24.12.2008 | 12:19
Til hamingju Guðjón
Guðjón Þórðarson er vel að þessu starfi kominn. KR-ingar hafa ekki gleymt góðum verkum sem hann vann fyrir félagið.
Guðjón Þórðarson tekur við Crewe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól, Heimir minn!
Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 13:22
Hehehehe, afsakaðu að ég skuli hlæja. Guðjón hefur vissulega skarpa innsýn í fótboltann og það er unun að heyra hann lýsa útlendum stórleikjum, hann sér gang leiksins í allt öðru ljósi en aðrir íslenskir fótbolta-gúrúar. En sorry, þessi maður gengur bara ekki á öllum stimplum og hann er vörumerki fyrir hundleiðinlegan fótbolta. Þeir verða fljótir að losa sig við hann þarna hjá Crewe - sem reyndar er einskonar Kópasker þarna í Englandi.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 13:29
Guðjón hefur stundað árangursríkan fótbolta Baldur og það er það sem þarf til að gera okkur til hæfis sem viljum vinna mót.
Áfram KR.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2008 kl. 13:37
Eins og ég segi: honum er ekki alls varnað. En þróunin í knattspyrnu stefnir burt frá Guðjóni og hans aðferðum. Arsene Wenger hefur gjörbreytt hugmyndum mannkynsins um hvernig leika skuli knattspyrnu. Nú dugar ekki lengur að bjóða upp á þennan drepleiðinlega kýlingabolta sem áður var - eða þá að pakka 11 mönnum inn á vítateiginn.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 13:48
Hehe, Hippokrates, góður. Fór einu sinni í Kaplaskjólið þegar KR var að spila við Val. Ég var í hópi með nokkrum gamalgrónum Völsurum en fyrir framan okkur stóðu Sveinn Jónsson ásamt nokkrum forhertum KR-ingum. Þá fór ég að hæla Pétri Péturssyni á hvert reipi: hver er hann þessi ljóshærði djöfull þarna, hann er langbestur í KR-liðinu. Þá reiddist Sveinn, sneri sér við og andmælti kröftuglega - en ég hló í laumi.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 14:01
Sæll Heimir tek undir hvar væruð þið Vesturbæingar án Skagamanna.
Bestu jólakveðjur að vestan
Sigurbrandur Jakobsson, 24.12.2008 kl. 14:39
Arsene Wenger er orðinn hvað þekktastur fyrir að hafa marga af bestu knattspyrnumönnum heims innan sinna raða og nóg af peningum, en enga titla.Samt gengur knattspyrnan út á að vinna titla. Hefur þú borið saman Baldur fjölda titla á Meistaravöllum og Hlíðarenda. Kynntu þér líka hvers vegna KR-ingar eru með allar þessar stjörnur yfir KR-merkinu á búningum sínum;-)
Ég er sammála ykkur Hippó og Sigurbrandur að Skaginn hefur sent marga góða menn í KR-skólann og þeim hefur vegnað vel síðan.
Mér þykir afskaplega leitt að við skyldum ekki getað sent ykkur einn af okkar góðu markmönnum til liðs við ykkur síðast liðið sumar. Ef þið hefðuð haft efni á að greiða þeim uppsett laun væruð þið vafalaust ennþá í deild hinna bestu;-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2008 kl. 14:56
Það er rétt Heimir, hann kaupir þá á barnsaldri og gerir þá að snillingum. En liðsheildin er aðalmálið hjá Arsenal, þar leika allir sömu knattspyrnuna og þess vegna fatast sumum flugið þegar þeir fara annað. Það hefur verið erfiður róður undanfarin ár vegna þess að Chelsea hefur ótæmandi sjóði og Ferguson hefur sýnt snilldartakta í innkaupum. Við þurfum að berjast um fjórða sætið núna með götótta vörn og gloppóttan miðvöll. Þið sláist við Chelsea um fyrsta sætið.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 15:03
Arsenal leikur ákaflega flottan bolta, það verður ekki af þeim tekið. Það er bara ekki nóg að vera flottasta stelpan á ballinu það þarf líka að landa bola í ból.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2008 kl. 15:06
Þú ert ManU fylgjandi og þið sjáið ekkert annað en sigra. Fegurð og listfengi er ykkur einskis virði. Fyrir mér er sigur alls ekki aðalatriðið. Ég hef ómælda skemmtun af að sjá hvernig þessir strákar vaxa úr grasi, eflast að styrk og kunnáttu. É vil heldur sjá Arsenal leika fallegan bolta og ná bara jafntefli en spila leiðinda trukkabolta og merja sigur gegn einhverju skítaliði. Mér finnst oftast leiðinlegt að sjá ManU leika í ensku deildinni, enga snilld að hafa þar. Hins vegar finnst mér oft gaman að sjá þá í Meistaradeildinni og held þá með þeim.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 15:14
Láttu mig vita Hippó hvað ég skulda vegna Bjarna og ég borga eftir bestu getu;-)
Arsenal er þó betra en Valur að því leyti að þeir hafa verið ofarlega á afrekslistanum undanfarin ár.
Það fór ekki að ganga hjá Val fyrr en vænn slatti af KR-ingum fór til þeirra í auðlegðina fyrir nokkrum árum.
Ég verð að segja þér það Baldur að þegar við vorum komnir í 7-1 á Hlíðarenda fyrir nokkrum árum fór ég af velli. Þoldi svo illa snöktið í áhorfendabrekkunni.
Hvernig fór leikurinn aftur? Var það 9-1?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2008 kl. 15:23
Ég gafst upp á íslenska fótboltanum fyrir mörgum árum. Leiddist þetta hnoð. Held alltaf með Val og fylgist nokkuð vel með gangi mála en fer ekki á völlinn. Hins vegar verð ég að segja að það sem ég hef verið að sjá í sjónvarpinu lofar góðu. Hver veit nema maður drattist á Hlíðarenda í sumar.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 15:27
Það hafa margir eldheitir Valsarar helst úr lestinni síðustu árin og skil ég það vel.
Ég tek þögn þína sem svo að þú munir ekki alveg hvernig leiknum lauk.
Nú þarf ég að fara að undirbúa mig fyrir aftansöng á Aðfangadagskvöld og hlakka ég mikið til að syngja Hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar klukkan 6 og í miðnæturmessu líka. Síðan á jóladag, gamlársdag og nýarsdag.
Gleðileg jól Baldur og líttu við á Meistaravöllum á sumri komanda og sjáðu fallega knattspyrnu. Gummi Ben er kominn heim.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2008 kl. 15:43
Mig minnir að það hafi farið 9-1 frekar en 7-1. Gummi er kominn á elliheimilið . Þú átt gott að geta sungið, það er mikil Guðsgjöf. Ég er eldheitur óperuunnandi, Wagner, Puccini og bara allur pakkinn. Mér finnst ekkert hljóðfæri jafnast á við mannsröddina. Er einmitt núna að hlusta á Poppeu eftir Monteverdi. Tek hana svona í köflum út af jólahasarnum. Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og vænti hressilegra orðaskipta á árinu. Sérstaklega hlakka ég til þess að fylgjast með fótboltakommentum þínum og þar verða engin grið gefin. Það stefnir í æsilega lokatörn. Liverpool hefur ekki úthaldið og Scolari er að missa flugið. Ferguson rennur á blóðlyktina.
Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.