Þýzkaland og önnur ESB-lönd sitja á svikráðum við Ísland

Það getur varla verið eftirsóknarvert fyrir okkur að ganga í lið með þeim þjóðum í ESB sem hafa setið á svikráðum við okkur, litla og ráðvillta þjóð í miklum vanda.

Þjóðverjar hafa eftir því sem fréttir herma gert samkomulag við Englendinga, Hollendinga og fleiri þess efnis að þeir láni okkur fé til að gera upp við þarlenda sparifjáreigendur án samráðs við Íslensk yfirvöld.

Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu en ekki í ESB og samt láta þau sem svo að þau geti ráðskast með okkur og fjármuni okkar upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna.

Eigum við ekki frekar að halla okkur að dollar, Kanadískum eða Bandarískum? 

 


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ófeigur Friðriksson

Það er ósköp eðlilegt að þessar þjóðir vilji endurheimta fé sitt sem "hin ráðvillta þjóð" ber ábyrgð á.  Ég skil það fólk vel sem er gramt útí okkur íslendinga.  Setjum okkur í þeirra spor.

Og miðað við þá reynslu sem við erum að ganga í gegnum núna, þá treyst í ESB betur til að stjórna þessu landi heldur en nokkurn tímann þeim stjórnmálamönnum sem er í boði hér á landi, þó svo að það muni náttúrulega aldrei verða svo að ESB muni stjórna landinu eins og margir hræðsluáróðursmenn gegn ESB halda fram.

Ég held við ættum amk að reyna á það hvers konar samkomulag við getum náð við ESB áður en við ýtum því útaf borðinu!

kv.

Ófeigur

Ófeigur Friðriksson, 24.11.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband