Valgerður er ábyrg fyrir 30 milljarða tapi Giftar eða hvað?

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins er í stjórn eignarhaldsfélagsins Gift.

Fréttir herma að Gift hafi tapað aleigunni sem talin var fyrr á þessu ári 30 þúsund milljónir króna.

Nú spyr ég Valgerði fyrir hönd okkar Framsóknarmanna hvort tapið orsakist af ákvörðunum stjórnarinnar eða ákvörðunarfælni stjórnar Giftar. 


mbl.is Ákvarðanafælinn foringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Seta í fulltrúaráði bakar mönnum ekki ábyrgð og það þarf að teygja sig ansi langt í útúr snúningum til að fá út hennar ábyrgð á þessu tapi.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.11.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En er Valgerður ekki í stjórn Giftar?????

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Nei hún situr í fulltrúaráðinu.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.11.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hverjir skipa stjórn Giftar?

Mér skilst að fjármunir almennings hafi tapast.

Hverjir fitnuðu á Gift?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég held að þeir fjármunir hafi helst tapast vegna falls Kaupþings og vegna þess að fjárfest var í hlutbréfum Exista.   Veit ekki til þess að einhverjir hafi orðið feitir á því.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.11.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Voru öll eggin í sömu körfunni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sennilega of mörg allavega

G. Valdimar Valdemarsson, 24.11.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Höfundur ókunnur

Ljóst er að stjórnarmenn Giftar hafa amk. haft geysilegt tækifæri að skara eld að eigin köku ("fitnað" segja sumir).

Þetta er gert þannig: Fyrst kaupir stjórnarmaður, eða leppur hans, hlut, síðan líður vika og þá kaupir Gift stóran hlut.  Á frjálsum markaði breytist gengi mest þegar stór viðskipti eiga sér stað (enda jafnvægi á milli kauphliðar og söluhliðar, stórir hluthafar hífa jafnan upp kauphliðina).

Fyrir innkomu félagsins inn í fyrirtæki þarf ekki að tilkynna um kaup, en eftir innkomu eru stjórnarmenn flöggunarskyldir. Þess vegna væri best að nota lepp.

Hvort þetta hefur verið stundað veit ég eigi, en mér finnst líklegt að Finnur Ingólfsson hafi spilað hliðstæða leiki í gegnum tíðina. Enda auðgaðist hann hraðar en úran í auðgunarverksmiðju.

Þetta eru helberar dylgjur allt saman - augljóslega - og því reikna ég fastlega með að þessu kommenti verði eytt af eigenda þessarar síðu.

Höfundur ókunnur, 24.11.2008 kl. 16:57

9 Smámynd: Höfundur ókunnur

http://str.is/stjorn.html - heimasíða félagsins. Fyrir nokkru voru þar nöfn valinkunnra stjórnmálamanna, en ég finn þau ekki þar núna. Ég get þó ekki hengt mig upp á það, en er 90% viss um þetta.

Líklega hafa nöfnin verið fjarlægð á haustmánuðum.

Höfundur ókunnur, 24.11.2008 kl. 16:58

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri

Gift fjárfestingafélag ehf.

eftir stofnfund 15. júní 2007

Aðalmenn

Benedikt Sigurðarson

Guðsteinn Einarsson

Helgi S. Guðmunsson

Ólafur Friðriksson, varaformaður

Þórólfur Gíslason, formaður

Varamenn

Sigurjón Rúnar Rafnsson

Gunnlaugur Aðalbjarnarson

Guðjón Stefánsson

Framkvæmdastjóri

Benedikt Sigurðsson

Þessir eru mennirnir sem skipuðu stjórn Giftar á síðasta ári.

Vonandi hefur þeim vegna fjárhagslega betur en Gift.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband