Er ekki tímabært að leggja embætti Ólafs Ragnars niður? Hann er hvort eð er ekki forseti almennings.

Af fréttavef AMX.is:

 

"Forseti Íslands er með 21,6 milljón í árslaun auk þess sem hann heldur heimili á Bessastöðum. Á skrifstofu forsetans eru átta starfsmenn og á vegum embættisins eru nokkrar bifreiðar, samkvæmt upplýsingum skrifstofunnar. Samkvæmt ríkisreikningi nam kostnaður við forsetaembættið 184,9 milljónum króna á liðnu ári og í fjárlögum þessa árs er reiknað með að kostnaðurinn verði 196,4 milljónir. Fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár gerir ráð fyrir að kostnaðurinn verði 216,9 milljónir.

Bifreið forsetans, Lexus LS600h lúxusbifreið, kostar hjá Lexus umboðinu í Kópavogi, 22.650.000 kr. Bíllinn er hinn glæsilegasti og eiga margir af frægustu kvikmyndaleikurum í Hollywood sams konar bíl þeirra á meðal er Mel Gibson. "

 


mbl.is Vill lækka laun ríkisforstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Pólitísk landhreinsun og sparnaður ríkisins í leiðinni

Neyðarlögin sem sett voru þegar bankakerfið hrundi gefa ríkisvaldinu víðtækan rétt, þó líklega ekki rétt til að færa einhliða niður laun. Úr því má bæta með reglugerð eða viðbótarklausum í lagabáknið. Ef vilji stjórnvalda er til staðar, eins og fjármálaráðherra gefur til kynna, og kjarkur til að færa niður ofurlaun í kerfinu, er það í rauninni einfalt. Gera lagarammann kláran í snatri - segja síðan öllum þeim upp sem hafa t.d. yfir 800 þúsund á mánuði. Auglýsa svo stöðurnar opinberlega með tilgreindum launakjörum. Ekki stæði á umsóknunum, þeim mundi rigna inn. Ráða svo í stöðurnar á faglegum grunni - ekki pólitískum. Tvær flugur slegnar í einu höggi - pólitísk landhreinsun og sparnaður ríkisins í leiðinni. Nú reynir á kjark ráðamanna. Vilji er allt sem þarf.

PS. Hvers konar hundalógík er það að forsætisráðherra þjóðarinnar sé á hálfgerðu unglingavinnukaupi miðað við þá launahæstu, sem sitja langt um neðar í valdapíramídanum?

PS. PS. Leggjum niður embætti forseta Íslands og breytum Bessastöðum í safn.

Björn Birgisson, 11.12.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála Björn. Við gætum selt inn á safnið sem innihéldi m.a. vaxmyndir af ÓRG, Jóni Ásgeiri, Sigurði G, Guðjónssyni, Pálma Haraldssyni og fleiri mönnum sem hafa stolið af almenningi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Áður en ÓRG varð forseti þá voru tveir forsetar sem voru ópólitískir og þjóðin skynjaði þá sem leiðtoga. (Kristján Eldjárn og Vigdís.) Forsetaembættið hefur sett niður með því að fá pólitíkus þarna aftur inn. Ég held að ef við viljum vera með pólitíkus þarna, þá eigum við að breyta forsetaembættinu í pólitískt embætti eins og er í Bandaríkjunum og Frakklandi.

Ég held hins vegar að við þyrftum okkar eigin útfærslu á því en ekki bara að apa upp bandaríska eða franska kerfið. Forsetinn myndi skipa forsætisráðherra sem myndar svo ríkisstjórn. Hann kallar til sín leiðtoga af þinginu og hlustar á hugmyndir þeirra, en ákveður svo hver verður forsætisráðherra. Losnum þannig við langt stjórnarmyndunarþref.

Ríkisstjórnin þarf ekki að hafa meirihlutastyrk á þingi, en þarf að hafa samráð við þingið til að koma fram málum. Ríkisstjórnin starfar alfarið í umboði forseta, forseti verður handhafi framkvæmdavaldsins. Svo ef einhverri minnihlutastjórn gengur illa út af þrefi í þinginu, þá er það hvatning fyrir hana að semja við einn flokk í viðbót um þátttöku í stjórninni til að styrkja hana.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 03:05

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er athyglisvert að dóttir ÓRG er ein þriggja í stjórn Haga hf, hinir eru Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Hvers eða hverra hagsmuna er hún að gæta í stjórninni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hvers eða hverra hagsmuna er hún að gæta í stjórninni?"

Haga auðvitað og eigenda og "fylgismanna" þess félags. Annað mál: Leggjum niður embætti forseta Íslands og breytum Bessastöðum í safn. Því fyrr því betra.

Björn Birgisson, 14.12.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031761

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband