakanlegir.

Kannski er þetta gert vegna þess að Hreinn Loftsson þyki líklegur kaupandi Árvakurs og því liður í Hreinsgerningum. Hver veit?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta var rétti punkturinn Dúa.

Nú hef ég leiðrétt þetta og líður strax mikið betur.

Ástarþakkir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 13:24

3 identicon

Æj þetta er svo skondið allt saman, ég fékk einmitt póst frá þeim líka þrátt fyrir að hafa alla tíð bloggað undir nafni en ég hafði haft það skrifað Ragnhildur Jóhanns, en er skráð í þjóðskrá Jóhannsdóttir, skipir auðvitað svakalega miklu máli!

Ég gat nú ekki annað en flissað yfir þessu.

Ragga (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fékk líka samskonar póst þó ég bloggi undir fullu nafni en bloggið mitt heitir Kona. ég klikkaði á linkinn sem þeir gáfu og má líklega núna skrifa fréttablogg sem ég geri aldrei.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.12.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er mikil nákvæmni hjá Moggamönnum og gott til þess að vita að engir dónar komast upp með moðreyk hér. Punktur er auðvitað helber dónaskapur og getur leitt til misnotkunar.

Það er ansi hart Rúnar að mega ekki heita Hart að föður nafni. Það er svipað og að mega ekki heita .

Hvað hefur þú til saka unnið Sigurbjörg að fá ekki athugasemd þegar Jórunn hefur fengið eina slíka?????

Ragnhildur var vítt og það ekki að ósekju;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.12.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031741

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband