Harmleikur

Friðjón Þórðarson handtekinn. Það hlýtur að vera gamla sýslumanninum, afa og alnafna Friðjóns Þórðarsonar þungbært að frétta af handtöku Virðingarmannsins vegna gruns um háskalega meðferð fjár.

Mér segir svo hugur um að handtaka þessa manns sé einungis byrjunin á handtökum íslenskra fjármálafursta og spurning hvort föður hans sé og/eða verði sætt á stól forstjóra Kauphallarinnar.

Það er alltaf svo að þegar menn ganga í berhögg við landslög og eru hirtir vel að merkja, hitti það ekki síður nánustu fjölskyldu sakamannsins eða í þessu tilviki hins meinta sakamanns.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Getur ekki hreinsunardeild flokksins klínt þessu á Jón Ásgeir, málið leyst? Af hverju ætti Þórður pabbi að segja af sér þegar aðrir standa blóðugir upp fyrir haus, nýstaðnir upp úr sukkinu og svínaríinu, halda sínum stöðum í bönkunum og fara hvergi heldur standa sveitt við pappírstætarana að hylja sína slóð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hljóta að vakna spurningar um alla þá vitneskju sem Þórður sá sómamaður hefur yfir að ráða og hafði.

Ég er ekki að krefjast afsagnar Þórðar.

Hvað varðar fjáárhagslegan bakhjarl Samfylkingarinnar herra Jón Ásgeir þá þarf ekki að klína á hann því sem hann á ekki, nóg er nú samt Axel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að sjálfsögðu á að rannsaka alla aðila sukkpakkans, frá a til ö, líka Jón Ásgeir, en ýmislegt bendir til þess að þannig sé það ekki hugsað á efstu hæðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jú er það ekki Axel, verður ekki allt rannsakað?

Ég segi mig úr félagi Íslendinga ef það verður ekki gert og fer til siðaðra samfélags.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1031787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband